Færsluflokkur: Íþróttir

Með Soffíu

Við Soffía hittumst við Lækjarskólann kl 10 og hlupum minni Garðabæjarhringinn. Við fengum ágætis veður á meðan við hlupum saman. Við skildum við endann á Fjarðargötunni, hún hljóp upp Reykjavíkurveginn en ég Fjarðargötuna og þá byrjaði að rigna. Ég var farin að sakna þess að hafa ekki hlaupafélaga svo þetta var æðislegt í dag.

Garðabær hinn minni er 16 km.


Hlaup og ratleikur

Fór frekar seint út, lenti á kjaftasnakki á pallinum. Silaðist Hrafnistuhringinn í dásamlegu veðri - þurfti að stoppa mörgum sinnum og þurrka framan úr mér, manni svíður svo að fá svitann í augun. Ég var rétt búin að fara í sturtu og blása hárið þegar Harpa hringdi og spurði hvort ég væri til í ratleikinn.... Já auðvitað og við gengum líklega um 7 km í hrauninu við Lónakot.

Hrafnista 12,5 + 7 km ratleikur Cool


Stress

Ég klifraði upp úr nammipoka og óð út alltof seint í dag... og var í tímaþröng í þokkabót... ekki góð blanda enda ákvað ég fljótlega að annaðhvort yrði ég að stytta hringinn eða sækja um á Hrafnistu GetLost... í stuttu máli var Hrafnista ekki nálægt - styttra heim... svo ég stytti hringinn Pinch

Ætlunin var að fara stóra brekkuhringinn en ég fór bara 6 km.


Það sama og venjulega

Skellti mér út fyrir hádegið, frábært veður þó mótvindurinn hafi verið mættur á Álftanesveginum... en það var bara hressandi Wink

Hrafnistan mælist alltaf það sama... 12,5 km


Langt og gott hlaup

Veðrið var frábært í dag, ég svitnaði ekkert smá á meðan ég skokkaði stóra Garðabæjarhringinn sem er 20 km.

Það var flautað á mig ;)

Ég skrölti út úr dyrunum í morgun ákveðin að ná að hlaupa fyrir hádegi. veðrið var dásamlegt, aðeins skýjað og gola... Þegar ég var komin á Lækjargötuna var flautað á mig og Þóra Hrönn veifaði til mín... HEPPIN ÉG að fá hlaupafélaga. Ég kynnti hana fyrir Hrafnistuhringnum góða en í lokin beygðum við upp Linnetstíginn og inn Austurgötuna og enduðum heima hjá henni. Við hlupum 7.1 km saman en hringurinn varð 12,8 hjá mér.


Komin aftur á götuna

Ég sleit vöðvafestu í mjöðminni í fyrradag... það er ekki eins slæmt og þegar það gerist í bakinu... en maður er 3 daga að jafna sig... Ég var ekkert að bíða lengur, ákvað að fara Hrafnistuhringinn - veðrið var dásamlegt, aðeins rigningardropar á seinni helmingnum.

12,5 km í dag.


Með Soffíu

Við Soffía skröltum Áslandsbrekkurnar... veðrið var yndislegt, hlýtt þó það væri rigningarúði. Brekkuhringurinn var 7,3 km og 6 km fram og til baka að Lækjarskóla fyrir mig, svo ég fór 13,3 km í dag.

Það sama og venjulega ;)

Ég varð að fara fyrr út en venjulega, ætla í bíó með Hörpu og strákunum kl 5 og stundum hleðst allt á sömu dagana. Veðrið var gott, aðeins vindur en ekki svo kaldur að ég fór úr jakkanum. Fór Hrafnistuhringinn og hitti Soffíu á tröppunum við Suðurbæjarlaugina í bakaleiðinni og við mæltum okkur mót við Lækjarskóla í fyrramálið.

12,5 km í dag Cool 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband