Færsluflokkur: MARAÞON
Train 4 Autism Operation Jack Marathon
& Half Marathon Los Angeles, CA USA 26. des 2013
http://operationjack.org/marathon

Við gistum hjá Jonnu í Santa Barbara. Gögnin fyrir þetta litla hlaup voru afhent kl 6 am en fyrra start var kl 6:45. Klukkan var stillt á 3 am og við vorum lögð af stað rétt fyrir kl 4...
Við vorum 2 klst að keyra niður á Dockweiler State Beach, Los Angeles, CA

Ég var nr 115 og fór auðvitað af stað í fyrra starti... ég get ekki sagt að ég hafi æft síðan í október... það kallast ekki æfingar að fara út sjaldnar en 1x í viku.

Með alla mína maraþon reynslu gerði ég samt stór mistök... Ég hljóp í nýrri tegund af skóm. Ég hef hlaupið í nýjum skóm og ekkert mál... Um daginn keypti ég mér nýja skó, fann ekki Nike með innanfótar styrkingu og keypti því Asics... Botninn á þeim er allt of þunnur fyrir tábergssigið mitt. Ég var ekki komin 10 km þegar ég var orðin svo aum að ég var farin að skekkja mig alla til að forðast sársauka.
Við það að skekkja sig allan þá misnotar maður alla aðra vöðva og þá er ekki langt í sinadrætti. Veðrið var dásamlegt, við byrjuðum í 15°c og hlupum meðfram ströndinni, öll leiðin var á steinsteyptum strandstíg í tvöfaldri breidd fyrir hjól.

Þegar leið á hlaupið var hitinn kominn yfir 30°c og ég alveg hætt að reyna að hlaupa... þetta maraþon var mér mjög erfitt og ég hef heitið því að fara ekki svona æfingalaus í maraþon aftur.
Þegar ég átti 4 mílur eftir fór ég framhjá markinu í síðasta sinn og var þá sagt að þeir ætluðu að stoppa hlaupið vegna hita (fáar drykkjarstöðvar), svo ég fór yfir mottuna, skilaði flögunni og fékk pening... en hélt svo áfram á eigin ábyrgð til að klára maraþonið.
Þetta maraþon, sem var hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins Tinnu Sól og farið til heiðurs syninum... er nr 169
Garmin mældi vegalengdina 26,2 mílur eða 42,2 km og tímann 7:19:07
MARAÞON | 27.12.2013 | 18:56 (breytt 24.10.2014 kl. 18:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Space Coast Marathon & Half Marathon Cocoa, FL USA
http://www.spacecoastmarathon.com
Ég svaf ágætlega, klukkan hringdi kl 4 am. Ég hafði áætlað mjög stuttan tíma til að undirbúa mig, því ég ætlaði að taka rútuna frá Best Western hér við hliðina kl 5.
Ég teypaði tærnar, fékk kaffi og morgunverðarpoka í lobby-inu og borðaði þegar ég kom yfir á startið. Það var bara snilld að losna við að finna bílastæði því það var allt mjög þröngt í kringum marksvæðið í gær þegar við fórum þangað að kanna aðstæður.
Veðrið var ágætt, skýjað og svali frá hafinu. Maraþonið var ræst kl 6:30 og hlaupið fram-og-til-baka meðfram ströndinni, fyrst norður en síðan í suður. Seinni lúppan var miklu skemmtilegri.

Ég hengdi mig á Galloway pacer 5:45 sem var skynsamlegt þar sem ég hef ekki æft neitt.
Ég missti síðan af þeim þegar ég fór á klósettið í annað sinn.
Fyrri hluta leiðarinnar drakk ég ekki nóg, fannst ég ekki þurfa þess í svalanum en það var ekki skynsamlegt hjá mér því ég varð allt í einu svo þyrst að ég þambaði heilu glösin.

Berghildur og Edda komu á marksvæðið kl 9:30 með rútu sem var að skila hlaupurum aftur á Cocoa Beach og þær biðu eftir mér þar sem ég kom inn á marksvæðið, urðu svo að hlaupa að markinu til að ná markmynd og þar fengu þær bæði pening og handklæði fyrir
Þetta maraþon er nr. 168
Garmin mældi vegalengdina 26,35 mílur og tímann 6:07:??
Ég er mjög sátt við þetta allt og gaman að hafa systurnar með
MARAÞON | 1.12.2013 | 21:25 (breytt 22.12.2013 kl. 14:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við keyrðum frá Orlando fyrr um daginn en það voru síðan 20 mílur frá hótelinu á Cocoa Beach að Kennedy Space Center á Canaveral höfða. Við vorum mjög heppnar með bílastæði... því himinn lak öðru hverju.
Ég er með keppnisnúmerið 4567 flott númer. Það er virkileg upplifun að skoða stöðina og flottir verðlaunapeningarnir sem verða næstu 5 ár.
Við tókum helling af myndum og drifum okkur svo aftur á hótelið, keyptum morgunmat og fengum okkur kvöldmat.
Nú er bara að reyna að fara snemma að sofa :P
MARAÞON | 1.12.2013 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
United Healthcare Breakers Marathon,
Newport, RI USA
http://www.uhcmarathon.com
ÉG ætlaði að sofa á mínu græna og sleppa þessu maraþoni... EN ég glaðvaknaði kl 4:30 í nótt. Fór upp í aftur og reyndi að sofna... sagði NEI, NEI ég ætla ekki... en mér leið ágætlega, svo ég byrjaði að klæða mig, tautandi "ég trúi því ekki að ég ætli að fara"

Í stuttu máli sagt... var ég með fyrstu mönnum á staðinn þar sem heila maraþonið átti að leggja bílunum og fara í rútu. Ég átti nefnilega eftir að sækja númerið mitt.
Ég var alltof snemma í því en gat sest niður í 1 klst. Fljótlega dreif að fólk og ég fór að heyra sögurnar frá Hartford og aðal spurningin var: fékkst þú verðlaunapening ?... og fljótlega var fundið út að verðlauna peningarnir höfðu klárast löngu áður en 4 tímar voru liðnir.

Ég missti af hópmyndatökunni í gær en náði henni í dag... heppin, því ég er ekki með ljósmyndarann minn með mér í þetta sinn. Maraþonið var ræst kl 8 á Easton´s Beach.
Fyrri helmingur hlaupsins var mjög fallegur og hér eiga víst að vera stærstu hallir í Ameríku...síðan hlupum við í gegnum markið og seinni helmingurinn var "út í sveit" sem sagt - ekki eins skemmtilegir fram-og-til-baka leggir. Þann hluta hljóp ég með Melanie sem hljóp líka í Hartford í gær. Við hlupum eftir 1-1 kerfi (Galloway)
http://beta.active.com/running/articles/run-walk-run-to-faster-times-faster-recovery
Ég reyndi að hlaupa rólega og afslappað... og maginn var til friðs alla leiðina. Þökk sé Guði :)
Þetta maraþon er nr 167, garmurinn mældi það 42,84 km og tímann 6:27:51
MARAÞON | 13.10.2013 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ING Hartford Marathon Hartford, CT USA
http://www.inghartfordmarathon.com
Klukkan var stillt á 5:00 vegna þess að það voru bara 10 mín. á startið. En ég svaf eiginlega ekkert um nóttina þó ég færi snemma uppí. Ég var með magakveisu og sat á klósettinu mest alla nóttina. Þegar klukkan hringdi var maginn galtómur... Nú voru góð ráð dýr því það er mjög erfitt að ætla maraþon svona í maganum. En ég seldi mér þá hugmynd að komast einhvernveginn í gegnum það.
Ég tékkaði mig út og fór að stað fyrir 7 og fékk stæði á ágætis stað. Hefði kannski átt að hugsa betur um staðsetninguna gagnvart markinu en ekki startinu þá hefði ég verið fljótari og farið styttri leið að bílnum eftir hlaupið.

Hlaupið var ræst kl 8 og í upphafi var kalt. Það hitnaði fljótlega og sólin skein allan tímann. Ég passaði mig að smitast ekki að þeim sem voru hraðari og tókst að halda maganum góðum fyrstu 7-8 mílurnar. Þá byrjaði ballið - það er að eftir það átti ég stefnumót við klósettin á leiðinni og varð að ganga.
það þýddi ekkert að reyna að hlaupa - og stundum varð ég að hæga á göngunni. Ég ætlaði ekki að lenda í þrumu-skoti á leiðinni og ég ætlaði að klára. Þetta var orðið skelfilega erfitt í lokin og ekki gerlegt að fara annað á morgun.

Þegar ég kom í markið - og ekki síðust... voru verðlaunapeningarnir búnir, svo ég fæ minn sendan í pósti... ég fór strax að bílnum og keyrði til Rhode Island þar sem ég á pantað næsta hótel og maraþon. Alla leiðina gældi ég við að sækja gögnin til vonar og vara og sjá til hvort ég kæmist á morgun... EN ÞAÐ ER BARA BULL að ætla það... Það er ákveðið - ég sleppi því.
Ing Hartford maraþon er nr 166 og 26. fylkið í hring nr tvö
Garmurinn mældi vegalengdina 42,86 km og tímann 6:51:??
MARAÞON | 13.10.2013 | 00:39 (breytt kl. 22:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Ég var frekar sein í Exp-ið því ég var í "shopping-stuði" náði næstum að klára listann minn....
Á leiðinni niður stigann í expo-ið mætti ég Steve Boone í stiganum og hann beið eftir mér á meðan ég hentist inn að sækja númerið og bolinn og ég fór út aftur til að vera samferða honum á REUNION hjá 50 States Marathon Club.

Það kom mér á óvart að hann og Paula kölluðu mig fram... það er hefð að mynda þá sem hafa "Finished the States" næst þegar þeir mæta á reunion. Þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti. Ég þekkti helling af fólki og ég varð að vera með smá ræðu og tala eitthvað á íslensku :)
MARAÞON | 11.10.2013 | 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
http://mainlymarathons.com/center_series

Síðasta maraþonið í þessari seríu. Öll hlaupin hafa verið nálægt litlum bæjum þar sem var aðeins lámarks þjónusta. Við vorum í menningu og verslunum í gær í Rapit City og nutum okkar :) en hér í Chadron er fátt um fína drætti.
Ég og önnur kona gátum grátið út í gær að fá morgunmatinn kl 5 í morgun og þess vegna var klukkan stillt á 4:30. Ég svaf ágætlega eftir búðar-maraþonið í gær. Tærnar voru teipaðar og reynt að búa um blöðruna á hælnum. Morgunmaturinn var fjörlegur, maður fékk að heyra hverjir slepptu gærdeginum og hverjir hættu í miðju hlaupi.
Hlaupið var ræst kl 6:30 eins og öll hin... nú í Chadron State Park. Við höfum hlaupið fram og til baka til þessa en nú fengum við hring (12 hringi)... hluti leiðarinnar var trail en svo komu 4 brekkur :/
Þegar hlaupið var ræst skakk-lappaðist liðið af stað, margir sárir en nokkrir ferskir því það var hægt að skrá sig á staðnum. Það var kalt í upphafi um 2°c en fljótlega hlýnaði og hitinn fór í 25°c

Ég hafði voðalega litla lyst, borðaði vatnsmelónur á drykkjarstöðinni og tók með mér snakk til að fá salt... svo drakk ég kók og bruddi klaka. Við gengum mörg saman og sumir fóru öfugan hring til að mæta fólki. Ég sá einhverja heltast úr og hélt um tíma að ég fengi "The Caboose" sem er síðasti lestarvagninn, en það var einhver á eftir mér. Lúlli lauk þessu síðasta maraþoni með mér.
Þetta maraþon var nr 165
Garmin mældi tímann rúma 8 tíma og vegalengdina 42,66 km
MARAÞON | 21.9.2013 | 01:58 (breytt 22.9.2013 kl. 01:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/center_series

Mér fannst ég sofa lítið betur í nótt en síðustu nótt... var amk alltaf að hrökkva upp, við þrumur og eldingar, beljandi regn, umferð úti eða á ganginum inni. Klukkan var stillt á 4:10 og við vorum komin á sjá áður.
Það átti að vera erfiðast að finna þetta start svo Lúlli fékk hnitin sett inn í Garmin. Ég var svo þreytt og líka með blöðru á hælnum, svo ég ákvað fyrirfram að ganga allt maraþonið.

Við keyrðum yfir í Wyoming og þar var hlaupið eftir malavegi... 12 leggir eins og áður. Fyrstu 2 leggirnir voru farnir í frekar köldu veðri, síðan fór hitinn upp í 30°c, næstsíðasta legginn hrönnuðust upp ský og komu nokkrir dropar og síðasta legginn var svo mikið skýfall, kalt og hart að ég hélt fyrst að þetta væri hagl. Á augabragði varð ég holdvot og skítkalt frá toppi til táar.
Þegar ég kom í markið var ég gjörsamlega búin að fá nóg. Síðustu leggina hafði ég ekki haft lyst á neinu sem var í boði á drykkjarstöðinni - auðvitað gengur það ekki. Svo var ég alveg búin að gleyma að það er allt annað að vera í svona mikilli lofthæð 3 maraþon í röð.
Þetta maraþon var þriðja í röðinni af 5 í Center of The Nation seríunni og ég er skráð í öll en ég ætla að hvíla á morgun, ss sleppa MT í þetta sinn og taka það með ID seinna.
Tíminn var skelfing, nærri 9 tímar og Garmin mældi þetta 42,8 km.
Þetta maraþon er nr 164
MARAÞON | 19.9.2013 | 02:14 (breytt kl. 02:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/center_series

ÞETTA MARAÞON VAR ERFITT.
Startið var í garði við þessa götu. Það var óþarfi að vakna "eld"-snemma. Klukkan var því stillt á 4:30... en mér varð ekki svefnsamt, ég held ég hafi örugglega gleymt mér öðru hverju en mér fannst ég ekki sofa neitt.
Við vorum mætt á startið á réttum tíma. Á þessum bletti er nákvæmlega miðpunktur Ameríku, og sjálfsögðu tókum við myndir af okkur á þeim bletti og þær fara á facebook.

Eins og í gær voru 12 leggir fyrir heilt og 6 fyrir hálft. Það var ekki jafn auðvelt og í gær og margar ástæður fyrir því. Stærsta ástæðan var hitinn. Fljótlega hitnaði verulega og eftir 2 tíma var götuhitinn kominn í 35°c og síðan 37°c þegar ég kláraði.
Eftir tvo tímana voru það aðeins þeir hörðustu sem hlupu eitthvað að ráði - hinir voru farnir að ganga meira en skokka. Við vorum á steinsteyptri stétt allan tímann og hún var frekar mjó fyrir þennan fjölda.

Ég hef sjaldan verið eins fegin að klára hlaup, var komin með stóra blöðru á hælinn og svakalega þreytt í bakinu af því að ganga svona mikið.
Tíminn er ekki glæsilegur... yfir 7 klst og ég var ekki síðust.
Garmin mældi leiðina 42,7 km... of langt eins og í gær.
Þetta maraþon er nr 163
MARAÞON | 17.9.2013 | 23:44 (breytt kl. 23:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við fórum snemma að sofa enda þreytt eftir langar keyrslur. Klukkan var stillt á 4:00. Við borðuðum og dunduðum okkur hin rólegustu því ég hélt að startið væri "rétt hjá" golfvellinum...
Þess vegna lögðum við alltof seint af stað. Þegar enginn var þar og Lúlli var sannfærður um að við ættum ekki að keyra suður eftir þessum ófærum - þá snérum við við og náðum í leiðbeiningarnar.

Mikið rétt - það var 21 míla á startið - en það er auðvitað "rétt hjá" í Ameríku. Ég var viss um að ég myndi missa af startinu, enda orðin allt of sein - en hópurinn var að fara af stað þegar við lögðum bílnum.
Leggurinn sem við áttum að hlaupa var rúm míla að lengd, rúmar 2 fram og til baka - 12 ferðir. Í hvert sinn sem ég kom á startið fékk ég teygju um úlnliðinn. Tímataka var ónákvæm - engar mottur.
Vegurinn var frekar grófur með einni frekar langri brekku og ég bjóst við að verða leið en það var ekki því við vorum svo mörg að enginn var einn á ferð.
Það var skítkalt í upphafi og vindur - loksins var ég ekki of mikið klædd... en síðan hitnaði, held að hitinn hafi farið í 30°c en með sólinni hvessti enn meira svo hitinn fannst varla.

Ég er sátt við minn tíma sem Garmin mældi slétta 6 tíma og vegalengdina 42,8 km
Þetta maraþon er nr 162
Eftir maraþonið keyrðum við 120 mílur suður til Belle Fourche SD, þar sem hlaup nr 2 verður kl 6:30 í fyrramálið.
MARAÞON | 16.9.2013 | 23:06 (breytt kl. 23:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)