Færsluflokkur: Íþróttir
Það er alltaf erfiðara að koma sér út ef það dregst fram yfir hádegið. Mér tókst því að gera ,,hið nærri ómögulega" Veðrið var rosalega gott, hlýtt, skýjað og gola.
Ég var ein eins og undanfarið og hljóp stærri Garðabæjarhringinn... en í honum fer ég aðeins inn í Kópavog...
Mesta lífið var í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem Víkingahátíðin stendur yfir.
Hringurinn var sléttir 20 km.
Íþróttir | 13.6.2010 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það blés og rigndi þegar ég hljóp í morgun... ekkert alvarlega en samt var hlýtt. Ég var ein í þungum þönkum, fegin að hafa farið fyrir hádegi... börn og barnabörn koma síðar í dag, það verður humarveisla.
Hrafnistuhringurinn var 12,5 km
Íþróttir | 10.6.2010 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvílík himinsins blíða... ég skellti mér Hrafnistuhringinn um hádegið... Tók fram styttri buxur og hlýrabol til að vera samkvæmt dagatalinu. Golan á þónokkurri hraðferð á völdum köflum ss á Álftanesveginum. Ég var í svitabaði alla leiðina og komin með nuddsár undir aðra hendina á miðri leið... Það háði mér aðeins... annars var frábært að hafa komið sér út að hlaupa.
12,5 km í dag
Íþróttir | 8.6.2010 | 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sneri mér í gang í morgun... ég hef ekki verið dugleg undanfarið... Í dag var stefnan sett á stóra brekkuhringinn. Það var HEITT úti en ég er mjög ánægð með að hafa hlaupið fyrir hádegið því það var æðislegt að sitja á pallinum á eftir.
10,7 km í æðislegu veðri.
Íþróttir | 7.6.2010 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 4.6.2010 | 23:27 (breytt kl. 23:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drattaðist úr kl 10:30, ég hafði lofað sjálfri mér að hlaupa fyrir hádegi. Tekin var stefnan á Hrafnistuhringinn, ekki var ég í miklu stuði en komst alla leið. Veðrið var yndislegt og þægilegur mótvindur sem minnti mig á að láta axlirnar síga svo ég losnaði við höfuðverkinn.
12,5 km í dag
Íþróttir | 1.6.2010 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Soffía bað mig á facebook að hlaupa með sér kl 10 í morgun, ég beið í 10 mín við Lækjarskóla en hélt svo áfram. Vaninn hefur verið Garðabær hinn meiri þ.e. 20 km... en vegna hins ótrúlega http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/1059742/ þá fór ég bara stutt í dag.
Þetta var bara snilld, ég fann ekkert til, mér fannst samt ekki borga sig að vera með einhverja stæla og taka séns á Garðabænum.
Áslandsbrekkurnar mældust 9 km án Holtsins.
Íþróttir | 29.5.2010 | 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skellti mér frekar seint út að hlaupa... veðrið var æðislegt, 13-15°c hiti, sól og þægileg gola. Ég hljóp Garðabæ hinn meiri... Þá liggur leiðin um Garðabæ, aðeins inn í Kópvog, niður veginn að Arnarnesinu og með ströndinni inn á Álftanesveginn.
Þetta var hreint frábært - ég er með vissa staði þar sem ég drekk 1 sopa úr flöskunni og þá passar að fylla á hana á vatnshananum hjá Arnarnesinu.
Golan var þægileg, kældi aðeins... hreinasta snilld.
Hringurinn mældist 20 km
Íþróttir | 23.5.2010 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta mælist 10,7 km. Rigningin mældist ekki en er alltaf jafn leiðinleg

Íþróttir | 20.5.2010 | 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var snemma í því... Vala var í togi í sjúkraþjálfaranum svo ég fór Hrafnistuhringinn ein. Það var hlýtt, en rigningarúði.
Hringurinn var 12,5 km hvorki styttri né lengri
Íþróttir | 18.5.2010 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)