Færsluflokkur: Íþróttir

Yndislegur dagur :)

Ég byrjaði á því að hlaupa Hrafnistuhringinn með smá útúrdúr... hitti Lúlla á hjólinu upp á hrauni og hann hjólaði með mér restina af hringnum... Soffía hjólaði með á tímabili. 

Eftir smá snarl fór ég út að hjóla, til Bjargar, upp að Hvaleyrarvatni með ratleikskortið og gekk að spjaldi nr 5... þegar ég kom að Krísuvíkurveginum aftur ákvað ég að hjóla upp að Bláfjallaafleggjara áður en ég færi í Bónus og heim - frábær dagur :)

Hlaup 13 km - hjól 20 km - ganga 2,8 km  


Esjan :)

Ég hef víst gleymt að blogga um þegar við Soffía hlupum á miðvikudag. Annars hef ég hjólað út í eitt alla vikuna og gekk á Helgafell á þriðjudaginn.

Á toppnum, Esjan 15.7.2011

Í dag hjólaði ég héðan úr Hafnarfirði upp að Esjunni (31,91 km), gekk á fjallið (6,82 km) og hjólaði heim (33,27km) Fór ekki alveg sömu leið heim.

Veðrið var yndislegt... sól og blíða... hrikalega mikil umferð en mér fannst þetta frábær dagur - þó ég hafi gleymt að skrifa í gestabókina á toppnum  en mundi þó eftir að taka mynd með símanum :) 


Tvær flugur í einu höggi

Veðrið var yndislegt í dag, eiginlega of gott, ég brann á handleggjunum í ratleiknum í gær og varð að vera í síðaerma bol. Fór út á heitasta tíma, rétt eftir hádegið. Ætlaði að hlaupa Hrafnistuhringinn og fara svo á hjólinu til Eddu... en klukkan tifaði hratt svo ég ákvað að breyta til og hlaupa til Eddu systir og mála og klára svo hringinn. Kláraði eina mynd og málaði tvær litlar :) Frábært. 

Hún var síðan að fara í Kópavog svo ég var samferða og fór út á hringtorgsbrúnni í Kópavogi og hljóp þaðan heim. Var með dót í poka sem gaf sig og ég endaði á að setja draslið framan á mig undir peysuna. Maður verður ótrúlega þreyttur að halda á einhverju þó það sé létt.

Frábært - sló tvær flugur í einu... hlaupa og mála :D


Í ógisslega góðum gír :)

Við hjónin vorum búin að hjóla um hverfið og út að Straumi áður en ég fór út að hlaupa. Það liggur við að veðrið hafi verið of gott... Cool
Sól, blíða og ég ákvað að fara lengra en Hrafnistu - svo stefnan var tekin á Garðabæ. Það var samt óþarfi að fá mikilmennskubrjálæði og fara lengri hringinn sem nær inn í Kópavog... W00t

Garðabær hinn minni 16 km og hjól 10,2 km


Í stuði með Völu

Ég hélt ég yrði svolítið þung í dag... eftir að hafa hjólað í Vogana í gær en heimleiðin var erfið í brjáluðu roki og rigningu... en ég var bara góð og hélt ágætum hraða með Völu :) 
Við fórum Hrafnistuhringinn okkar í rigningu og logni sem var aðeins að flýta sér ;) 

Hlaupið 12,5 og hjólað 12 km - bara gott :) 


Garðabær hinn minni

Það byrjaði að rigna um leið og ég fór út... mér er ekkert illa við rigningu - rokið er meiri óvinur minn. Ég var ein á ferð, ákvað að fara styttri Garðabæjarhringinn í dag. Ég var með einn vatnsbrúsa og stólaði á að fá vatn í veitingatjaldinu sem var þá auðvitað ekki á staðnum og svo var lokað í gömlu sundlauginni svo ég var orðin frekar þurr er ég kom við hjá Völu sem var að fara hjólandi heim úr vinnunni. En hringurinn var góður og ég var bara ánægð með mig í dag... en það er einmitt markmið með þessu öllu Grin

Garðabær hinn minni - 16,1 km  


Hlaupið - hjólað - gengið :)

Dágóð hreyfing í dag. Ég ætlaði Hrafnistuhringinn en fékk hringingu - ég breytti leiðinni aðeins, kom við hjá mömmu og pabba og hjálpaði þeim að taka dekkið af hjólhýsinu og tékka á bremsuklossum. það var allt í orden... þá var hringnum haldið áfram þar til á Völlunum - þar var beygt af leið og vökvað og talað við Tvídí - áður en hringurinn var kláraður. Hann var aðeins styttri en Hrafnistan mín kæra.

Þá var skóflað í sig banana og kaffibolla og þeyst á hjólinu að afleggjaranum niður að Lónakoti. Þar hitti ég Berghildi og við tókum 1 spjald við Dulukletta. Síðan var hjólað heim.

Hlaupið 12,3 km - hjólað 14,2 km og gengið 6,5 km :) 


Með Völu

Við hittumst venjulega í Sjúkraþjálfaranum, en í dag mætti ég Völu fyrir ofan gatnamótin við Hvammabraut. Hringurinn var góður, mótvindur að Hrafnistu en í bakið restina af leiðinni.

Það var skýjað, sól, rok og rigningardropar :/ öll flóran :)
Hrafnistan með smá útúrdúr var 12,8 km 


Garðabær hinn minni með Soffíu

Við Soffía hittumst við Gamla Lækjarskóla um hálf tvö... og hlupum saman minni Garðabæjarhringinn. Veðrið var dásamlegt - það hafi verið rigningarhótun yfir okkur alla leiðina. Ekki eins mikið af fólki úti og ég hefði búist við um helgi.

Hringurinn mældist 16.3 km  


Góð hreyfing í dag :)

Ég byrjaði á að labba út að Reykjanesbraut þar sem Berghildur tók mig upp kl 11. Við gengum á Helgafell og tókum síðan 2 spjöld í ratleiknum - SVO HANN ER FORMLEGA HAFINN HJÁ MÉR - Berghildur sleppti mér síðan á sama stað og ég labbaði heim. Fékk mér bita og hjólaði í Bónus.

Síðan hjólaði ég að hringtorginu við afleggjarann upp í Kaldársel og hitti þar Völu korter í 5, við hjóluðum saman í Kaldársel, hittum konur úr ÍR og gengum með þeim á Helgafell. Við fórum upp gilið eins og við Berghildur höfðum gert en fórum aðra og lengri leið niður. Síðan var að hjóla heim.

Eftir útreikninga og garmin tékk, telst mér að ég hafi hjólað 18,7 km og gengið 16,5 km - ágætis dagur :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband