R´N´R San Diego Marathon 31.maí 2015

Dodge Rock´N´Roll Marathon & Half Marathon, Marathon Relay
San Diego, CA USA 31.maí 2015
http://san-diego.competitor.com

R´N´R San Diego 2015Ég held ég hafi aldrei verið í eins miklu stressi og tímahraki í neinu hlaupi eins og núna... Vélin lenti á réttum tíma í San Diego en bílaleigan lét okkur bíða í óratíma, þá tók við umferðarteppa við Convention Center þegar ég var að ná í númerið... ég hljóp inn rétt fyrir lokun, fékk númerið, keypti bílastæði og rútumiða og út aftur án þess að skoða neitt.

......... 

Start í San Diego 31.5.2015Ég pantaði wake-up kl 3am og var með mitt úr stillt á 2:45. Þá tók þetta venjulega við, taka saman hlaupadótið og reyna að fara snemma að sofa... Ekki hélt netið vöku fyrir okkur því það var alltaf að detta út og ég hætti að reyna að blogga.

myndataka á miðri leið SD 2015Ég svaf ágætlega þessa klukkutíma sem voru í boði... í svona stórum hlaupum sem eru með allt umfangið í þröngri miðborginni er nauðsynlegt að vera snemma á ferðinni. Ég þurfti að hafa allt dótið í bílnum því Lúlli beið á hótelinu og þurfti að tékka okkur út kl 11 og bíða einhversstaðar á meðan.

Þetta er í 4 sinn sem ég hleyp R´N´R San Diego. En í þetta sinn hafa þeir breytt fyrirkomulaginu, þeir eru hættir að nota flugvöllinn fyrir bílastæði og hafa ókeypis skólabíl á startið. Núna þarf maður að leggja í bílastæðahúsi í miðbænum.

Ég lagði af stað kl 4am og Garmin fór fyrst með mig í Walmart... kannski er greyjið að bilast á mér.

markið í San Diego 31.5.2015Ég fékk ágætis stæði í Convention Center og slappaði af í nokkrar mínútur. Ég hélt að við ættum að taka Trolley hinu megin við götuna en eftir mílu langa röð sá ég að þetta voru rútur... og tíminn var að hlaupa frá mér...
Loksins var kallað að heilu-maraþonarnir ættu að fara framfyrir... ég kom á-síðustu-stundu á startið, gat svindlað mér á klósett fyrir fatlaða (engin röð) og hljóp að marklínunni... heyrði þjóðsönginn á hlaupunum en náði ekki einu sinni mínum bás áður en hlaupið var ræst... hvílíkt stress og hvað maður eyðir mikilli orku í það. Maraþonið var  ræst 6:15 og hálfa maraþonið var ræst 30 mín síðar.

R´N´R San Diego 31.5.2015Það var skýjað en heitt og ég var að vona að það héldist en sólin læddist fram eftir 2-3 tíma. Ég mundi eftir einhverju af leiðinni þó hún væri breytt, hún var nokkuð slétt á fyrri hlutanum en sá síðari var með manndrápsbrekkum. Ég sá/hitti engan sem ég þekkti...  Alltaf er gott að klára... sérstaklega þegar ég er enn ekki orðin góð í ökklanum, æfingalaus og varð að ganga mikið á milli.

Ég var í enn hjá markinu þegar (samkv mbl.is) elsta kona í heimi sem hefur hlaupið maraþon kom í mark.

Garmin mældi leiðina 26,65 mílur og tímann 6:55:28

Þetta maraþon  er nr 188 og enn eru 9 eftir í öðrum hring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband