Færsluflokkur: Íþróttir
Það var 12,5 km. Hrafnistuhringur í dag í aldeilis frábæru veðri - ekki hægt að biðja um betra
Íþróttir | 25.5.2011 | 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er maður kominn á götuna aftur :) Vala gekk á Vatnajökul um helgina og er föst á Hornafirði eða á leiðinni heim - lengri hringinn, svo við hlaupum ekki saman í dag.
þó veðrið væri hundleiðinlegt, rok og kuldi þá hljóp ég upp í Áslandið til Tinnu sem var að fá nýtt hjól og við fórum 9,5 km hring saman. Hringurinn var um Öldutúnið, Kinnarnar, Setbergið, með Læknum, um bæinn og í gegnum Hvammana aftur upp í Áslandið. Ég hljóp síðan heim aftur.
Hringurinn varð 13,5 km fyrir mig :)
Íþróttir | 23.5.2011 | 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Christiana Care Health System Delaware Marathon & Half Marathon & 4 person relay, Wilmington, DE USA, 15.maí 2011
http://www.delawaremarathon.org
ÓTRÚLEGT EN SATT... síðasta fylkið féll (fyrir mér) í dag. Delaware sem hefur gælunafnið ,,Fyrsta fylkið" varð fyrir einskæra tilviljun ,,síðasta fylkið" mitt. Dagurinn var stór í dag - nokkuð sem gleymist ekki á morgun :)... Ég trúi þessu varla enn - ég hef uppfyllt báða klúbbana sem ég er í, annar þeirra 50statesmarathon-club veitir viðurkenningu fyrir 50 fylkin en 50stateandDCmarathongroupusa hefur DC að auki.
Áður en við flugum út var spáin fyrir Wilmington þrumuveður með eldingum og hellidembum en hlýtt. Það rigndi í gær þegar við sóttum gögnin en ég slapp við rigningu í hlaupinu í dag... en loftrakinn var 100%... mér finnst mjög erfitt að anda í svona raka og það kom niður á mér.
Ég hafði skrifað á gamlan bol ,,Delaware - 15.maí 2011 - MY LAST STATE og nær allir sem hlupu framhjá eða ég mætti óskuðu mér til hamingju.Hlaupið var erfitt... átti að vera flatt en leiðinni hafði verið breytt og var tómar brekkur... ég skil ekki hvað er í gangi með þessi brekkuhlaup. Sami hringurinn var farinn tvisvar og ég segi í hvert sinn að það er ömurlegt að hlaupa framhjá markinu og eiga annan skammt eftir.
Lúlli beið allan tímann á svæðinu og Edda systir, Emil og Inga Bjartey mættu með íslenska fána, bæði fyrir mig til að hlaupa með í gegnum markið og til að mynda okkur við í markinu. Hjónin Steve og Paula Boone sem eru með 50statemarathonclub voru líka að hlaupa og við Paula komum á svipuðum tíma í mark.
Þetta var 50. fylkið og ekkert eftir... Believe it or not
Þetta var 129 maraþonið mitt. Garmurinn mældi hlaupið 41,57 km, en gps-ið datt oft út á milli hárra trjánna og í undirgöngum, en tíminn var skelfilegur... 5:51:53
Íþróttir | 15.5.2011 | 19:59 (breytt 22.5.2011 kl. 16:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

Við sóttum gögnin, expo-ið var í tjöldum við Riverfront markaðinn... ekki stórt expo - það tók stutta stund að fara í gegnum það. Ég er númer 139. Við fórum í búðir og borðuðum á Buffeti :)
Íþróttir | 15.5.2011 | 09:12 (breytt kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir aldeilis frábæra helgi og blíðviðri er ekki amalegt að fara hringinn með Völu. Við hittumst við Sjúkraþjálfann og fórum Hrafnistuna :)
Hrafnistan 12,5 km í sumarblíðu :)
Íþróttir | 9.5.2011 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vika frá síðasta maraþoni... síðasta próf í gær og viss léttir, þó maður liggi enn á bæn um að ná þessum blessuðu prófum.
Ég skellti mér Hrafnistuhringinn í seinna lagi, en það var frábært. Náði í skottin á nokkrum Haukakonum við Hrafnistu og skrölti með þeim... aðallega einni þeirra til baka. Munur að hafa félaga. Veðrið var gott, sólin skein, örlítill vindur á köflum... en í það heila FRÁBÆRT.
Hrafnistan er ENN 12,5 km :)
Íþróttir | 7.5.2011 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gögnin voru sótt í gær og gengið frá því að ég mætti byrja fyrr... Ég svaf frekar illa en var búin að ákveða að vakna kl 4
Bíðari nr 1 fékk afleysingaróður svo ég fór ein... lagði af stað að heiman rétt fyrir kl 5... það átti ekki að missa af því ;) Auðvitað var enginn kominn svona snemma og kamarinn læstur - ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað.
Fyrst var rigning með einni og einni slyddu (JÁ ÞAÐ VAR KALT)... síðan fjölgaði slyddunum heldur betur og í lokin hét þetta snjókoma. Mér gekk ágætlega fyrri hlutann en hef sennilega sparað aðeins of mikið vatnið sem ég var með, fyrsta drykkjarstöðin var tilbúin á 26 kim... og ekki var kuldinn til að bæta úr, eftir snúninginn í seinni ferð varð ég að vanda mig mjög í hverju skrefi og ganga á milli svo ég fengi ekki krampa í báða kálfa.
En ég er á lífi, 128. maraþonið fallið og tíminn 5:13:08
Íþróttir | 30.4.2011 | 14:15 (breytt 7.5.2011 kl. 14:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ótrúlegt... en ekkert skrítið þó árstíðirnar séu í rugli... sá á Facebook að fólk er að innstalla VORINU... það á að vera komið sumar.
Ég ætlaði bara stutt í dag, svo ég fór út, tók smá hring í hverfinu, maðurinn hjólaði og hundurinn sat í körfunni hjá honum... við fengum rokrass með öllu, hellidembu sem breyttist í slyddu áður en stytti upp aftur... sólin glennti sig aðeins þegar við vorum komin heim aftur.
Hringurinn var 5,3 km
Íþróttir | 25.4.2011 | 16:34 (breytt kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veit ekki hvort sumrinu var frestað um óákveðinn tíma... en í dag var rok og rigning allan hringinn. Hrafnistan var á dagskrá og ekki hnikað frá því... Var þung á mér, ekki enn búin að jafna mig eftir magapestina og lungnaþyngslin... þetta hlýtur að lagast með tímanum ;)
Hrafnista 12,5 km :)
Íþróttir | 23.4.2011 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Soffía hittumst við Lækjarskóla og fórum Áslandsbrekkuhringinn :)... það var rok og rigning, þetta týpíska hátíðardagsveður... Það er nokkuð langt síðan við Soffía höfum hlaupið saman og sennilega jafn langt síðan ég hef farið brekkurnar svo það var tími til kominn ;)
13,2 km í dag
Íþróttir | 21.4.2011 | 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)