Byrjuð að æfa aftur

Smile

Ég var búin að lofa að ég myndi byrja að æfa í þessari viku og ég stóð við það, hef mætt í æfingasal Sundlaugar Garðabæjar tvisvar í þessari viku. 
Það er mjög þægilegt fyrir mig að koma þar við á leiðinni heim á þriðju-og fimmtudögum því þá er ég í skólanum frá 10-11:30.
Á þriðjudaginn þegar ég mætti, var ég eins og algjör byrjandi, gleymdi bæði handklæði og sundbol, enda var ég löngu hætt að stunda sundlaugina. 
Þetta var samt lán í óláni, og verður regla amk fyrst um sinn, svo maðurinn geti fengið bílinn..... og svo auðvitað vegna þess að ég myndi aldrei koma mér upp úr heitu pottunum. 

En ég er komin í programmmmmmmmm......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Bryndís að vera byrjuð að æfa aftur. Það er ekki síst gott fyrir sálina. En ég auglýsi hér með eftir Byltum til að hlaupa með. Ingileif skellti sér aftur í skóla svo ég er eins og Palli einn í heiminum. Ég ætla að fara á laugardaginn "langt" eða í Garðabæinn kl. 10:00 eða 11:00 og ef það er einhver Bylta þarna úti sem vill vera memm þá láti hún í sér heyra.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 17:17

2 identicon

Takk, alltaf gott að fá hughreystingu.

Gott hjá þér að ætla langt á laugardag, en á ekki að vera svo kalt ? þá er best að fara extra hægt til að anda ekki of ört svona köldu lofti ofan í lungu. 
Einu sinni ,,frysti" ég á mér lungun í FH-hlaupi og gat ekki andað djúpt í 3-4 vikur á eftir. 
Borgar sig því að fara varlega í miklum kulda. 

Gangi þér vel og vona að þú fáir einhvern með þér.
Kveðja Bryndís

Bryndís Svavarsd (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband