Langt í blíðskaparveðri

Ég skellti mér frekar seint út að hlaupa... veðrið var æðislegt, 13-15°c hiti, sól og þægileg gola. Ég hljóp Garðabæ hinn meiri... Þá liggur leiðin um Garðabæ, aðeins inn í Kópvog, niður veginn að Arnarnesinu og með ströndinni inn á Álftanesveginn. 
Þetta var hreint frábært - ég er með vissa staði þar sem ég drekk 1 sopa úr flöskunni og þá passar að fylla á hana á vatnshananum hjá Arnarnesinu.
Golan var þægileg, kældi aðeins... hreinasta snilld.

Hringurinn mældist 20 km


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gaman að sjá fréttir af langhlaupurum á þessum vettvangi. Er líka með svona bókhald, fyrir sjálfan mig og þá aðra sem vilja fylgjast með.

Flosi Kristjánsson, 23.5.2010 kl. 20:47

2 identicon

Já ég tek undir þetta, ekki ósjaldan að þetta hafi verið sú hvatning sem þurft hefur. Takk Bryndís.

þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband