Haustmaraþon FM 24.10.2015

Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara 
24.10.2015

Ég hafði leyfi til að byrja fyrr en ég ætlaði aldrei að byrja svona rosalega snemma. Það var eitthvað sem hélt mér vakandi og mér reiknaðist til að ég hefði fengið svona 2ja tíma svefn... Það var tilgangslaust að bíða vakandi heima svo ég fór bara inneftir... 

Haustmaran 24.10.2015Þegar ég hljóp af stað var klukkan 4:15 am... og allt gekk vel, 4°c hiti, aðeins vindur, keilurnar komnar á sína staði, stígarnir þurrir og hálkulausir... en ég hafði gleymt að taka með vasaljós. Það er engin lýsing frá hreinsistöðinni og að snúningi, ca 2 km, 4km fram og til baka... og þar varð ég bókstaflega að þreifa mig áfram.

Ég náði að snúa í fyrri hring þegar einn starfsmaður var mættur... á leiðinni út aftur fór ég að finna fyrir þorsta, hafði fengið litla vatnsþörf í kuldanum í fyrri hring og svo datt ég niður í smá leiðindi þegar ég fór að finna fyrir ökklanum/hælnum á vinstra fæti en ég er búin að eiga í þeim meiðslum síðan í janúar og hélt ég væri laus við þau... en 2 maraþon um síðustu helgi og kannski kuldinn núna ýfðu þau upp... afgangurinn af maraþoninu fór í að reyna að hugsa vel um fótinn, skemma ekki meira og ofgera ekki... því næsta maraþon er eftir 2 vikur.

Þetta maraþon er nr 196, Garmurinn mældi vegalengdina 43,02 og tímann 6:35:42


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband