Space Coast Marathon 1.12.2013 Cocoa Village Florida

Dagur 4, Space Coast Marathon 002,1

Space Coast Marathon & Half Marathon Cocoa, FL USA
http://www.spacecoastmarathon.com

Ég svaf ágætlega, klukkan hringdi kl 4 am. Ég hafði áætlað mjög stuttan tíma til að undirbúa mig, því ég ætlaði að taka rútuna frá Best Western hér við hliðina kl 5.

Ég teypaði tærnar, fékk kaffi og morgunverðarpoka í lobby-inu og borðaði þegar ég kom yfir á startið. Það var bara snilld að losna við að finna bílastæði því það var allt mjög þröngt í kringum marksvæðið í gær þegar við fórum þangað að kanna aðstæður. 

Veðrið var ágætt, skýjað og svali frá hafinu. Maraþonið var ræst kl 6:30 og hlaupið fram-og-til-baka meðfram ströndinni, fyrst norður en síðan í suður. Seinni lúppan var miklu skemmtilegri.

Dagur 5, Space Coast Marathon 005

Ég hengdi mig á Galloway pacer 5:45 sem var skynsamlegt þar sem ég hef ekki æft neitt.
Ég missti síðan af þeim þegar ég fór á klósettið í annað sinn.

Fyrri hluta leiðarinnar drakk ég ekki nóg, fannst ég ekki þurfa þess í svalanum en það var ekki skynsamlegt hjá mér því ég varð allt í einu svo þyrst að ég þambaði heilu glösin.

Dagur 5, Space Coast Marathon 006

Berghildur og Edda komu á marksvæðið kl 9:30 með rútu sem var að skila hlaupurum aftur á Cocoa Beach og þær biðu eftir mér þar sem ég kom inn á marksvæðið, urðu svo að hlaupa að markinu til að ná markmynd og þar fengu þær bæði pening og handklæði fyrir W00t 

Þetta maraþon er nr. 168
Garmin mældi vegalengdina 26,35 mílur og tímann 6:07:?? 
Ég er mjög sátt við þetta allt og gaman að hafa systurnar með Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins þá er tíminn 6:07:14

Bryndis Svavarsdottir

(F57)6:10:40 1408,733/39, F55-59, 6:07:14, Hafnarfirdi

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.12.2013 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband