Færsluflokkur: Íþróttir
Veðrið var dásamlegt ef maður var að streða... annars gat verið aðeins kalt ;)
Við Lúlli hjóluðum um bæinn í morgun og strax eftir hádegið hljóp ég Hrafnistuhringinn kæra... var alltaf að fara of hratt, hafði gleymt að drekka eftir hjólatúrinn og var skraufþurr á leiðinni... en lifði það af:)
Hrafnistan 12,5 km
Íþróttir | 22.6.2011 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef gleymt að kjafta því að ég hljóp Hrafnistuhringinn á 17.júní... að vísu var ekki komin vika í hvíld og reyndar var engin hvíld því ég hjólaði alla dagana, fór m.a. eina ferð í Vogana á hjólinu :) og í gær hjólaði ég í Grafarvoginn.
Í dag hitti ég Völu og við hlupum Hrafnistuhringinn í frábæru veðri. Bara snilld :)
Íþróttir | 20.6.2011 | 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Ofurhlaupararnir sem ætluðu 100 km byrjuðu kl 7 í morgun. Við vorum tvö (ég og Gotti) sem hlupum heilt og byrjuðum kl 9.
Öll umgjörð og þjónusta við hlaupið var til fyrirmyndar. Veðrið var leiðinlegt, rok og stundum grenjandi rigning. Ég mæli ekki með þessari hlaupaleið aftur... við Gotti hlaupum fyrst hálfa braut og síðan 8x heila braut (5km) en hinir hlupu heila braut 20x... veit ekki með ánægju annarra með brautina ;)

Þar sem ég æfi nánast ekki neitt þá virkaði það mjög illa fyrir mig að vera í ,,stuttri fram og til baka braut" með svona frábærum hlaupurum - ég fann einhvernveginn ekki minn takt og endaði með krampa í kálfum og öðru læri. Hins vegar var gaman að hafa hlaupandi fólk með sér :)
Lúlli kom og hjólaði með mér síðustu 5 km :) Það var múgur og margmenni í markinu því Sigurjón kom rétt á eftir á Íslandsmeti í 100km hlaupinu.
Þetta maraþon var nr 130 hjá mér... og nú gengur ekki annað en æfa fyrir Reykjavík, því tíminn var hreinasta skelfing 5:53:56 :/
Íþróttir | 11.6.2011 | 17:00 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Matthías vorum búin að dúlla okkur frá hádegi... eftir að hann fór ætlaði ég að hlaupa ein því Vala var upptekin... Það hentaði mjög vel að sækja hjólið mitt í leiðinni :)
... og passaði ágætlega að Tinna vildi koma með... dagskráin var því aðlöguð að þessu, hlaupið upp í Ásland - þar sem Tinna kom inn á hjóli... við notuðum göngubrúna yfir Reykjanesbrautina, eins og vanalega niður Kinnarnar og undir Reykjanesbrautina... þá fórum við ,,aftur-á-bak" eins og Tinna orðaði það... hringinn í setberginu áður en við sóttum hjólið mitt.
Ég fékk 7.2 km út úr þessu. Þá tók hjólið við og við hjóluðum 4,3 km heim... :)
Íþróttir | 6.6.2011 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kom mér snemma út í dag... veðrið var ágætt svolítill vindur en hékk þurrt - því það kom engin smá demba rétt áður en ég fór út úr dyrunum... Ég var í ágætis gír... fyrst aðeins þung en það breyttist á seinni hlutanum... Bara gott, smá von um að ég nái þreytunni úr mér :)
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 3.6.2011 | 11:25 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur 1.júní 2011 - auglýsing úr dagskrá:
Hjólreiðaklúbbur hafnfiskra kvenna leggur af stað frá Thorsplani kl 18 og hjólar á milli viðburða.
Í stuttu máli þá mætti ég EIN úr hjólreiðaklúbbnum og Ingibjörg af Álftanesinu mætti líka :)
Við þræddum því staðina allar/báðar/tvær í nafni HHK. Það er nokkuð ljóst að starfsemi klúbbsins lifnar eingöngu við þegar á að hjóla á milli staða þar sem veitt er hvítt og rautt... og geri ég að tillögu að héðan í frá verði 1.júní formlegur árshátíðardagur félagsins. Hik...
Við Ingibjörg hjóluðum út um allan bæ og heimsóttum flesta staðina í dagskránni í þriggja tíma yfirferð okkar um bæinn.
Við Lúlli vorum búin að hjóla heilmikið frá 11:30 til kl 3:30 þannig að ég geri ráð fyrir að hafa hjólað um 30 km í dag.
Íþróttir | 1.6.2011 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hitti Soffíu við Lækinn um kl 10 og við hlupum Hrafnistuhringinn... það var kaldara en í gær og meiri vindur. Það er nokkuð langt síðan við Soffía höfum hlaupið saman svo við höfðum nóg að tala um.
Hrafnistan alltaf það sama, 12,5 km
Eftir að hafa fengið mér snarl hjóluðum við Lúlli saman upp á Bæjarhraun til tannsa og fengum þar 10 km hjólatúr. Góð hreyfing þennan daginn.
Íþróttir | 31.5.2011 | 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var frábært hlaupaveður, sólin skein, hlýtt og smá gola. Við Vala höfum ekki hlaupið saman í 2 vikur og í dag var nóg umræðuefni. Langt síðan hringurinn hefur verið svona ,,stuttur" ;)
Hrafnistan 12,5 eins og alltaf ;)
Íþróttir | 30.5.2011 | 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vaknaði seint og kom mér ekki úr fyrr en um hálf 12... Það var Hrafnistuhringurinn eins og venjulega... enda frábær hringur :)
Veðrið var gott og ég naut mín ágætlega, það hefur verið þreyta í mér... bæði eftir prófatörnina og ofan á það kom illa út að hafa 2 vikur á milli síðustu tveggja maraþona, því ég hleyp lítið síðustu vikuna fyrir hlaup og tek frí viku eftir hlaup.
Ég var nokkuð spræk í dag með mína 12,5 km.
Íþróttir | 28.5.2011 | 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er í tveim klúbbum í Usa en hef í nokkurn tíma vitað af þriðja klúbbnum og í einhverju bríaríi í gærkvöldi skoðaði ég vefsíðuna þeirra, sá einhver inngönguskilyrði... og sendi ég þeim póst og skrá yfir hlaupin árið 2009 en þá hljóp ég mest. Svarið er komið:
You definitely qualify for the Maniacs at the Ruthenium (5 star) Level with your 20 races in 15 states/countries in 365 days.
And I'm pretty sure you would be our first member from Iceland.
Once we receive your payment we will start the process of committing you to the InSane AsyLum. You can then have the InSane AsyLum track your progress by either automatically updating your stats whenever you enter a race in your list or you can manually update them.
Stigin er 10 svo geðveikin hjá mér er í MEÐALLAGI hjá Marathon Maniacs. Er það nokkuð spurning - á maður ekki að ganga í klúbbinn ;)
þegar ég fór svo að athuga betur hvaða kröfur eru gerðar, áttaði ég mig á að það þarf ekki að vera dagatals-ár... þ.e.a.s. frá 1-1.jan heldur 365 daga tímabil. Það varð til að ég hækkaði um tvo flokka... er núna 7 stjörnu-vitlaus (Maniac). 7 stjörnur fást fyrir 20 maraþon í 20 mismunandi fylkjum/löndum á 365 daga tímabili... og ég næ þeirri geðveiki auðveldlega.
Íþróttir | 25.5.2011 | 22:09 (breytt 19.9.2017 kl. 19:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)