Minni lungu...

Ég reykti einu sinni 1 og 1/2 pakka á dag.
Ég hefði sennilega aldrei viðurkennt það eða áttað mig á því hvað ég reykti raunverulega mikið, ef ég hefði ekki alltaf keypt karton... það dugði aldrei nema viku.  Það þýddi því ekki að reyna að blekkja sig á þessu pakkadæmi sem allir eru í...
Nú er alltaf verið að gera alls konar kynjabundnar rannsóknir.... þegar þær eru verri fyrir kvenfólk taka konur ekki mark á þeim og öfugt...

En ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög líklegt að reykingar fari verr með konur en karla... því þær eru með minni lungu... en sama sogkraft til að soga óþverrann ofan í sig.


mbl.is Áhrif reykinga verri á konur en karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á 3 syni og 3 dætur, öll komin á legg.  Þau reyktu öll, a.m.k., keðjureyktu tveir strákarnir.  Stelpurnar e.t.v., hálfan, rúman  hálfan pakka á dag.  Strákarnir eru steinhættir, hættu fyrir þrítugt.  Stelpurnar eru allar komnar vel yfir Þrítugt núna og engin gat hætt að reykja. 

Ég hef heyrt það annarsstaðar frá áður, að það væri erfiðara fyrir konur að hætta en karlmenn.  Ætli að það sé eitthvað til í því?

Í gamla daga, fyrir um 50 - 60 árum síðan var talað um níkótínisma (eins og alkóhólisma).   Nú hef ég ekki heyrt þetta orð "níkótínismi" nefnt í nokkra áratugi.  Skyldi það vera af tillitssemi við þá sem eru reykingarmenn?

Uppreisnarseggurinn@gmail.com (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband