Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Veðrið var of gott til að sleppa þessu... ég dreif mig út fh, enda skein sólin, það var mátulega hlýtt og gola...
Í fyrstu var ég fislétt á mér en fljótlega var eins og það hefði verið hent á mig lóðum... ég skrölti þó Hrafnistuhringinn... ánægð með mig þegar ég kom heim að hafa látið mig hafa það og ekki freistast til að stytta hringinn.
Þetta var fyrsta æfingin eftir síðustu maraþon... ég hef ekki hlaupið hér heima, nema Reykjavíkurmaraþon, síðan 4. ágúst þegar ég hljóp með Soffíu.
Íþróttir | 30.8.2009 | 14:28 (breytt kl. 14:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór alltof seint í rúmið, kl var að verða 12. Þá tók við vökunótt með lokuð augu... undarlegt stig af ,,hvíld" Þegar klukkan hringdi kl 6 þá langaði mig ekki framúr... var dauðþreytt.
Morgunmaturinn var diskur af Seríosi, hrökkbrauð og kaffi. Við áætluðum hálftíma í keyrslu, bílastæðamál og koma sér að startinu... svo verður að reikna með ,,síðasta pissi"
Maraþonið var ræst kl 8:40... mjög undarlegur tími. Heila og hálfa ræst samtímis. Ég fór aðeins of hratt af stað en það kom ekki að sök. Ég þurfti tvisvar að fara á klósettið á leiðinni og í annað skiptið kostaði það mig 3 mínútur í röð.
Eftir fyrri klósettferðina (við 5 km. á nesinu) stilltist tempóið hjá mér í mótvindinum... kuldi og mótvindur er það eina sem fær mig til að hlaupa afslappað... og ég náði að halda hraðanum að mestu alla leiðina.
Ég hljóp erfið maraþon síðustu 2 helgar, svo þetta var 3ja maraþonið á 2 vikum... en í dag flaug þetta áfram, ég fann ekki fyrir þreytunni og svefnleysinu.
Bíðari nr 1 stóð sig vel, þó hann gæti ekki hjólað með mér síðustu km... hann mætti með ,,alvöru" orkudrykk við 32. km, við 35 km og svo við 38 km.
Það rigndi og hvessti aðeins of mikið í lokin en í mark komst ég hæstánægð með tímann 4:55:21 á mína klukku en ég átti eitthvað í vandræðum með klukkuna í byrjun.
Íþróttir | 22.8.2009 | 17:40 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við renndum inneftir og sóttum gögnin um kl 4.
Bíðari nr 1 gleymdi myndavélinni en það gerir ekkert til. Við fengum okkur pasta, salat og brauð. Það var þónokkur mannfjöldi á staðnum og nóg að gera í sölubásum. Ég keypti mér orkupulsur...
Síðan er bara að hvílast eitthvað, hlaupið er ræst kl 8:40 á morgun... skrítinn tími
Íþróttir | 21.8.2009 | 19:53 (breytt kl. 19:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fallsburg Marathon and Half Marathon & half marathon and 5k, Lowell, MI USA, 15.ágúst 2009
http://www.fallsburghalf.8k.com
Það var ekkert smá vesen að finna hvar startið væri í gær, en hafðist að lokum... það var ekkert expo.
Ég svaf ekkert sérstaklega vel í nótt, það var partý í næsta herbergi til 6 um morguninn.
Klukkan var stillt á 4:45 svo ég hefði rúma 2 tíma áður en við tékkuðum okkur út kl 7.
Við vorum uþb 30 mín að keyra til Lowell. Ég var á sér samningi, fékk að borga mig inn á hlaupadegi.
Ég hafði enga hugmynd hvað ég væri búin að koma mér útí... lýsingin var skrautleg... The EXTREME TOUGHNESS of Fallsburg's and BRUTAL 2nd Half of the Race.
Hlaupið var ræst kl 8 og þá var hitinn um 17-20°c en hækkaði fljótlega í 28°c og þegar ég kom í mark var hitinn 32°c... götuhitinn var hreinasta steik... loftrakinn mikill.
Ég hljóp í gegnum markið eftir hálft maraþon... skelfing... fyrri helm var mjög erfiður og líka skelfilega leiðinlegur. Seinni helmingurinn var ENN erfiðari... hvílíkar brekkur, hvílík leið, hvílíkur hiti... besta lýsingin á leiðinni er fjallahlutinn af Laugaveginum með sandi, möl og drullu. Og mestan hluta trail-hlutans átti ég fullt í fangi með að varast trjárætur, stein-nibbur og fleira sem stóð upp úr jörðinni... svo var ég útbitin, miklu meira en síðasta hlaupi.
ALDREI AFTUR fjalla-brekku-trail-maraþon... punktur.
Þetta er LANG-ERFIÐASTA maraþon sem ég hef hlaupið... sama sögðu allir sem komu í mark. Það var aldrei þurr þráður á mér og ég var aldrei svona drullug eftir Laugaveginn. Venjulega tekur það mig 1-2 mínútur í mesta lagi, eftir maraþon að jafna mig... en ég var enn móð eftir korter.
Mér datt ekki í hug að ég fengi pening... það voru 118 skráði í heilt og fyrstu 100 áttu að fá pening. Þegar ég var búin að fá minn voru 5 stk. eftir. Ég fékk hettupeysu, bol, baðhandklæði og jakka, allt merkt hlaupinu.
Ég nánast skreið í mark á tímanum 6:28:24 og maraþonið mældist 41,2 km þó gps-ið dytti oft út...
Fallsburg Marathon er 113. maraþonið mitt
Michigan er 41. fylkið mitt - 9 fylki eftir.
Íþróttir | 16.8.2009 | 11:46 (breytt 17.8.2009 kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við erum í Grand Rapids MI... og ég hleyp í Lowell, næsta bæ, á morgun. Þetta er mjög lítið maraþon og ekkert expo. Ég á bara að fá númerið í fyrramálið fyrir start.
Þetta verður eitthvað skrautlegt... svona er lýsingin fyrir maraþonið... Fallsburg Marathon...
COURSE DESCRIPTION-Downhill on the downhills and uphill on the uphills with a little bit of flat thrown in for good measure.
You have better be in shape if your going to tackle this one...this race is not for beginners. But if your up for a challenge, looking for a GREAT workout, or are just One Tough Old Fart...then this is the Race for YOU!
This course will have it all...beautiful country roads, gravel roads, scenic trails, North Country Trails, ups...and I do mean UPS...and downs.We advise that you carry a water bottle. We are aiming for aid stations every three miles to six miles...depending upon how many race voluntees we get. All races start at 8 a.m.
The course will be challenging but it will also be one of the most beautiful and rewarding marathons that you will ever experience in the Mid West! Good Luck and we will see you on Race Day.
Það er ótrúlegt hvað ég er seig að finna þessi erfiðustu hér í Ameríkunni...
Íþróttir | 14.8.2009 | 14:16 (breytt 16.8.2009 kl. 02:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er útbitin eftir kvikindin sem áttu heima í skóginum... Með kláða þykkildi... Einu sinni réðust kvikindin alltaf á Lúlla en nú er ég æ oftar tekin sem matarbiti... snakk á ferð um skóginn.
Ég fann fyrir stungunum á hlaupunum, sumar flugurnar drukknuðu í svitanum eða límdust við mig... það var aldrei þurr þráður á mér... og allan tímann var ég með svartar flygslur á mér, sem leystust upp þegar ég snerti þær... ég hef enga skýringu á hvað þetta var ??? olía ???
Íþróttir | 10.8.2009 | 23:08 (breytt kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Drake Well Marathon & Half Marathon, Kids Fun Run, Titusville, PA USA 9.ágúst 2009
http://www.drakewellmarathon.com
Ég svaf eins og engill... hef varla sofið betur fyrir hlaup. Ég stillti klukkuna á 3:45 og við tékkuðum okkur út rétt fyrir kl 6. Við vorum búin að taka tímann á leiðinni til Títusville, ca 30 mín.
það var smá kaos við bílastæðið, þar sem enginn vissi nákvæmlega hvar átti að byrja... en það reddaðist í tíma... þetta hlaup er frumraun hjá þeim og við erum tilraunadýrin. Einu sinni áður hefur verið hlaupið maraþon hérna (2006) en það voru 5 1/2 hringur einhversstaðar í bænum.
Drake Well Marathonið er haldið á 150 ára afmælisári olíufundar sem var upphafið að olíuævintýri USA. (27.ág. 1859)
Í leiðarlýsingu segir að það séu 2 brekkur á fyrstu 8 mílunum... það er spurning hvað telst brekka, hlaupararnir voru að tala sín á milli að réttari lýsing væri - 2 fjöll á fyrstu 8 mílunum, brekkur eftir það -
Þetta er slóðin fyrir leiðarkort og hæðarkort
http://www.drakewellmarathon.com/?page_id=8
Við startið var hitinn 70°F og 80°F þegar ég kom í mark...
Loftrakinn var á mörkunum að vera rigningarúði...
Leiðin var ágætt á sinn hátt, 42,2 km eru alltaf 42,2 km... en ég er orðin svolítið þreytt á að verða að velja maraþon eftir dagsetningum, en ekki eftir því hvort þau eru stór eða skemmtileg. Ég hef verið að taka mörg erfið maraþon undanfarið til þess að ná nýjum fylkjum.
Mér fannst maraþonið í dag vera erfitt, brekkur, blautar og hálar götur og drulluvegir... fyrir utan hitann og loftrakann.
Maraþonið mældist 32,8 km hjá mér vegna þess að úrið var alltaf að detta úr á milli hárra trjánna, en ég geri ráð fyrir að það hafi verið rétt mælt 42,2 km... og ég þakka Guði fyrir að hafa ekki verið lengur með það... 5:32:31
Maraþonið var nr 112
Pennsylvania er 40. fylkið mitt - 10 eftir.
Íþróttir | 9.8.2009 | 22:29 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við vorum hálftíma að renna eftir sveitaveginum yfir til Títusville. Þetta er enn minni bær en við erum í... en þau hafa Walmart... Við dingluðum okkur eitthvað og hófum síðan leitina að expo-inu og startinu. Það tók langan tíma vegna þess að þeir gáfu ekki upp eiginleg heimilisföng. Síðar hittum við fleiri sem voru í sömu vandræðum og við.
Gögnin voru afhent á milli 4 og 7 í dag... þetta er frumraun hjá liðinu... það var hér maraþon 2006 en þetta er fyrsta Drake Well Marathon-ið.
Expo-ið var bara númera og bola afhending og þeir gáfu tásu-sokka.
Það var ein sportbúð í Títusville en hún var lokuð... sama í Franklin... svo ég fæ hvergi orkupulsur fyrir morgundaginn. Það verður bara að hafa það.
Þá er bara að fara snemma að sofa, við verðum að tékka okkur út hér í Franklín fyrir hlaup og startið er kl 7 í fyrramálið.
Íþróttir | 8.8.2009 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var í Reykjavík þegar Soffía hringdi... tilbúin að hlaupa. Ég hljóp að heiman og við hittumst við Lækjarskóla rétt fyrir kl. 5... Hugsa sér, ég hafði haldið að það væri kaldara en undanfarið, en nei... eftir smástund vorum við komnar úr peysunum. Við hlupum Áslandshringinn... og ég skilaði Soffíu heim eftir klst. og hljóp heim aftur og mældist þetta 12,8 km.
Íþróttir | 4.8.2009 | 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á virkilega erfitt með að koma mér út úr dyrunum þegar sólin steikir pallinn hjá mér... það var þrekvirki að koma sér fyrir hornið á pallinum
Ég ákvað að breyta til í dag, hljóp niður í bæ - hefðbundna leið að Lækjarskóla, þaðan upp í Setberg, gegnum Setbergið upp að Hvaleyrarvatni, niður Krísuvíkurveginn og heim...
Þetta var ,,upp og niður" kafli með bundnu og óbundnu slitlagi... brekkum og alles... virkilega gott að koma heim aftur. Hringurinn mældist 12,5 km - sama og Hrafnistan mín kæra... en nýr hringur virkar alltaf öðruvísi á mig... mér fannst hann lengri
Nú verður bara lítið létt næstu daga... enda maraþon næstu 3 helgar hjá mér.
Íþróttir | 1.8.2009 | 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)