Færsluflokkur: Íþróttir

Auðar götur :)

Ótrúlegt hvað maður getur þrælað sér út í ritgerðum... blogga um miðja nótt að ég hljóp í dag. Ég var ein, göturnar voru allar auðar eftir úrhellið sem hefur verið... hvílíkur munur... ég slapp við rigningu en fékk rok í staðinn...  

Hrafnistuhringur 12,5 km Smile


SÓLIN æðisleg

Það var bara snilld að smella sér út eh... sama leið og í gær... og síðasta árið Wink enda engin ástæða til að breyta því sem er gott... Sólin er gleðigjafinn þessa dagana, ófærðin var eins og í gær, sömu kaflarnir óruddir, laus snjór yfir sömu hálkubunkunum og autt á sömu stöðum.

Hrafnistuhringurinn kæri í sól og sælu 12,5 km


Komst loksins út

Ég hljóp síðast á mánudag með Völu, en síðan hefur allt verið í stoppi, endalaust eitthvað annað í gangi... en í dag komst ég loksins út... veðrið var gott þó það væri kalt... á flestum stöðum var vel skafið en laus snjór ofan á hálkublettum.

Hrafnistuhringur í sól og frosti en með allar græjur hlauparans... nema svifdreka og Huskie-hund Wink


Í ófærðinni með Völu

Það var snjókoma, réttara sagt haglél sem börðu okkur meat alla leiðina. Við fengum rokið líka alveg frí-keypis... og óruddar gangstéttir... Þetta var sem sagt erfitt í dag og við vorum lengi. Þegar ég kom heim var hárið á mér frosið og ég eins og snjókelling.

Hrafnistan í hrikalegri frærð... 12,5 km  


Ganga og hjól í brjáluðu veðri

Bláa kannan hittist í annað sinn til að ganga um Hafnarfjörð... síðast löbbuðum við Lúlli niður í Suðurbæjarlaug en nú fór ég ein á hjólinu, veðrið var vont og fór versnandi með hverju augnabliki... Gengið eða fokið var suður að golfvelli þar sem gönguprufa var tekin á nýja göngu???-stígnum meðfram honum. Snérum við þegar hann endaði í forardrullusvaði og börðumst til  baka út i sundlaug. Þetta hafa sennilega verið 4,5 km samtals. 

þá var að hjóla til baka, ég hef aldrei áður fokið út af á hjóli, svo ég tók auka sveig til að forðast bersvæði og hjólaði því um 4 km alls. 


Ef að lyftast upp aftur

Það er ekkert eins gott og að fara út að hlaupa eftir að hafa skilað af sér verkefni... skilaði fyrstu ritgerðinni á miðvikudag og heimprófi í hádeginu. Fyrir utan léttirinn að hafa skilað prófinu, þá var veðrið dásamlegt Smile

Hrafnistan 12,5 km á brosinu  Cool


Dróst á eftir Þóru Hrönn

Það er meira hvað ég er þreytt og þung... Þegar ég kom á Austurgötuna svimaði mig... færið var þungt fyrir mig... þá er gott að hafa hlaupavinkonur sem fórna sér og fara hægt með manni Kissing

Hrafnistan 12,5 km ,,sýnd hægt" 


Skökk og skjæld í heimaprófi

Ég hélt ég kæmist ekki til Völu... ég var svo krumpuð og vöðvarnir allir skakkir, skjældir eða í fríi... bakið þreytt og axlirnar að geggjast... ég hef setið við tölvuna í tíu daga, skrifað ritgerð, gert verkefni og er nú í hálfnuð með heimapróf upp á 6 þús orð. Skólinn er sem sagt að fara með heilsuna ;)

Ég komst til Völu, við fórum hringinn okkar og ég var þreytt, reyndi að harka þetta af mér og láta ekki á neinu bera... nenni ekki að sitja svona mikið...

12,5 km í dag, er að spá í að hlaupa aftur um hádegi á morgun :) 


Komst yfir þröskuldinn :)

Veðurfræðingur heimilisins linnti ekki látum fyrr en ég drattaðist út úr dyrunum á hádegi... veðrið á að versna síðdegis. Fyrst var veðrið fínt, svo kom smá hagl og blés á móti í bakaleiðinni. Gott að hafa farið snemma út :) og geta svo myglað áfram í bókunum á eftir :/

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Í brekkum með Soffíu

Við hittumst við Lækjarskóla kl 10... Það var búið að hellirigna en við vorum blessaðar með ágætis veðri. Við fórum Áslandsbrekkurnar saman, enduðum aftur við Lækjarskóla og ég hljóp heim. 

Hringurinn varð 13,5 hjá mér :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband