Mayor´s Midnight Sun Marathon, Anchorage Alaska 20.júní 2015

Mayor´s Midnight Sun Marathon, Anchorage Alaska
20.júní 2015

http://www.mayorsmarathon.com

Gögnin sótt í AlaskaVið lentum í Alaska um hádegið og byrjuðum á að sækja númerið mitt. Ég mátti velja mér númer en þau voru öll frekar há... valdi nr 1000

Við keyrðum þangað sem markið er og skoðuðum aðstæður, ég ætla að geyma bílinn þar og taka skólabílinn á startið... svo keyrðum við á hótelið og komum okkur fyrir og fórum snemma að sofa. Við gistum í Eagle River, 16 mílur frá markinu... og eins og alltaf þarf að mæta snemma til að fá stæði.

MM í Alaska 20.6.2015Klukkan var stillt á 3:30 og ég gerði ráð fyrir tveimur tímum í undirbúning og koma sér af stað. Lúlli ætlar að bíða í markinu. Ég svaf mjög skringilega, nýr staður og frekar bjart. Eftir að hafa fengið mér að borða, teypað tærnar, smurt mig með vasilíni og sólarvörn og sett annað dót í poka, þá lögðum við af stað. Ég þarf að spreyja mig með skordýrafælu áður en ég fer í skólabílinn. 

Ég fór með skólabílnum á startið og hitti þar Tim og fleiri þekkt andlit. Það var svo þungt yfir og rigningarlegt að ég fékk plastpoka til að hlaupa í.

Maraþonið var ræst kl 7:30 og fyrstu mílurnar var smá rigningarúði... Ég mundi bara eftir fyrstu mílunum á leiðinni... ekkert skrítið því það var búið að breyta leiðinni frá því fyrir 6 árum.

MM í Alaska 20.6.2015Þetta maraþon var erfitt fyrir mig, við vorum á sveitavegum ýmist malbikuðum eða möl og vegurinn fylgdi landslaginu, ss miklar brekkur. Það var hvergi lifandi verur að sjá nema þá sem voru í hlaupinu eða störfuðu við það. Þar sem ég er orðin svo léleg - þá varð fljótt mjög einmannalegt... leiðin var ekkert sérstök, bara götur og tré svo ég var stundum að drepast úr leiðindum.

Það kom mér verulega á óvart hvað vatnið og orkudrykkurinn á drykkjarstöðvunum var bragðvont, varla drekkandi... boðið var upp á appelsínubita og salt-kringlu-snakk... en allt gekk upp að lokum og ég komst í mark. Fóturinn hélt nokkuð vel en æfingaleysið er bara orðinn brandari ársins... þetta gengur ekki lengur ;) 

Garmin mældi leiðina 26,7 mílur og tímann 7:01:02
Þetta maraþon er nr 190 og 8 eftir í öðrum hring um USA

..................................................

Þegar ég var að leita mér upplýsinga um hlaupið rakst ég á þetta...
http://www.americantrails.org/resources/wildlife/WildBearDeerEncntr.html 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband