Maraþon hjá 100 km félaginu

Maraþon 11.júní 2011

Ofurhlaupararnir sem ætluðu 100 km byrjuðu kl 7 í morgun. Við vorum tvö (ég og Gotti) sem hlupum heilt og byrjuðum kl 9.
Öll umgjörð og þjónusta við hlaupið var til fyrirmyndar. Veðrið var leiðinlegt, rok og stundum grenjandi rigning. Ég mæli ekki með þessari hlaupaleið aftur... við Gotti hlaupum fyrst hálfa braut og síðan 8x heila braut (5km) en hinir hlupu heila braut 20x... veit ekki með ánægju annarra með brautina ;)

Komin í mark 11.júní 2011

Þar sem ég æfi nánast ekki neitt þá virkaði það mjög illa fyrir mig að vera í ,,stuttri fram og til baka braut" með svona frábærum hlaupurum - ég fann einhvernveginn ekki minn takt og endaði með krampa í kálfum og öðru læri. Hins vegar var gaman að hafa hlaupandi fólk með sér :)

Lúlli kom og hjólaði með mér síðustu 5 km :) Það var múgur og margmenni í markinu því Sigurjón kom rétt á eftir á Íslandsmeti í 100km hlaupinu.

Þetta maraþon var nr 130 hjá mér... og nú gengur ekki annað en æfa fyrir Reykjavík, því tíminn var hreinasta skelfing 5:53:56 :/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband