ING Hartford Marathon CT, 12.10.2013

ING Hartford Marathon Hartford, CT USA
http://www.inghartfordmarathon.com

Klukkan var stillt á 5:00 vegna þess að það voru bara 10 mín. á startið. En ég svaf eiginlega ekkert um nóttina þó ég færi snemma uppí. Ég var með magakveisu og sat á klósettinu mest alla nóttina. Þegar klukkan hringdi var maginn galtómur... Nú voru góð ráð dýr því það er mjög erfitt að ætla maraþon svona í maganum. En ég seldi mér þá hugmynd að komast einhvernveginn í gegnum það.

Ég tékkaði mig út og fór að stað fyrir 7 og fékk stæði á ágætis stað. Hefði kannski átt að hugsa betur um staðsetninguna gagnvart markinu en ekki startinu þá hefði ég verið fljótari og farið styttri leið að bílnum eftir hlaupið.

Gögn í Hartford CT 532,1

Hlaupið var ræst kl 8 og í upphafi var kalt. Það hitnaði fljótlega og sólin skein allan tímann. Ég passaði mig að smitast ekki að þeim sem voru hraðari og tókst að halda maganum góðum fyrstu 7-8 mílurnar. Þá byrjaði ballið - það er að eftir það átti ég stefnumót við klósettin á leiðinni og varð að ganga.

það þýddi ekkert að reyna að hlaupa - og stundum varð ég að hæga á göngunni.  Ég ætlaði ekki að lenda í þrumu-skoti á leiðinni og ég ætlaði að klára. Þetta var orðið skelfilega erfitt í lokin og ekki gerlegt að fara annað á morgun.

Hartford CT 12.10.2013

Þegar ég kom í markið - og ekki síðust... voru verðlaunapeningarnir búnir, svo ég fæ minn sendan í pósti... ég fór strax að bílnum og keyrði til Rhode Island þar sem ég á pantað næsta hótel og maraþon. Alla leiðina gældi ég við að sækja gögnin til vonar og vara og sjá til hvort ég kæmist á morgun... EN ÞAÐ ER BARA BULL að ætla það... Það er ákveðið - ég sleppi því.

Ing Hartford maraþon er nr 166 og 26. fylkið í hring nr tvö
Garmurinn mældi vegalengdina 42,86 km og tímann 6:51:??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband