Portland Marathon, Oregon 4.okt.2015

Portland Marathon OR,
4.okt. 2015
http://www.portlandmarathon.org

Það er 7 tíma munur hér og heima og þetta er ÖRSTUTT ferð.
Ég sótti númerið í Expo-ið, sem var mjög flott. Ég er nr 6793 og ætla aldrei þessu vant að byrja í mínum bás enda 8 tíma takmörk. Ég gisti nokkrar mílur í burtu og þarf að mæta snemma svo það verði ekki búið að loka götunum næst starti og marki... og þá kemst maður auðvitað ekki í bílastæðahúsin þar.

Portland Marathon 4.okt.2015Það tekur því ekki að snúa neinum tíma. Þess vegna var ég ekki í neinum vandræðum að fara snemma að sofa. Klukkan var stillt á 3am og kl 5 var ég búin að fá stæði í húsi á besta stað... ég lagði mig í hálftíma en fór þá á Hilton hótelið - skemmtilegri klósett :)
Þar hitti ég Cindy "Maniac" jafnöldru mína sem býr 2 tíma í burtu héðan... við vorum svo öðru hverju samferða í hlaupinu.

Hlaupið var ræst kl 7 en minn bás fór um 20 mín seinna af stað. Það var skítkalt í upphafi... en strax eftir 2 tíma var orðin steik... mælarnir sýndu 80F eða um 30C

Leiðin var ágæt, amk gleymdi ég mér við að heilsa fólki sem ég hef hitt í öðrum hlaupum. Það voru nokkrar erfiðar brekkur, hitinn og æfingaleysið sem héldu mér niðri... en ég virðist vera búin að ná mér í ökklanum... Guði sé lof :)

Garmurinn mældi tímann 6:28:07 og vegalengdina 26.62 mílur. 
Þetta maraþon er nr 193 og nú eru 6 fylki eftir í annarri umferð um USA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband