Annáll fyrir HLAUP-ÁRIÐ 2012

Guffi - 7. og 8. jan 2012

Ég hef alltaf setið heima og skrifað annál ársins en nú er ég stödd í Texas. Í fyrra náði ég þeim ótrúlega áfanga að hlaupa maraþon í fimmtugasta og síðasta fylkinu og hljóp alls 13 maraþon á því ári.

Í ár fór öll orkan fyrri hluta ársins í að útskrifast úr guðfræðideildinni og einhvernveginn fór allur vindur úr mér eftir það - tveim stórum áföngum var lokið - nú var tími til að halla sér aftur á bak.

Árið byrjaði á því að ég hljóp HÁLFT maraþon í Orlando - HVAÐ ER AÐ GERAST ???... nei, nei ég hljóp GUFFA. Hálft maraþon fyrri daginn og heilt daginn eftir. Það kostar lifur og lungu að taka þátt í Guffa en ég lét mig hafa það til að fagna hinum stóru áföngum.
Verðlaunin 2012Síðan flugum við til Arizona því stefnan þetta árið var að hlaupa nokkur Rock´N´Roll maraþon á sama árinu og fá flott auka-BLING fyrir það.
Í upphafi ársins þorði ég ekki að vonast eftir mörgum, þetta eru svo dýr maraþon og dreifð að það er ómögulegt fyrir mig að hlaupa mörg í ferð - en í árslok eru þau orðin FIMM.

Phoenix Arizona........  15.jan.
Nashville Tennessee.  28.apr.
San Diego.................... 3.júní
Denver....................... 22.sept.
Las Vegas.................... 2.des. 

Heima hljóp ég bæði vor-og haust-maraþonin og í Reykjavík heilt maraþon 16.árið í röð. 

Síðustu fjögur ár hef ég hlaupið 1x tvö maraþon á einni helgi. Ég var skráð í svona samloku í júní þegar ég fór í annað sinn á Reunion hjá Marathon Maniacs en varð að hætta við það.

Double in Texas Dec. 21st and 22nd. 2012

Það var síðan fyrir algeran klíkuskap að ég komst inn í hrikalega spennandi samloku-hlaup... End of the World Marathon  og Day After the End of the World Marathon, 21 og 22.des. en 21.des endaði dagatal Mayanna. Hvor verðlaunapeningur fyrir þessi hlaup er rúmlega hálft kíló og þeir sem hlupu bæði maraþonin fengu gull-auka-pening sem hafði báðar hliðar hinna peninganna.
End of the World Marathon var 150.maraþonið mitt.
Það voru vinir mínir Paula og Steve Boone í 50 States Marathon Club sem héldu maraþonin og kreistu mig inn... og svo vildi til að með stuttum fyrirvara fann Bíðari nr.1 flugfar á viðunnandi verði... og nú bíðum við eftir Texas Maraþoni sem þau halda 1.jan ár hvert.

Samtals hljóp ég 12 maraþon á þessu ári... 
3 heima og 9 í sex ferðum til USA.

Ég hef ekki tekið saman hlaupna kílómetra á árinu. Ég skráði áður hlaupin í hlaupadagbókinni en eftir að hún hrundi nenni ég ekki að standa í svoleiðis. Ég held utanum hlaupin mín sjálf á bloggsíðunni og í exel skjali, bara fyrir mig :) en maraþonin eru alls orðin 151 talsins.

Ég er með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband