Færsluflokkur: Íþróttir

Ruglaður Norðurbær

Þetta átti að vera svo smell-passandi fyrir prógrammið í dag. Við Þóra Hrönn ætluðum 8 km... en reikningurinn fór eitthvað úr skorðum hjá okkur og við fórum vitlausan hring Wink... en það gerði ekkert til... ég endaði í 7,4 km - bara fínt...

Eftir hádegið tók ég 3 spjöld með Tinnu og Berghildi og við gengum þá um 5 km... og við tíndum ál-ber... W00t hummm... við vorum svo nálægt álverinu FootinMouth


Garðabær "hinn minni"

Ég var ekki viss hvort Soffía myndi mæta - við höfðum ekki talað um það. En við höfum verið með fasta mætingu fyrir minni Garðabæjarhringinn á mánudögum kl 10.

Þóra Hrönn kom og við hlupum hringinn saman. Veðrið var ágætt - svolítill vindur en hlýtt.

Við ætlum að hlaupa aftur kl 10 í fyrramálið Joyful 


Þrjár saman í brekkum

Mæting var kl 10... Soffía og Þóra Hrönn mættu líka. Veðrið var frábært og brekkurnar "yndislegar" Wink Við Þóra Hrönn skiluðum Soffíu heim og lengdum eins og síðast, fórum upp Reykjavíkurveg, Arnarhraunið og Tjarnarbrautina á Austurgötuna - þaðan hljóp ég ein heim... 

ég var aðeins of sein í vöfflur hjá Grallaranámskeiði Ásvallakirkju, svo við Tinna fórum í Ratleikinn eftir hádegið... fundum tvö spjöld Smile tíndum ber og skemmtum okkur saman Kissing

Næsta hlaup verður um Garðabæinn á mánudagsmorgun kl 10 Cool 


Ein í dag

Soffía afboðaði í dag svo ég hljóp Hrafnistuhringinn ein. Það var hlýtt og hékk þurrt. Þegar hringnum var lokið tók ég aukahring til að sinna Tvídí og póstinum hennar Bjargar Wink

Hringurinn mældist því 13,1 km í dag og við ætlum að hittast kl 10 í fyrramálið og það verður ,,taka 3" fyrir brekkurnar Wink


Með Soffíu

Soffía vakti mig og við mæltum okkur mót hjá henni kl 10:30... ég var aðeins stirð eftir Fimmvörðuhálsinn í fyrradag. Veðrið var frábært og við fórum Norðurbæjarhringinn okkar. 
Allt í allt hljóp ég 12,2 km í dag

Við mæltum okkur mót kl 17 á morgun í brekkurnar. 


Brekkuhringur

Allt eftir uppskriftinni... Áslandsbrekkurnar á fimmtudögum. ég var mætt fyrir kl 10 og Soffía og Þóra Hrönn komu samtímis úr sitt hvorri áttinni. 

Veðrið var dásamlegt... Við Þóra Hrönn skiluðum Soffíu heim og ég hljóp ein frá Austurgötunni

13,2 km fyrir mig... Bara gott og eftir hádegið skellti ég mér á Úlfarsfellið með Hörpu, Clöru og 4 barnabörnum. 


Hrafnistuhringur

Veðrið var dásamlegt þegar ég hunskaðist út... og fékk aðeins of sterkan mótvind nær allan hringinn... annars var sól og blíða.

Ég held það sé komið að því að ég endurnýji Garmin-úrið. Þó ég fari alltaf sömu hringina þá er mælingin farin að vera mjög misjöfn... eftir því sem batteríið tæmist virðist það byrja að spara og Hrafnistuhringurinn hefur mælst frá 11,8 km - 12,5 km... ég skrifa samt alltaf sama kílómetrafjölda... 12,5 km Wink


Svolítið stjórnlaust í dag

Ég gekk Selvogsgötuna (16 km) á laugardag og Leggjarbrjót (16,6 km) í gær... Samt sem áður var ætlunin að hlaupa í dag. Ég athugaði með Soffíu sem var í golfi... við mæltum okkur mót kl 18...
Nú var um að gera að sameina að ég þurfti að gefa Skugga og Skottu í Setberginu... svo ég hljóp EXTRA snemma af stað, fór upp í Setberg, tók strætóhringinn aukalega og hljóp síðan til Soffíu. Við fórum síðan Norðurbæjarhringinn sem er 5,2 km... og þaðan hljóp ég heim aftur.

Þetta stjórnleysi varð að 16,1 km  


Áslandsbrekkur með Soffíu

Veðrið var frábært, við hittumst kl 10. Frábært að vera búin að hlaupa fyrir hádegi. Áslandsbrekkurnar eru fastur liður á fimmtudögum... gott að hafa ólíkar vegalengdir og ólíkt álag á hlaupadögunum. 

Brekkuhringurinn var 13,1 km
Á eftir brekkunum fór ratleikurinn í gang...
Svavar fann tvö spjöld og Tinna eitt...  Joyful 


Mér var bjargað...

...frá því að hlaupa ein í morgun. Þóra Hrönn sendi mér sms... og ég var mætt til hennar kl 11 í morgun. Við fórum Hrafnistuhringinn í yndælis veðri. Þetta var bara snilld - ég hélt að ég yrði ein í dag. 

12,5 km í dag 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband