Færsluflokkur: Íþróttir
Sunnudaginn 13.jan. steinlá eitt maraþonið enn, nr. 82
Eins og sést hefur á blogginu, hef ég ekkert æft í nærri 4 mán og þess vegna var ég búin að afskrifa þetta hlaup.
En vegna þess að ég skráði mig í hlaupið um mitt síðasta sumar og ferðin var keypt og miðuð við hlaupið, stílað upp á að skila bílaleigubílnum í Phoenix og fljúga heim þaðan, þá vorum við á staðnum.
Freistingin var mikil því músik-maraþonin eru svo skemmtileg hlaup. Ég hljóp þetta hlaup þegar það var í fyrsta sinn og var þá búin að hlaupa Grand Canyon.... þannig að fylkið er afgreitt fyrir löngu.
Hvað um það.... ég ákvað það bara nokkrum dögum fyrir hlaupið að láta mig hafa það. Ganga það í kraftgöngu upp á að hætta ef ég versnaði í hásininni....
en það gekk svo glimrandi vel að ég kláraði á 6:34:53 og finnst mér það ágætt, því eina hreyfingin sem ég hef fengið undanfarið en út í bíl og inn í búð, fyrir utan smá skokk á ströndinni í Redondo.
Mission accomplished - ég er komin heim
Íþróttir | 15.1.2008 | 13:30 (breytt 29.11.2008 kl. 18:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Loksins hef ég haft mig í að prófa að skokka.
Ég hef tvisvar farið niður á strönd og tekið prufu.
Það er dásamlegt að hlaupa eftir ströndinni i Redondo Beach.
I LOVE IT
En... Oh my... hvað maður er orðinn feitur og stirður... en það er ekki mér að kenna hvað það eru stórir skammtar í Ameriku og maður er alinn upp við að klára af diskinum.
Maður nær þessu ekki af sér nema ... hlaupa upp tröppurnar,
úff.... mig minnir að þær séu um 80
á É é í ú ó ý ð þ Þ æ ö Ú Ó Ð
Íþróttir | 8.1.2008 | 08:00 (breytt kl. 08:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar Byltur og gleðilegt hlaupár
Ég les það á Mbl.is að það sé brjálað veður heima... svo það er um að gera að njóta frídaganna og þegar þið farið af stað..... VERA MED BRODDA ef það er hálka... annars er hætta á að Byltur liggi i götunni.
Við hjónin flugum til Californiu á annan dag jóla. vorum fyrst nokkra daga á Redondo Beach en erum nú í heimsókn hjá vinum i Santa Barbara, þar sem ég kemst í tölvu. Við höfum það eins gott og hægt er, bara bolaveður alla daga.
Ég hef ekkert hlaupið enn, enda nóg að gera á útsölunum hérna, maður kemur dauðþreyttur heim á hverju kvöldi.
PS. Ferðasagan er á... bryndissvavars.blog.is
Árið 2007
... hljóp ég aðeins 7 maraþon, þrjú þeirra hljóp ég heima, Mars-maraþonið, Mývatns maraþon og Reykjavíkur maraþon og 4 maraþon hljóp ég í USA en það voru OC í Californíu, Houston í Texas, Green River í Wyoming og New Mexico maraþon í Albuquerque.
Samtals eru maraþonin orðin 81
Íþróttir | 1.1.2008 | 17:27 (breytt 8.1.2014 kl. 12:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það hefur ekkert orðið af því að hitta ykkur við Lækjarskóla,
hlaupa af sér jólasteikina fyrirfram.
Ég fer til Californíu á annan í Jólum,
kem aftur 15.jan á nýju ári.
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar
Gleðilegra Jóla og farsæls hlaupárs
Því eins og þið vitið er skylda okkar að hlaupa sem mest á næsta ári því það er ,,hlaupár".
Hafið það sem best yfir hátíðisdagana, hittumst heilar á nýju ári.
Kveðja Bryndís
Íþróttir | 23.12.2007 | 11:04 (breytt kl. 14:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, þá er þetta allt að smella saman
Ég er búin í prófunum, meira að segja búin að fá 2 einkunnir og bara hæstánægð með það.
Fékk 8 í þessum fögum, sem voru Siðfræði stríðs og friðar og Guðfræði Gamla Testamentisins.
Ég er svo heppin að geta tekið því rólega núna, enda varla hætt að dreyma námsefnið......
samt er nóg að gera,
hef samt ekki prófað að hlaupa enn..... það verður sem sé síðasta ,,prófið " fyrir jól.....
læt verða af því við tækifæri.... ekki er færðin að spilla neinu.
Hverjar eru bestar !
Íþróttir | 20.12.2007 | 09:36 (breytt kl. 09:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sælar Byltur
Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ykkur til að halda heiðrinum á lofti, nema það vilji svo til að allar Byltur liggi afvelta..... í jólahlaðborðum og kræsingum.
Ég er óðum að jafna mig eftir þursabitið. Svo ég ætti þá að komast fljótlega aftur á skrið.
Því er ekki að leyna að það hefur einhvernveginn allt verið að flækjast fyrir fótunum mínum (sönn Bylta) þó það sé ekki í bókstaflegri merkingu.
Nú eru síðustu kennsludagarnir að renna upp og lestur og ritgerðarskrif liggja þungt á mér. Og einmitt þegar ég þarf sem mesta einbeitingu, næði og tíma, þá virðist það vera það eina sem ég hef ekki.
Þessa dagana eru allar dæturnar þrjár í verslunarferð í Minneapolis og ég fóstra eitt barn og tvo hunda og einn kött. Það er fjör á þessum bæ.
Ég hef ekki haft tíma til að kíkja á málverkasýninguna mína,
síðan ég hengdi þær upp en það er
búið að framlengja sýningunni til 14.des.
Íþróttir | 23.11.2007 | 15:24 (breytt kl. 15:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar
Ég ætlaði nú að taka þetta með trompi, halda mér við í tækjum svo ég gæti haldið í við ykkur seinna. ég mætti samviskusamlega í íþróttahús Háskólans síðasta þriðjudag.
það er svo þægilegt að sinna ræktinni í eyðum, milli tíma. Frábært, en í sturtunni fékk ég þursabit, ætlaði varla að komast út, en það reddaðist.
Það er kanski ekki í frásögur færandi, eitt þursabit. En þegar ég mætti í tímann á eftir, sat ég við hliðina á ungri stelpu, sem var með máttlausa vinstri hendi, ég var ekkert að hugsa um það sérstaklega, fyrr en hún segir að hún hljóti að hafa klemmt taug í öxlinni, hún var í sturtu og ætlaði eitthvað að teygja sig og þá gerðist það, hendin varð máttlaus.
Niðurstaðan er..... líkamsrækt er góð en það hlýtur að vera stórhættulegt að fara í sturtu.
Íþróttir | 16.11.2007 | 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar Byltur,
Okkur til hagræðingar hef ég sett hlaupaplanið okkar í boxið hérna vinstra megin, þá þarf ekki að fletta upp og niður síðuna til að leita að því.
Ólíkt þægilegra er einhverjir nýjir vilja bætast í hópinn að sjá strax hvaðan við hlaupum og hvenær.
Íþróttir | 5.11.2007 | 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sælar,
Ég er búin að máta mig við Hress, þreksalinn í HÍ og þreksalinn í Sundlaug Garðabæjar.
Ég er ekki hrifin af þessum mánaðarkortum, því ég vil helst vera úti að hlaupa, en ef eitthvað sérstakt kemur upp er ágætt að geta farið inn.
Allir staðirnir eru frábærir, en af því að ég ætla að mæta svo gloppótt, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þreksalirnir í HÍ og Sundlaug Garðabæjar eru bestu kostirnir.
10 tíma kort hjá HÍ kostar 1500 kr. og 10 tíma kort hjá Sundlaug Garðabæjar kostar 1700 eða 170 kr. skiptið. Þar er maður að borga í laugina og fær frítt í þreksalinn.
Ég sem keyri framhjá Sundlauginni á hverjum degi, er nú búin að kaupa mér kort og ætla að koma við næsta mánudag.
þangað til ég fer út að hlaupa mun ég mæta aðra hverju viku til Soffíu og hina í Sundlaug Garðabæjar.
Íþróttir | 2.11.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar Byltur,
Ég notfærði mér aðstöðuna í HÍ í fyrsta sinn í gær.
Fór í leikfimihúsið til Soffíu og prófaði skíðabrettið þar og þrekhjólið.
það var eyða milli tíma og frábært að nota hana svona.
Ég var að vísu búin að prófa svipuð tæki í Hress en það má segja að maður sé ekki síður að máta sig við staðinn jafnt og tækin sem eru í boði. Ég er með harðsperrur í kálfunum, þetta er frekar ólíkt átak á vöðva heldur en skokkið.
En ég er ákveðin að reyna að halda mér við efnið, svo ég geti hangið í ykkur ,,þegar ég kemst á götuna aftur". Kannski ekki vel orðað ....
Hverjar eru bestar ?
Íþróttir | 31.10.2007 | 16:57 (breytt kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)