Færsluflokkur: Íþróttir

Langt í dag

Veðrið var frábært, eiginlega of gott. Ég setti stefnuna á Garðabæinn og á örlagapunkti ákvað ég að fara lengri hringinn... Sólin skein, það var þægileg gola... bara nice, og ég lengdi í lokin til að slétta kílómetratöluna. 

Hringurinn varð 20 km í dag Cool


BREKKUhringurinn

Hitti Soffíu kl 11 við Lækjarskólann og við skelltum okkur í Áslandsbrekkurnar. Veðrið var ágætt, sólin komst ekki gegnum skýin og það var kælingarþjónusta (hægur vindur) allan hringinn. Við skildum síðan heima hjá henni.

hringurinn var 13,2 km hjá mér.


Dásamlegt veður

Hitti Soffíu, hún var þá bæði búin að vera í leikfimi og hjóla heim úr vinnunni... Við hlupum saman Norðurbæjarhringinn okkar í þessu líka frábæra veðri.

7 km voru fram og til baka og 5,2 km með Soffíu... samtals 12,2 hjá mér.


Þung í dag

Veðrið var dásamlega gott, ég hélt það væri kaldara. Drattaðist áfram - frekar þung á mér, komst alla leið heim aftur eins og alltaf. Það var Hrafnistuhringurinn sem var sleginn í dag, 12,5 km


Flugleiðahlaupið

Þó ég sé farin að hvíla í viku eftir maraþon , þá braut ég þá reglu fyrir Flugleiðahlaupið. Ég hefði betur sleppt því... Það kostaði 1000 kr, engir vildarpunktar fyrir þáttöku og þegar ég kom í mark voru verðlaunin ,,buff" Shocking  þ.e. auglýsing fyrir Icelandair. 
Verðlaun hafa algerlega verið klippt út, flokkaverðlaun voru, þ.e. verðlaunapeningur aðeins fyrir þann fyrsta í hverjum aldursflokki. Útdráttarverðlaunum hafði fækkað stórlega.

Öll umgjörð um hlaupið, skráningin og brautarvarslan var til fyrirmyndar en nægir það til að halda þátttakendafjölda uppi - ég held ekki... Bæði fullorðnir og börn vilja fá sinn verðlaunapening og engar refjar.


Cox Sports Providence Marathon 2.maí 2010

Cox Sports Providence Marathon & Half Marathon and 5K
Providence, RI USA, 2.maí 2010 http://www.rhoderaces.com

Cox Providence 2.maí 2010Klukkan var stillt á 4:30 en ég var vöknuð áður. Allt dótið varð að vera pakkað til brottfarar því ég flýg heim á eftir. Ég gat troðið því öllu í skottið, það er ekki gott að láta sjást í töskur í bílnum. Ég tékkaði mig út um 6:30 og keyrði til Providence. Ég var hvílíkt heppin að ná mælastæði í miðbænum, en það er frítt á sunnudögum og þar að leiðandi engin tímamörk.

Cox Providence 2.maí 2010Það var svolítið asnalegt system á geymslu-dótinu, það var tékkað inn á 3. hæð á Westin, svolítið frá startinu. Þar var ég með mynda-vélina, bíllyklana og það sem ég var í þar til rétt fyrir start. Það var því smá vesen að láta mynda sig fyrir og eftir hlaupið og ég nennti ekki að fara aftur á startið í öfuga átt við bílinn... fyrir eina mynd.

Hlaupið var ræst kl 8. Veðrið var hlýtt og ég of mikið klædd, í síðum hlaupabuxum. í fyrstu var skýjað og þægileg gola í fangið. Mér gekk rosa vel að 16.mílu. þá fór að síga í mig þó ég hellti yfir mig vatni svo fötin væru blaut og kældu aðeins. Frá ca 20.mílu var sólin farin að hita verulega... þá fór ég að ganga meira á milli...

Tími og vegalengd mældust 5:32:08 og 27,02 mílur (43,49 km.) á mínu Garmin.

Cox Providence Marathonið er 121 maraþonið mitt
Rhode Island er 46. fylkið mitt

Bara 4 fylki eftir… Cool


Gögnin sótt í Providence RI

Áttan mín er í MA, ég var ca 10 mín að keyra niður til Providence. Þetta er mjög beint þar til maður kemur downtown... what a mess... flækjusystem.

Expo-ið var á Westin hótelinu... ég var hálftíma að sækja númerið... það var ekkert um að vera þar. síðan keyrði ég þangað sem ég get skilið bílinn eftir á meðan ég hleyp.

Svo verslaði ég AÐEINS meira og dreif mig til baka á hótelið.


Vormaraþon 24.4. 2010

Vormaraþon 24.4 2010Vormaraþon Félags maraþonhlaupara

Ég sótti gögnin í gær og fór með hlaupaskóna til skósmiðsins, hann setti nýja hæla undir. Eftir að hafa tekið saman hlaupadótið, fór ég tiltölulega snemma að sofa. Ég mátti fara fyrr af stað.
Fór nákvæmlega kl. 7:05

Vormaraþon 24.4 2010Í fyrstu var kalt og vindurinn í bakið út að snúningi en á móti til baka. Ég var nokkuð jöfn í hraða, þar til að ég snéri í seinna skiptið... þá ,,dó" ég í mótvindinum... en þá lífgaði svo sannarlega upp að fá alla hálfmaraþonarana í fangið.

Þetta maraþon er nr. 120 hjá mér og ég kom í mark eftir 5 tíma og 4 mín Cool


Það snjóaði

Jéminn og það var komið sumar hjá okkur Völu...
Við ætluðum Hrafnistuna eins og vanalega en Vala var slæm í bakinu, var í togi í dag... og það er maraþon á laugadag hjá mér - svo við styttum hringinn niður í ,,Hjallabrautina til baka"...
það mældist 10,7 km hjá mér - bara fínt

Kalt í dag

Ég hljóp ekkert um helgina, var í heimaprófi... svo ég ákvað að fara Hrafnistuhringinn í dag. Veðrið var ágætt, svolítið kalt og smá vindur. Var fegin að hafa drifið mig út áður en ég byrja að læra fyrir næsta próf.

Hrafnistan er 12,5 km


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband