Færsluflokkur: Íþróttir
Það vildi þannig til að hvorki Soffía né Þóra Hrönn gátu hlaupið með mér í morgun. Þar sem dagurinn var ,,pakkaður" hélt ég áætlun og hljóp út úr dyrunum rúmlega hálf tíu... og var heppin með veðrið. Ég hljóp minni Garðabæjarhringinn eins og vaninn hefur verið síðustu mánudaga.
16,2 km í dag... bara ágætt
Íþróttir | 26.7.2010 | 22:08 (breytt kl. 22:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt eftir formúlunni... við hittumst þrjár við Lækjarskóla, ég, Soffía og Þóra Hrönn. Brekkurnar voru á dagskrá. Það var skýjað, gola en hélst að mestu þurrt, amk þangað til ég hafði skilað þeim af mér. Eftir að hafa skilað Soffíu heim lengdum við Þóra Hrönn, fórum upp Reykjavíkurveginn, Arnarhraunið og Tjarnarbrautina heim til hennar.
Hringurinn varð 14,1 km í allt fyrir mig.
Íþróttir | 22.7.2010 | 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið leikur við okkur, yndislegt að hlaupa um bæinn. Allt er svo líflegt í svona blíðu. Ég var ein að þessu sinni og skellti mér Hrafnistuhringinn. Munur að vera búin með skammtinn fyrir hádegi
12,5 km í dag
Íþróttir | 21.7.2010 | 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þóra Hrönn bættist óvænt í hópinn við Lækjarskólann... og við fórum minni Garðabæjarhringinn. Veðrið var dásamlegt sól, hiti og dásamlegur norðan svali.
Ég skilaði Soffíu fyrst heim og síðan Þóru Hrönn, svo hringurinn varð 17,2 km
Íþróttir | 19.7.2010 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Soffía hittumst við Lækjarskóla og fórum Áslandsbrekkuhringinn í þessu líka frábært veðri... Mallorca-bongo-blíða...
Hringurinn var 13,2 km hjá mér.
Íþróttir | 15.7.2010 | 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætlaði ekki að hlaupa í dag, en Vala kom í heimsókn og við ákváðum að taka einn hring, en það er hrikalega langt síðan við höfum hlaupið saman. Við skelltum okkur Hrafnistuhringinn í nettri rigningu ogtókum varla eftir því.
Hrafnistuhringurinn er 12,5 km
Eftir kvöldmat tókum við Svavar skyndiákvörðun að tékka á einu spjaldi í ratleiknum... og eftir þó nokkrar pælingar um staðsetningu og spígsporun fram og til baka... þá fann Svavar spjaldið. Ég reikna með 4 km í göngu fyrir þetta spjald.
Íþróttir | 13.7.2010 | 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hitti Soffíu kl 10 við Lækjarskóla og við skokkuðum saman ,,Garðabæ hinn minni" í þægilegum kælivindi. Það var hlýtt og fallegt veður. Skemmtilegar setningarnar sem hafa verið málaðar á göngustíginn við sjóinn. Það skildu síðan leiðir hjá okkur við endann á Fjarðargötunni.
Garðabær hinn minni mældist 16,2 km í dag.
Íþróttir | 12.7.2010 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrafnistuhringurinn er 12,5 km
Eftir fataskipti tókum við Svavar 3 spjöld í ratleiknum... gengum ca 8 km.
Íþróttir | 11.7.2010 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú var réttur dagur... Fimmtudagur er brekkudagur. Soffía beið við Lækjarskóla. Veðrið var gott, aðeins of mikilll vindur og tvisvar héldum við að það væri að fara að rigna.
Brekkuhringurinn er 13,2 km
Íþróttir | 8.7.2010 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrafnistan er 12,5 km
Íþróttir | 7.7.2010 | 15:13 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)