Texas Marathon 1.1.2013

Metal Sawing Technology Texas Marathon
Kingwood, TX USA 1.jan. 2013
http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html

Rottan var dýr hlaupsins, Texas Maraþon 1.1.2013

Klukkan hringdi kl 5 en við vorum vöknuð áður. Fengum okkur morgunmat, ég teypaði tærnar, við pössuðum að fara örugglega með allt með okkur, númerið, úrið, derið, myndavélina og fl. og drifum okkur af stað um hálf 7. Maraþonið er á göngustígum í íbúðarhverfi og bílastæðin eru á götunum í kring. Við vildum vera viss um að fá stæði eins nálægt og hægt var.

MM myndataka, Texas Maraþon 1.1.2013

Steve og Paula vita nákvæmlega hvernig á að gera hlaupara ánægða. Allt í kringum maraþonið var fagmennska fram í fingurgóma og allt ómælt. Auðvitað var hópmyndataka hjá Marathon Manics fyrir hlaupið og fyrir tilviljun stóð ég við hliðina á David Holmen sem ég hitti í Reykjavik 2011.

Texas Maraþon 1.1.2013

Maraþonið var ræst kl 8 en hálfa 15 mín seinna. Hlaupnir voru fjórir hringir, það er að segja að fyrstu tvær og tvær síðustu mílurnar í hringnum voru sama leið en farið kringum vatn áður en maður snéri til baka. Lúlli var aðstoðarmaður í markinu á meðan ég hljóp... Allir voru svo ánægðir að hann þurfti bara að segja: "YES"

Fyrstu þrjár ferðirnar liðu fljótt en í fjórðu ferðinni fannst mér hringurinn í kringum vatnið aldrei ætla að taka enda - þá voru orðnir færri í brautinni og ég farin að ganga á milli. Brautin var annars ágæt, það rigndi aðeins á leiðinni og hafði rignt um nóttina þannig að maður tiplaði framhjá nokkrum pollum og svo gátu laufblöðin verið hál.

Í markinu, Texas Maraþon 1.1.2013

Þegar ég kom í mark fékk ég þann stærsta verðlaunapening sem ég hef á ævinni séð. Hann hefur útlínur USA og útlínur Texas í miðjunni og vegur 1,5 kg. Paula og Steve eru aldrei með flokkaverðlaun - allir eru jafnir og fá allir "dýr" hlaupsins sem var rotta í ár með númeri, ég var nr 185 í mark í heilu.

Texas Marathon er nr 152 í röðinni hjá mér. Fimmta maraþonið sem ég hleyp í Texas... og maraþonið var hlaupið til heiðurs lang-ömmu-krúttinu mínu, Emilíu Líf sem er eins árs í dag.

Garmin mældi leiðina hárrétta eða 26,2 mílur 
og tímann 5:54:46


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn: 5:54:32

Texas Marathon

1/1/13 Svavarsdottir, Bryndis (F56) 5:55:17 189 65 5:54:32

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 13.1.2013 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband