Flugleiðahlaupið

Þó ég sé farin að hvíla í viku eftir maraþon , þá braut ég þá reglu fyrir Flugleiðahlaupið. Ég hefði betur sleppt því... Það kostaði 1000 kr, engir vildarpunktar fyrir þáttöku og þegar ég kom í mark voru verðlaunin ,,buff" Shocking  þ.e. auglýsing fyrir Icelandair. 
Verðlaun hafa algerlega verið klippt út, flokkaverðlaun voru, þ.e. verðlaunapeningur aðeins fyrir þann fyrsta í hverjum aldursflokki. Útdráttarverðlaunum hafði fækkað stórlega.

Öll umgjörð um hlaupið, skráningin og brautarvarslan var til fyrirmyndar en nægir það til að halda þátttakendafjölda uppi - ég held ekki... Bæði fullorðnir og börn vilja fá sinn verðlaunapening og engar refjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband