Handfarangur

Í minni fyrstu ferð í maraþonhlaup, hitti ég annan og reyndari hlaupara á flugvellinum úti á meðan ég beið eftir töskunni minni.
Hann átti ekki orð yfir kæruleysi mitt að ,,tékka inn" hlaupadótið.... því ef það skilar sér ekki - er ferðin ónýt.

Mikið rétt.... eftir þetta samanstendur handfarangur minn af hlaupaskóm, hlaupagalla og þar til 9/11 vesenið byrjaði, þá hafði ég vaselín, orkugel, naglaklippur og fl. sem er bráðnauðsynlegt að hafa með sér... allt í handfarangri.

Margar ferðirnar hafa verið farnar síðan og nokkrum sinnum hefur farangurinn ekki skilað sér... en það hefur ekki komið að sök, ég hef komist í hlaupin.


mbl.is „Töskurnar eru á leiðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband