R´N´R Seattle Marathon 13.6.2015

Rock´N´Roll Seattle Marathon & Half Marathon
Seattle, WA USA, 13.júní 2015

http://runrocknroll.competitor.com/seattle

Gögnin sótt í RNR Seattle 13.6.2015Við flugum til Seattle í gær, tékkuðum okkur inn á hótelið, sóttum gögnin og keyptum okkur morgunmat... allt annað er á "hold" þar til eftir maraþonið. Þetta er fjórða R´N´R maraþonið mitt á þessu ári... og ég er skráð í eitt í viðbót í haust.

Ég stillti klukkuna á 3am og bað um wake-up-call að auki. Ég svaf mjög illa í nótt... veit ekki af hverju... ég var ekki viss um að ég hafi sofið en Lúlli sagði að ég hefði amk dottað eitthvað. 

RNR Seattle 13.6.2015Við lögðum af stað 4:30 og vorum komin í bílastæðahúsið kl 5. Bílastæðið var við hliðina á markinu og kl 6 átti að loka götunum í kring... Ég hallaði sætinu aftur í klst en ég gat ekki sofnað... svo var það klósettröðin og troða sér í áttina að elítunni fyrir startið. 

RNR Seattle 13.6.2015Startið var aðeins frá markinu og var ræst kl 7am og ég náði að komast af stað eftir 4 mín. Það átti að vera skýjað en sólin skein allan tímann. Það var milli 25 og 30°c stiga götuhiti. Leiðin var ágæt, fáar brekkur en margra-mílna-langar götur og 4x fórum við í löng undirgöng svo 2 mílur vantaði á Garmin. Þjónustan á leiðinni var mjög góð - ég var farin að halda á klaka-glasi á milli drykkjarstöðva vegna hitans - 2x var gel í boði en enginn matur.

RNR Seattle 13.6.2015Ég fór eins hratt og fóturinn og æfingaleysið leyfði. Síðustu 3 mílurnar gekk ég með MAY (maniac) frá Toronto í Candada en við hittumst fyrst í Space Coast FL og erum báðar búnar að kaupa okkur inn í haust... báðar fegnar að fá einhvern til að kjafta við.  

Þetta maraþon er nr 189
Garmin mældi það 25,2 mílur (+2 sem vantaði) og tímann 6:59:43

Þetta er 3ja maraþonið mitt í Seattle svo enn eru eftir 9 fylki í öðrum hring um USA.

Þetta maraþon er tileinkað minningu Joe´s sem lést úr hjartaáfalli í Las Vegas í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband