Færsluflokkur: Íþróttir
Í stað þess að hlaupa í dag, þá fórum við hjónin í hjólatúr út á Malir... Venus fékk að vera í körfunni ;) Þetta var einu orði sagt dásamlegt, en ég hef lengi ætlað að taka hjólið í notkun. Þetta verður endurtekið fljótlega. Við fórum strandlengjuna út á Malir en Hellisgötu, Hverfisgötu og Lækjargötu niður á Strandgötu til baka... hjólatúrinn var 9 km.
Íþróttir | 20.4.2011 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður verður að kíkja á dagatalið... á að vera vetur, sumar, vor eða haust... snjór úti - autt - sól - hagl hvar endar þetta?
Ég er í próflestri... fór í smá göngutúr um kl 3 og hljóp síðan með Völu kl 5... við fórum Hrafnistuhringinn eins og vanalega, ég var voða fegin að heyra að Vala hafði verið slæm í maganum og svimaði í síðustu viku... það var ekki af illgirni sem ég var fegin - heldur smá von fyrir mig - ég er þá ekki alveg að gefa upp öndina.
Við fengum frábært veður, snjórinn frá í morgun var bráðnaður, smá rok og svo kom hagl í lokin.
Hrafnistuhringur 12,5 km í dag
Íþróttir | 18.4.2011 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færðin var hundleiðinleg á köflum, ég taldi mig ekki þurfa brodda þegar ég fór út, en þeir hefðu kannski losað mig við stress... það var rok og hiti um 1 stig. Hitti Báru og gekk með henni ca 1/2 km. Fór annars Hrafnistuhringinn
12.km í dag :)
Íþróttir | 15.4.2011 | 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ekki viss hvað ýtti mér út fyrir dyrnar, ég var dauðþreytt allan hringinn. það voru fáir á ferli enda veðrið argasti óvinur dagsins. Slagveðrið var á eftir mérað heiman en á móti í heimleiðinni.
Ótrúlega gott alltaf þegar maður hefur klárað hringinn, 12,5 km í dag
Íþróttir | 13.4.2011 | 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð að viðurkenna að ég var þreytt eftir MJÖG annasama og svefnlitla viku vegna verkefnaskila... en að auki hafði ég bara hlaupið tvisvar í síðustu viku. Nú fórum við Vala Hrafnistuhringinn í roki, hagli og rigningu - að meðaltali gott... var stíf í öxlunum þegar ég kom heim.
Hrafnistan 12,5 km
Íþróttir | 11.4.2011 | 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasti skóladagur í gær með ritgerðar-skilum, kleppsvinna að baki og þreyta í mér. Hef ekki hlaupið síðan á mánudag. Í dag stytti ég Hrafnistuhringinn (elli-smell) niður í Víðistaðahring (barna-smell) og kaus NEI við Icesave... sem verður þá I-save og We-save...
Síðan lengdi ég smávegis, hafði áhyggjur af því að fara niður fyrir 10 km svo það reddaðist. þannig að í dag voru það 10,5 km í brjáluðu roki og rigningu.
Íþróttir | 9.4.2011 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var frábært í dag, ég hljóp ekki um helgina, var í ritgerðarstússi, vika eftir af skólanum... en í dag beið Vala og þá sleppir maður öllu öðru. Maður minn hvað ég finn að maraþonið situr í mér.
En við Vala skelltum okkur Hrafnistuhringinn okkar og töluðum alla leiðina. Ekki málið - hehe.
Hrafnistuhringurinn 12,5 km :)
Íþróttir | 4.4.2011 | 22:03 (breytt kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SunTrust National Marathon & Half Marathon, Washington, DC USA
26.mars March 2011
http://www.nationalmarathon.com
Þetta hefur verið sögulegt ferðalag... Við lentum í New York kl 19 á fimmtudagskvöldið og vorum EKKI með þeim fyrstu að fá töskurnar... þurftum að bíða LENGI eftir bílnum... sem ég uppgötvaði eftir 15 mín að var bensínlaus... Við vorum síðan 2-3 mömmutíma sem eru 6 klst á íslensku að keyra til Washington DC. Þegar við komum þangað hafði herbergið okkar verið afpantað... mistök hjá Super8.com... ég hafði pantað 2 herbergi og afpantað annað þeirra. Fórum að sofa um kl 4 um nóttina.
Við sváfum í 3 tíma fyrstu nóttina, þá var farið í búðarráp og ég sótti gögnin fyrir hlaupið. við komum frekar seint heim aftur, ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að sofa umkl 10.
Svaf ágætlega, vaknaði kl 3:30, græjaði mig og var lögð af stað rúmlega 5. ég var um hálftíma að keyra á staðinn. þeir voru að byrja að loka götunum en ég fann gott bílastæði. Síðan tók þetta venjulega við. Það var svo kalt að ég beið mestan tímann inni í höllinni.
Eftir að hafa farið út, þrætt klósettröðina og komið mér á básinn, kólnaði ég svo niður að fæturnir á mér voru dofnir/frostnir þegar skotið reið af kl 7... ég fór kl 7:26 yfir startlínuna. Það voru 6-tíma-takmörk og mér fannst ekki sanngjarnt að mæla það frá skoti...
Ég held ég hafi aldrei hlaupið með ennisband heilt maraþon í útlöndum fyrr. Það var kalt og vindur, og sólin gat ekki einu sinni hlýjað.
Washington DC er ekki fylki og því ekki talið með í 50StatesMarathonClub en er aftur á móti talið með í 50andDCmarathongroupusa, þannig að þegar ég klára DE hef ég klárað báða klúbbana.
SunTrust marathon er 127. maraþonið mitt... enn er eitt fylki eftir
Hlaupið mældist 42,2 km þrátt fyrir að detta út í undirgöngum.
Garmurinn minn mældi tímann 5:18:58
Íþróttir | 27.3.2011 | 03:27 (breytt 12.5.2011 kl. 20:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það byrjaði að snjóa þegar ég fór út úr dyrunum og hætti þegar ég steig aftur á stéttina við útidyrnar. Ótrúlegt, við Vala vorum eins og tvær snjókerlingar í ófærðinni og hálkunni í dag. Vala féllst á styttri hring fyrir mig, styttingin var Hjallabrautin niður að sjó, munar rétt rúmum 2 km. Ekkert mál - ekki saman birtan og á laugardaginn þegar ég missti fjarlægðarskynið í hvítum snjónum. Núna hljóp ég í keng - svo derið tæki snjókomuna.... og elti bara tásurnar á Völu.
Hjallabrautin - ekki stefnan ;) 10,2 km
Íþróttir | 21.3.2011 | 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var yndislegt - ekki hægt að segja það sama um færðina á götunum. Fyrstu 3 km tók mig 5 mín lengur að fara... þegar ég var búin að berjast í ófærðinni, stundum næstum með snjóblindu í sólinni þá færði ég mig út á götu... bílstjórar voru allir mjög tillitssamir :)
Hrafnistan og allt í góðu í dag
Íþróttir | 19.3.2011 | 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)