Færsluflokkur: Íþróttir
Það lítur helst út fyrir að ég hlaupi suður í Kefl..... Reykjanesbæ á ljósanóttardag..... Gaman gaman...
Hlaupið er ræst kl 10 fh.... svo dinglar maður sér eitthvað í bænum, fer í sund, grilla um kvöldið með krökkunum og horfi á þegar ljósin verða kveikt í klettunum.
Íþróttir | 5.9.2008 | 23:48 (breytt kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hentaði okkur þrem, mér, Soffíu og Þóru Hrönn að hlaupa í dag kl. 10 fh. Veðrið var yndislegt og það er alltaf svo gott að geta hlaupið á morgnana... eiga daginn eftir.
Við hlupum Áslandsbrekkurnar, þessi hringur er frábær... og enda svo að fara meðfram sjónum á Strandgötu og Fjarðargötu.
Við Þóra Hrönn skiluðum Soffíu heim og skildum svo á Hverfisgötu við gamla Bókasafnið... þetta voru 7,7 km hjá mér.... ég hafði skilið bílinn eftir við Lækjargötu.
Íþróttir | 4.9.2008 | 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í minni fyrstu ferð í maraþonhlaup, hitti ég annan og reyndari hlaupara á flugvellinum úti á meðan ég beið eftir töskunni minni.
Hann átti ekki orð yfir kæruleysi mitt að ,,tékka inn" hlaupadótið.... því ef það skilar sér ekki - er ferðin ónýt.
Mikið rétt.... eftir þetta samanstendur handfarangur minn af hlaupaskóm, hlaupagalla og þar til 9/11 vesenið byrjaði, þá hafði ég vaselín, orkugel, naglaklippur og fl. sem er bráðnauðsynlegt að hafa með sér... allt í handfarangri.
Margar ferðirnar hafa verið farnar síðan og nokkrum sinnum hefur farangurinn ekki skilað sér... en það hefur ekki komið að sök, ég hef komist í hlaupin.
![]() |
Töskurnar eru á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 3.9.2008 | 15:43 (breytt kl. 15:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég reykti einu sinni 1 og 1/2 pakka á dag.
Ég hefði sennilega aldrei viðurkennt það eða áttað mig á því hvað ég reykti raunverulega mikið, ef ég hefði ekki alltaf keypt karton... það dugði aldrei nema viku. Það þýddi því ekki að reyna að blekkja sig á þessu pakkadæmi sem allir eru í...
Nú er alltaf verið að gera alls konar kynjabundnar rannsóknir.... þegar þær eru verri fyrir kvenfólk taka konur ekki mark á þeim og öfugt...
En ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög líklegt að reykingar fari verr með konur en karla... því þær eru með minni lungu... en sama sogkraft til að soga óþverrann ofan í sig.
![]() |
Áhrif reykinga verri á konur en karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 2.9.2008 | 20:43 (breytt kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veðrið hefur verið himneskt í dag og í gær....
þrátt fyrir hið góða veður var .... konan....hmmmm... svo sjálfsöguð við ritgerðarsmíð, að hún klæddi sig ekki fyrr en tími var til að fara í hlaupadressið...
Ég vissi að Soffía og Þóra Hrönn ætluðu að mæta.... en Þóra Hrönn sagðist verða aðeins of sein, var með barnabarn... Eins og undanfarið hljóp ég að heiman, var aðeins of snemma við Lækjarskóla, svo ég hljóp heim til Soffíu, við tókum einhverja smá slaufu á leiðinni til Þóru.
Þar kjöftuðum við í ca 15 mín, en eigandi barnsins lét ekki sjá sig, svo við Soffía fórum, hlupum Norðurbæjarhringinn.... Ég hljóp heim og hafði þá hlaupið 13,5 km... í þessari líka blíðu.
Á fimmtudaginn hentar það okkur þrem að hlaupa kl 10 fh.
Ég ætla að heimsækja dóttir og barnabörn í Keflavík, vera við opnun sýningar Eddu systir á Ljósanótt seinnipartinn og sækja heimasætuna á flugvöllinn... Þetta smellpassar allt.
Íþróttir | 2.9.2008 | 20:30 (breytt kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var sannkölluð hitabylgja... ég snattaði fyrir hádegi, fór í berjamó og hljóp svo...
Ég vissi ekki um neina sem ætlaði að hlaupa og hljóp því að heiman... var samt sem áður kl. 17:30 á Lækjarskóla, en engin mætti... Soffía keyrði fram hjá.
Ákvað að hlaupa strætó-hringinn í Setberginu, sömu leið til baka og svo heim aftur, ná þannig ca 10 km.
Það var hvílíkur hiti... logn, sól ... eins og um mitt sumar. Ég mætti Eið í Setberginu og hann snéri við og hljóp með mér nokkra kílómetra.
Hringurinn endaði í 9,6 km og það er spáð svipuðu veðri á morgun.... svo maður mætir kl. 17:30 á sama stað.
Íþróttir | 1.9.2008 | 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
dagurinn er pakkaður, það á að gera svo mikið, en samt sem áður er planið að hlaupa frá Lækjarskóla kl 17:30

Íþróttir | 1.9.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef tekið það rólega síðan ég hljóp Reykjavíkurmaraþon...
í gær sendi Gunnlaugi leiðbeinanda mínum BA ritgerðina...(sem ég vona heitt og innilega að ég geti prentað út og skilað fljótlega)...
Um leið og ég sendi hana skrifaði ég honum, að á hverju kvöldi undanfarið hefði ég haldið að ég væri búin með hana og ef ég væri vínmanneskja, væri ég búin að liggja í því undanfarið... til að halda upp á það
Hann var fljótur að svara.... farðu frekar út að hlaupa í rokinu en að fá þér vínglas....
Og ég fór um hádegið í dag... ég er sem sagt komin á götuna aftur
Þar sem þessi tími er utan venjulegs hlaupatíma, hljóp ég ein og að heiman, ég setti saman ágætishring.... hljóp nýja göngustíginn meðfram sjónum þar til ég kom inn í gamla Víðistaðahringinn minn öfugan, og við 10-11 í Setbergi fór ég inn í Áslandsbrekkurnar, en eins og í síðustu skipti, fór ég beint yfir á Ásatorgi og kringum Ástjörnina og heim. Ég náði 10,7 km...
Ég er hjartanlega sammála Gunnlaugi, það er miklu betra að fara út að hlaupa í rokinu (og rigningunni) en að fá sér vínglas.
Íþróttir | 30.8.2008 | 15:24 (breytt kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bloggaði við frétt varðandi Reykjavíkurmaraþon. http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/625321/
Í fréttinni kemur fram að fjöldi hlaupara hafi þurft aðhlynningu vegna vökvataps. Vökvi er nauðsynlegur á hlaupum og langhlauparar hlaupa með vatnsbrúsabelti á sér....
Maður skildi ætla að með því að borga fyrir þátttöku, gæti maður treyst því að þjónustan á leiðinni væri það góð að fólk þyrfti ekki að bera sína eigin drykki í hlaupinu.
Í kynningu Reykjavíkurmaraþons segir að drykkjarstöðvar séu á u.þ.b. 5 km fresti... sem er alltof langt í heilu maraþoni að mínu mati.... hlauparar þurfa að drekka lítið og oft en ekki mikið og sjaldan.
Á einum legg hlaupsins voru 6 km á milli drykkjastöðva (25km - 31km).
Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurmaraþon mætti bæta og einnig að gefa orkugel á einhverjum drykkjarstöðvum á leiðinni.
Svo hefði nú mátt splæsa í afmælispening í tilefni 25 ára afmælis hlaupsins.....
Íþróttir | 26.8.2008 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maraþonið tókst vel og ég bara ánægð með mitt
Nú ætla ég bara að taka það rólega fram eftir vikunni. Veit samt ekki hvort ég tek eina göngu, eitt fjall eða fer aðeins í berjamó..... annars á ég nú að taka forgangsverkefnið.... ég verð að klára BA-ritgerðina mína.
Ég hef nú komist að því að ég sem ansi góðar setningar og innlegg bæði í ræður og ritgerðir á hlaupum.... vandinn er bara að muna það þegar ég kem heim... þyrfti að hafa diktafone á leiðinni
En nú er tíminn til að klára málið.... ekki veitir af
Íþróttir | 24.8.2008 | 11:17 (breytt 26.8.2008 kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)