Drake Well Marathon, Titusville PA

Drake Well Marathon & Half Marathon, Kids Fun Run, Titusville, PA USA 9.ágúst 2009
http://www.drakewellmarathon.com

Start - Drake Well Marathon 9.8.2009Ég svaf eins og engill... hef varla sofið betur fyrir hlaup. Ég stillti klukkuna á 3:45 og við tékkuðum okkur út rétt fyrir kl 6. Við vorum búin að taka tímann á leiðinni til Títusville, ca 30 mín.
það var smá kaos við bílastæðið, þar sem enginn vissi nákvæmlega hvar átti að byrja... en það reddaðist í tíma... þetta hlaup er frumraun hjá þeim og við erum tilraunadýrin. Einu sinni áður hefur verið hlaupið maraþon hérna (2006) en það voru 5 1/2 hringur einhversstaðar í bænum.

Drake Well Marathon 9.8.2009Drake Well Marathonið er haldið á 150 ára afmælisári olíufundar sem var upphafið að olíuævintýri USA. (27.ág. 1859)

Í leiðarlýsingu segir að það séu 2 brekkur á fyrstu 8 mílunum... það er spurning hvað telst brekka, hlaupararnir voru að tala sín á milli að réttari lýsing væri - 2 fjöll á fyrstu 8 mílunum, brekkur eftir það -
Þetta er slóðin fyrir leiðarkort og hæðarkort
http://www.drakewellmarathon.com/?page_id=8 

Við startið var hitinn 70°F og 80°F þegar ég kom í mark...
Loftrakinn var á mörkunum að vera rigningarúði...

Mark - Drake Well Marathon 9.8.2009Leiðin var ágætt á sinn hátt, 42,2 km eru alltaf 42,2 km... en ég er orðin svolítið þreytt á að verða að velja maraþon eftir dagsetningum, en ekki eftir því hvort þau eru stór eða skemmtileg. Ég hef verið að taka mörg erfið maraþon undanfarið til þess að ná nýjum fylkjum. 
Mér fannst maraþonið í dag vera erfitt, brekkur, blautar og hálar götur og drulluvegir... fyrir utan hitann og loftrakann. 

Maraþonið mældist 32,8 km hjá mér vegna þess að úrið var alltaf að detta úr á milli hárra trjánna, en ég geri ráð fyrir að það hafi verið rétt mælt 42,2 km... og ég þakka Guði fyrir að hafa ekki verið lengur með það... 5:32:31 

Maraþonið var nr 112
Pennsylvania er 40. fylkið mitt - 10 eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn minn 5:32:32... það var ekki motta í startinu heldur aðeins í markinu.

84   105    5  Bryndis Svavarsdottir, 52*               5:32:32

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 10.8.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband