Færsluflokkur: MARAÞON

Church Triple Crown Trail Marathon, Newark DE 27.4.2013

Head of Christiana Presby. Church Triple Crown Trail Marathon & Half Marathon, 10K, 5K Newark, DE USA
27.apríl 2013
Trail Dog DE 27.4.2013 234

Maraþonið sem ég ætlaði ALDREI að hlaupa - það hljóp ég í dag. Ég man þegar ég var að leita að maraþoni í Delaware sem síðasta fylkinu - þá féllust mér hendur þegar ég las lýsinguna á þessu utanvega-hlaupi. Ég hafði greinilega gleymt því... Nú hef ég komist að því að hvert orð var satt.

Það var ekkert expo, númerið bara afhent við startið. 
Trail Dog 27.4.2013 Ég hafði tékkað á staðsetningunni daginn áður... ekki gott að fara á rangan stað og missa af hlaupinu fyrir það. Ég fór snemma að sofa og svaf ágætlega.

Klukkan var stillt á 5, græjaði mig og var búin að tékka mig út af hótelinu kl. 6:15.

Maniacar voru búnir að ákveða tíma fyrir grúppumynd. Það var hægt að velja um hálft, heilt, 10 km eða 5 km.
Hlaupið var ræst kl 7:40...
Þeir sem fóru heilt fóru tvo geðveikis-hringi. Hlaupið var eftir troðningum sem voru stórhættulegir þegar maður fór að þreytast. Rætur trjánna og grjótnibbur stóðu upp úr götunni.
Trail Dog 27.4.2013 Ég fór á hausinn í fyrri hringnum, meiddi mig sem betur fer ekki.

Við héldum hópinn mörg í fyrri hring, því oft var aðeins hægt að vera í einfaldri röð. Leiðin var rosalega erfið, ekkert nema brattar brekkur upp og niður og 4 sinnum á leiðinni þurfti að vaða á í hné. Skórnin voru ekki fyrr orðnir þurrir en maður þurfti að vaða aftur. Sumstaðar þurfti að klofa yfir fallna trjádrumba. Maður minn hvað ég átti fullt í fangi með að fylgjast með því að villast ekki í öðrum hring (Á leiðinni út voru rauðar merkingar en til baka bláar.) þegar ég var orðin ein en síðustu 5 km vorum við tvær saman.

Þetta maraþon er nr 154
Maraþonið mældist 27,3 mílur eða 43.5 km á mínu Garmin og tíminn 7:33:08
NEVER AGAIN 

Eftir hlaupið keyrði ég beint til Gettisburg PA - annað maraþon á morgun :)


Mississippi Blues Marathon, Jackson MS, 5.1.2013

Mississippi Blues Marathon & Half-Marathon, Relay Jackson, MS USA, 5.jan 2013

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013http://www.msbluesmarathon.com/


Klukkan var stillt á 4:30 en Lúlli var vaknaður áður og kominn á stjá. Lobbýið opnaði ekki fyrr en kl 5:30 svo ég drakk vatn með brauðinu. Veðurspáin var ágæt, spáði frekar "köldu" svo ég var heppin að hafa keypt mér langerma Danskin bol á 6 USD í Walmart. Ég var í honum undir Stolt-bolnum mínum.

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 043,1

Við vorum mætt mátulega snemma fyrir myndatökuna hjá Marathon Maniacs á tröppunum á Old Capitol. Ég hitti marga Maniaca sem ég er FB-vinur en hef ekki hitt persónulega fyrr. 

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 041,1

Klósettröðin var svo löng að ég komst að eina mínútu fyrir þjóðsönginn.
Lúlli sá Steve Boone í miðri þvögunni og við óvirtum þjóðsönginn með því að troða okkur til hans.

Maraþonið var ræst kl 7. Það eina sem ég mundi frá maraþoninu 2009 var hvað göturnar voru slæmar - þær voru ekki skárri núna og ég veit um tvo sem fóru illa á hausinn.

Ég er bara ánægð með mig, var ekki í þjálfun fyrir EITT maraþon og var að fara FJÓRÐA í þessari ferð... og ÞRÍR dagar á milli núna.

Maraþonbrautin var frekar hæðótt - ups and downs... ég gekk oft upp en reyndi að halda dampi niður og á sléttu.

Lúlli hitti mig þegar ég var búin að hlaupa 21,5 mílur og beið svo í markinu eftir mér.
Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 050,1Verðlaunapeningurinn var flottur gítar með gítarnögl hangandi í keðju. 

Ummm hvað það var gott að fá loksins að borða því það var ekki boðið upp á matarbita á leiðinni. 

Þetta maraþon er nr 153 í röðinni.
Garmin mældi það 26,34 mílur og
tímann 5:52:55 


Gögnin í Mississippi Blues Marathon

Gögnin í Jackson MS 4.jan 2013 030,1

Ég tékkaði á maraþon skránni hjá mér, hljóp hér síðast 2009... með því fáa sem ég man úr því hlaupi var hvað göturnar eru slæmar hérna.

Við sóttum gögnin í The Convention Center eh og vorum snögg að því... expoið var mjög lítið.
Ég verð nr 885.

Síðan dúlluðum við okkur bara, skruppum í útivistarbúð fyrir Emil og eitthvað fleira, áður en við fengum okkur að borða.

Gögnin í Jackson MS 4.jan 2013 031,1

Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið, Maniac-myndataka kl 6:30 og svo framvegis... Þetta er náttúrulega allt saman EIN STÓR BILUN - er þaggi???

Kom við í Hobby Lobby til að kaupa mér strau-stafi á nýja 50 fylkja bolinn minn :) 

Nú er bara að gera sig klára fyrir morgundaginn...
og stilla klukkuna á einhvern ókristilegan tíma :/ 


Texas Marathon 1.1.2013

Metal Sawing Technology Texas Marathon
Kingwood, TX USA 1.jan. 2013
http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html

Rottan var dýr hlaupsins, Texas Maraþon 1.1.2013

Klukkan hringdi kl 5 en við vorum vöknuð áður. Fengum okkur morgunmat, ég teypaði tærnar, við pössuðum að fara örugglega með allt með okkur, númerið, úrið, derið, myndavélina og fl. og drifum okkur af stað um hálf 7. Maraþonið er á göngustígum í íbúðarhverfi og bílastæðin eru á götunum í kring. Við vildum vera viss um að fá stæði eins nálægt og hægt var.

MM myndataka, Texas Maraþon 1.1.2013

Steve og Paula vita nákvæmlega hvernig á að gera hlaupara ánægða. Allt í kringum maraþonið var fagmennska fram í fingurgóma og allt ómælt. Auðvitað var hópmyndataka hjá Marathon Manics fyrir hlaupið og fyrir tilviljun stóð ég við hliðina á David Holmen sem ég hitti í Reykjavik 2011.

Texas Maraþon 1.1.2013

Maraþonið var ræst kl 8 en hálfa 15 mín seinna. Hlaupnir voru fjórir hringir, það er að segja að fyrstu tvær og tvær síðustu mílurnar í hringnum voru sama leið en farið kringum vatn áður en maður snéri til baka. Lúlli var aðstoðarmaður í markinu á meðan ég hljóp... Allir voru svo ánægðir að hann þurfti bara að segja: "YES"

Fyrstu þrjár ferðirnar liðu fljótt en í fjórðu ferðinni fannst mér hringurinn í kringum vatnið aldrei ætla að taka enda - þá voru orðnir færri í brautinni og ég farin að ganga á milli. Brautin var annars ágæt, það rigndi aðeins á leiðinni og hafði rignt um nóttina þannig að maður tiplaði framhjá nokkrum pollum og svo gátu laufblöðin verið hál.

Í markinu, Texas Maraþon 1.1.2013

Þegar ég kom í mark fékk ég þann stærsta verðlaunapening sem ég hef á ævinni séð. Hann hefur útlínur USA og útlínur Texas í miðjunni og vegur 1,5 kg. Paula og Steve eru aldrei með flokkaverðlaun - allir eru jafnir og fá allir "dýr" hlaupsins sem var rotta í ár með númeri, ég var nr 185 í mark í heilu.

Texas Marathon er nr 152 í röðinni hjá mér. Fimmta maraþonið sem ég hleyp í Texas... og maraþonið var hlaupið til heiðurs lang-ömmu-krúttinu mínu, Emilíu Líf sem er eins árs í dag.

Garmin mældi leiðina hárrétta eða 26,2 mílur 
og tímann 5:54:46


Annáll fyrir HLAUP-ÁRIÐ 2012

Guffi - 7. og 8. jan 2012

Ég hef alltaf setið heima og skrifað annál ársins en nú er ég stödd í Texas. Í fyrra náði ég þeim ótrúlega áfanga að hlaupa maraþon í fimmtugasta og síðasta fylkinu og hljóp alls 13 maraþon á því ári.

Í ár fór öll orkan fyrri hluta ársins í að útskrifast úr guðfræðideildinni og einhvernveginn fór allur vindur úr mér eftir það - tveim stórum áföngum var lokið - nú var tími til að halla sér aftur á bak.

Árið byrjaði á því að ég hljóp HÁLFT maraþon í Orlando - HVAÐ ER AÐ GERAST ???... nei, nei ég hljóp GUFFA. Hálft maraþon fyrri daginn og heilt daginn eftir. Það kostar lifur og lungu að taka þátt í Guffa en ég lét mig hafa það til að fagna hinum stóru áföngum.
Verðlaunin 2012Síðan flugum við til Arizona því stefnan þetta árið var að hlaupa nokkur Rock´N´Roll maraþon á sama árinu og fá flott auka-BLING fyrir það.
Í upphafi ársins þorði ég ekki að vonast eftir mörgum, þetta eru svo dýr maraþon og dreifð að það er ómögulegt fyrir mig að hlaupa mörg í ferð - en í árslok eru þau orðin FIMM.

Phoenix Arizona........  15.jan.
Nashville Tennessee.  28.apr.
San Diego.................... 3.júní
Denver....................... 22.sept.
Las Vegas.................... 2.des. 

Heima hljóp ég bæði vor-og haust-maraþonin og í Reykjavík heilt maraþon 16.árið í röð. 

Síðustu fjögur ár hef ég hlaupið 1x tvö maraþon á einni helgi. Ég var skráð í svona samloku í júní þegar ég fór í annað sinn á Reunion hjá Marathon Maniacs en varð að hætta við það.

Double in Texas Dec. 21st and 22nd. 2012

Það var síðan fyrir algeran klíkuskap að ég komst inn í hrikalega spennandi samloku-hlaup... End of the World Marathon  og Day After the End of the World Marathon, 21 og 22.des. en 21.des endaði dagatal Mayanna. Hvor verðlaunapeningur fyrir þessi hlaup er rúmlega hálft kíló og þeir sem hlupu bæði maraþonin fengu gull-auka-pening sem hafði báðar hliðar hinna peninganna.
End of the World Marathon var 150.maraþonið mitt.
Það voru vinir mínir Paula og Steve Boone í 50 States Marathon Club sem héldu maraþonin og kreistu mig inn... og svo vildi til að með stuttum fyrirvara fann Bíðari nr.1 flugfar á viðunnandi verði... og nú bíðum við eftir Texas Maraþoni sem þau halda 1.jan ár hvert.

Samtals hljóp ég 12 maraþon á þessu ári... 
3 heima og 9 í sex ferðum til USA.

Ég hef ekki tekið saman hlaupna kílómetra á árinu. Ég skráði áður hlaupin í hlaupadagbókinni en eftir að hún hrundi nenni ég ekki að standa í svoleiðis. Ég held utanum hlaupin mín sjálf á bloggsíðunni og í exel skjali, bara fyrir mig :) en maraþonin eru alls orðin 151 talsins.

Ég er með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár 


Day after the End of the World Marathon 22.12.2012

Day after the End of the World Marathon
Humble, TX USA  22.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/afterworld.html

The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 391

Ég vissi nákvæmlega hvað beið mín í dag... sama leið og í gær, 4x fram og til baka með krókaleiðum kringum vatnið... Við vöknuðum á sama tíma (kl 5) og fórum á svipuðum tíma af stað um kl 7.

Ég var með tvennan hlaupagalla til að hlaupa í þessa helgi - nema skó.. þeir voru þeir sömu og í gær. Ég hef 4x áður hlaupið 2 maraþon á einni helgi en alltaf verið með tvenna skó.
The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 394Ég var ekki einu sinni með NIKE trail skó sem ég hleyp venjulega í allt árið því ég er með slæmt tábergssig og þarf loftpúða undir tábergið. 

Hlaupið var ræst kl 8 eftir myndatöku hjá Marathon Maniacs og þjóðsöngnum - sem ég kann orðið betur og heyri oftar en þann íslenska.

Fyrst var ég nokkuð brött en síðan varð ég ofboðslega fótsár á hægra táberginu, en það kom ekkert annað til greina en að klára. Veðrið var frábært og lá við að ég sólbrynni á höndunum.
Pizza í miðju maraþoni - The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 397Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum út af sárunum á hægra fæti - glerhart og ójafnt undirlagið hefði getað verið fjötur um fót þegar maður er þreyttur í ofanálag. 

Ég var ein alla leiðina núna - hljóp með Róberti ,,vinkonu" í gær ;D... Hann sagði að Carol Maniac kallaði sig ,,girl friend" af því að hann talaði svo mikið.

The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 401Margir sem hlupu í gær hlupu aftur í dag, því að er rosalega flottur peningur auka fyrir það. Þessi peningur er minni en hefur báðar hliðar stóru peninganna.

Ég var orðin gersamlega uppgefin á táberginu þegar ég kom í mark og komin með upp í kok af Gatorate. Ég fékk mér pizzu sneið og síðan fórum við á hótelið.

Þetta maraþon er nr 151
Garmin mældi það 27,11 mílur... 
og tímann skelfilega langan... 7:10:04      :/ 


End of the World Marathon, Humble Texas 21.12.2012

End of the World Marathon & Half Marathon
Humble, TX USA  21.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/endworld.html 

End of the World Marathon TX 21.12.2012

Þetta er stresslausasta maraþon sem ég hef tekið þátt í. Klukkan hringdi kl 5 en við erum bara 3 mílur frá starti og marki. Eftir að hafa snúist í hringi við þetta venjulega þá keyrðum við af stað rétt fyrir kl 7...  

Þetta maraþon tók aðeins 1000 þátttakendur samtals í heilu og hálfu. Fyrir hlaupið var sameiginleg myndataka Marathon Maniacs og 50 State Marathon Club.

End of the World Marathon TX 21.12.2012

Hitinn var rétt yfir frostmark í byrjun en það hitnaði fljótt og var um 15°c.
Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum, ef ég skyldi detta og rífa upp sárin á fætinum og svo var ég í flíspeysu fyrsta hringinn af fjórum.

Brautin var ójöfn, leyndar kanínuholur, rætur og sig í jarðvegi fyrir utan drullupytti og ,,kviksyndi" og endalausar krókaleiðir í hverjum hring.
End of the World Marathon TX 21.12.2012Á hverri drykkjarstöð var fólk á snakki enda sagði í lýsingu fyrir hlaupið - There´s no need to hurry to the end of the world... hehe.. ég fékk líka nóg af samræðum á leiðinni og margir sem heilsuðu mér og sögðu mér í hvaða maraþonum við höfðum hist. Enginn var í stressi og nóg tekið af myndum :D

Maraþonið mældist alltof langt - enda miðað við Maya-mílur ;) hehe... en medalían er sú glæsilegasta sem ég hef fengið - og á ég safn af hrikalega flottum verðlaunapeningum. 

Þetta er 150. maraþonið mitt
Garmin mældi vegalengdina 27,91 (Maya)-mílur og tímann 6:46:49
Tóm snilld :D


Gögnin sótt í Las Vegas 1.des. 2012

Við sóttum gögnin á Venetian, Sands Expo... og það var nú bara maraþon út af fyrir sig að ganga alla þessa hringi og ganga frá bílastæðahúsinu í expo-ið. Það var stórt og mikið expo og ég skannaði hvort það væri eitthvað spennandi til sölu - hefði keypt pin-merki hlaupsins en það var svo löng röð að ég sleppti því.

Síðan keyrðum við til Lilju og Joe og þar var dekrað við okkur. Maraþonið byrjar kl 3 eh... svo ég þurfti ekki að fara snemma að sofa.

Ég er nr 55527


Haustmaraþon FM 20.10.2012

Haustmaraþon FM 20.10.2012

Ég skráði mig á fimmtudaginn, fékk leyfi til að fara fyrr af stað eins og svo oft áður. Fór því snemma að sofa í gær... en get ekki sagt hvenær ég loksins sofnaði.

Klukkan var stillt á 3:45 og þá sveiflaði maður sér framúr... Eftir frekar stuttan undirbúning var rokið út í bíl og ég hljóp af stað um kl 5... Það var svarta myrkur og hálka á göngustígum eftir kvöldrigninguna.

Haustmaraþon FM 20.10.2012

Það var ekkert annað í boði en að láta sig hafa það - ég er á landinu ;)

Á meðan að myrkrið var, fann ég minna fyrir hálkunni... en ég þarf nú að rannsaka hvaða bæjarfélag ætti að lýsa upp göngustíginn á Ægissíðunni... Hvílíkt myrkur, ég reyndi eins og ég gat að sjá göngustíginn en sá ekki einu sinni fæturna á mér... og óttinn við að detta gerði mig stjarfa... eftir að sólin kom upp og margar -næstum-því-byltur- varð ég að færa mig út fyrir göngustíginn.

Haustmaraþon FM 20.10.2012

Ég þakkaði Guði vel og lengi að komast heil í mark.
Þetta maraþon er nr 148
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 5:37:51 

Það var óvænt ánægja að fá bikar Smile en það er örugglega bara af því að þær eru allar í útlöndum Wink 


Rock N Roll Denver Marathon 22.9.2012

Denver R´N´RRock N Roll Denver Marathon & Half-Marathon, Relay Denver, CO USA22. Sept. 2012.
http://runrocknroll.competitor.com/denver 

 

Maraþonið var ræst kl. 7:15... sem þýddi að ég varð að stilla klukkuna á 4:00. 

Við erum auðvitað á kol-vitlausum tíma hérna, svo það þurfti ekki að berja mig í rúmið milli kl 6 og 7... og ég svaf ágætlega.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við vöknuðum öðru hverju í nótt en gátum bæði sofnað aftur og vorum vöknuð áður en klukkan hringdi. 

Hinn venjulegi undirbúningur tók stuttan tíma, morgunmatur og tær teypaðar, föt, skór, númer og fylgihlutir - allt á sínum stað. Það eina sem var óvenjulegt er að við höfðum ekki farið á staðinn, bílastæðahúsið þar sem okkur var sagt að geyma bílinn.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við hefðum kannski betur gert það - það var 2ja mílna löng ganga á startið... það voru laus stæði á leiðinni, sem hefðu verið í göngufæri frá starti og marki fyrir Lúlla.... En hlaup sem hafa upphafs-og endapunkt í miðju borga, skarta ekki stórum bílaplönum í næsta nágrenni og svo eru allar götur yfirleitt lokaðar í kring.

Ég hitti 3 Maniacs, Bob, Steve og Margaret fyrir hlaup og missti af hópmyndatöku, en hitti síðan einhverja fleiri á leiðinni. 

Bíðari nr 1, beið sem sagt við markið ALLAN tímann... ætti að fá verðlaunapening fyrir það ;) og honum var hætt að lítast á blikuna - ég var svo lengi.

R´N´R Denver CO, 22.9.2012

Maraþonið hafði 6 tíma takmörk og ég var búin að segja Lúlla að ég myndi sennilega nota allan þann tíma. Denver er "the mile high city" sem sagt í 1642 metra hæð yfir sjávarmáli og maður finnur fyrir lofthæðinni á göngu... og svo er það víst staðreynd að ef fólk æfir ekki - þá hefur það ekkert úthald. Ofan á allt var glampandi sól og hitinn 26°c í upphafi og endaði í 32°c 

Þetta maraþon er nr 147 hjá mér, garmurinn varð geðveikur í hlaupinu, mældi ekki fyrstu 4 km... mældi 38,66 km eða frá því er ég skipti yfir í mílur... en hann klikkaði ekki á tímanum 6:24:46 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband