Mississippi Blues Marathon, Jackson MS, 5.1.2013

Mississippi Blues Marathon & Half-Marathon, Relay Jackson, MS USA, 5.jan 2013

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013http://www.msbluesmarathon.com/


Klukkan var stillt á 4:30 en Lúlli var vaknaður áður og kominn á stjá. Lobbýið opnaði ekki fyrr en kl 5:30 svo ég drakk vatn með brauðinu. Veðurspáin var ágæt, spáði frekar "köldu" svo ég var heppin að hafa keypt mér langerma Danskin bol á 6 USD í Walmart. Ég var í honum undir Stolt-bolnum mínum.

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 043,1

Við vorum mætt mátulega snemma fyrir myndatökuna hjá Marathon Maniacs á tröppunum á Old Capitol. Ég hitti marga Maniaca sem ég er FB-vinur en hef ekki hitt persónulega fyrr. 

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 041,1

Klósettröðin var svo löng að ég komst að eina mínútu fyrir þjóðsönginn.
Lúlli sá Steve Boone í miðri þvögunni og við óvirtum þjóðsönginn með því að troða okkur til hans.

Maraþonið var ræst kl 7. Það eina sem ég mundi frá maraþoninu 2009 var hvað göturnar voru slæmar - þær voru ekki skárri núna og ég veit um tvo sem fóru illa á hausinn.

Ég er bara ánægð með mig, var ekki í þjálfun fyrir EITT maraþon og var að fara FJÓRÐA í þessari ferð... og ÞRÍR dagar á milli núna.

Maraþonbrautin var frekar hæðótt - ups and downs... ég gekk oft upp en reyndi að halda dampi niður og á sléttu.

Lúlli hitti mig þegar ég var búin að hlaupa 21,5 mílur og beið svo í markinu eftir mér.
Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 050,1Verðlaunapeningurinn var flottur gítar með gítarnögl hangandi í keðju. 

Ummm hvað það var gott að fá loksins að borða því það var ekki boðið upp á matarbita á leiðinni. 

Þetta maraþon er nr 153 í röðinni.
Garmin mældi það 26,34 mílur og
tímann 5:52:55 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt vefsíðu hlaupsins var flögutíminn: 5:52:56

Mississippi Blues Marathon

1/5/13 Svavarsdottir, Bryndis (F56) 5:52:56 655 240 / 16 F55-59 Hafnarfirdi, HA

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 13.1.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband