P.F. Chang´s Rock´N´Roll Marathon, Phoenix Arizona, 13.jan.2008


á leið í rútuna, á startiðSælar Byltur,

Sunnudaginn 13.jan. steinlá eitt maraþonið enn, nr. 82
Eins og sést hefur á blogginu, hef ég ekkert æft í nærri 4 mán og þess vegna var ég búin að afskrifa þetta hlaup.  
En vegna þess að ég skráði mig í hlaupið um mitt síðasta sumar og ferðin var keypt og miðuð við hlaupið, stílað upp á að skila bílaleigubílnum í Phoenix og fljúga heim þaðan, þá vorum við á staðnum.   

Freistingin var mikil því músik-maraþonin eru svo skemmtileg hlaup. 
komin í markÉg hljóp þetta hlaup þegar það var í fyrsta sinn og var þá búin að hlaupa Grand Canyon.... þannig að fylkið er afgreitt fyrir löngu. 

Hvað um það.... ég ákvað það bara nokkrum dögum fyrir hlaupið að láta mig hafa það.  Ganga það í kraftgöngu upp á að hætta ef ég versnaði í hásininni....
en það gekk svo glimrandi vel að ég kláraði á 6:34:53 og finnst mér það ágætt, því eina hreyfingin sem ég hef fengið undanfarið en út í bíl og inn í búð, fyrir utan smá skokk á ströndinni í Redondo.

Mission accomplished - ég er komin heim  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og velkomin heim,

Var að senda þér póst og spyrja hvenær þú kæmir heim. Til hamingju með maraþonið og vona að ég sjái þig og sem flestar á fimmtudaginn til að fara áslandið.

 Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:56

2 identicon

velkomin  heim Bryndís  .

              og til hamingju   með nýjasta maraþonið  þetta var   , frábært   hjá þér

                   betri tími   en hjá mér, en ég kalla þig   góða   að þora  ,engin æfing.

                            sjáumst hressar  , ég hef ekkert hlaupið   , eiginlega   síðan í október.

                                                                                 kveðja    Soffía.

soffia (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:18

3 identicon

Hæ Bryndís og innilega til hamingju. 

Nú er ég í sólinni í Orlando, búin að hlaupa 3 sinnum u.þ.b. 6 km og er á leið út að hlaupa núna. Kem heim 30 janúar og stefni á að hlaupa með ykkur sem fyrst.

Kveðja, Þórdís

Þórdís (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband