Færsluflokkur: Íþróttir

Hreyfing frá morgni til kvölds

Fór snemma út á hlaupa í morgun, fór Hrafnistuhringinn í þessari guðdómlegu blíðu sem hefur verið undanfarið. Fór fljótlega á eftir að hjóla með manninum. Við hjóluðum í Kópavog og um Kópavog. það var farið að kólna þega við komum heim og þá passaði að skella kvöldmatnum í ofninn. Þetta er bara snilld.

Hlaup 12,5 km og hjól 35 km 


Hlaupið og hjólað :)

Við Berghildur ætlum að nota fyrripartinn á morgun í ratleikinn svo ég hljóp Hrafnistuna mína í morgun. Veðrið var svo frábært og margir úti að hreyfa sig.

Eftir hádegið hjóluðum við hjónin af stað til Reykjavíkur að heimsækja pabba á hjartadeildina, en það sprakk hjá Lúlla og hann varð að taka strætó með hjólið frá Arnarnesinu. 

Hlaup 12,5 og hjól 35 km  


Hrafnistuhringur, hvað annað

Mér finnst svo gaman að hjóla að ég píndi mig snemma út að hlaupa svo ég gæti farið fyrr að hjóla... ótrúlegt en satt.

Hrafnistuhringurinn er í áskrift hjá mér... hvað annað er hægt að hlaupa ? jú jú... en nei Hrafnistan er farin samviskusamlega, eins og það séu lög fyrir því. ég átti 3 km eftir heim... og eins og hestarnir farin að fara allt of hratt... þá fékk sting aftan í vinsta lærið eins og í síðustu viku - svo ég hægði á mér og þá fann ég aðeins minna fyrir þessu.

Hrafnistan 12,5 km :) 


Styttist í maraþonið

Ég get ekki montað mig af miklum æfingum fyrir Reykjavíkurmaraþon... eins og ég var ákveðin að fjölga hlaupadögum og lengja vegalengdir... EN NEI... mín hefur ekki staðið sig í því... en ég hef bæði hjólað og gengið í staðinn.

Hrafnistan var farin í dag... í ágætis veðri... en ég var hrikalega þreytt fyrstu kílómetrana en það lagaðist síðan. Ég finn að hjólið hefur styrkt mig og ÉG ELSKA AÐ HJÓLA :)

Hrafnistan 12,5 km og hjól 23,6 km í dag  


Hreyfing í Júlí

Það verður að segjast eins og er að ég hef verið frekar slök í hlaupunum í júlí... Hlaupadagbókin segir að ég hafi bara hlaupið 117,2 km... sumir hlaupa þetta á viku en ég hef bætt þennan ,,skort" upp með því að hjóla og ganga.

Hlaup 117,2 km - hjól 714 km - ganga 56,9 km  


Enn rok og rigning

Verslunarmannahelgarveðrið hefur verið með stífar æfingar síðustu daga... rok og rigning í fullu fjöri. Það var ekkert annað í boði en að drífa sig út í veðrið í morgun... eftir 3 km fékk ég rosalegan sinadrátt aftan í vinstra læri og niður kálfann. kannski er það ekkert skrítið, ég hef verið mjög léleg að teyja undanfarinn áratug og undanfarið hef ég hjólað þónokkuð. Ég reyndi að nudda og jafna mig aðeins í lærinu og hélt svo áfram á hægu lulli... en jók hraðann jafnt og þétt og kláraði hringinn.

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Rok og rigning

Dreif mig út í morgun... hljóp Hrafnistuhringinn minn að mér fannst í mótvindi alla leiðina. Hljóp fram á Ingileif við Fjarðargötuna og við vorum samferða um km. 

Mér fannst ég ágætlega spræk enda slappaði ég af í gær en það var í eina skiptið þennan mánuð sem ég hvorki hljóp, hjólaði eða gekk. 

Hrafnistuhringurinn 12,5 km  


Milt og gott - bæði veðrið og hlaupið

Hljóp Hrafnistuhringinn minn ein og mætti fáum á leiðinni... bærinn er ,,tómur"

Það var skýjað... ágætt að það var ekki of heitt - nóg svitnar maður samt. Ég reyndi að hlaupa jafnt og fara á snakk-hraða. 

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Hrikalega gott í dag

Ég finn alltaf betur og betur hvað hjólið styrkir mig... fyrir utan að ég hef skafið smá fitu af mér, þá hefur úthaldið aukist Cool 
Ég held ég hafi hreyft bílinn 1 dag síðustu 2 mánuði og þá tókst mér að bakka á annan bíl Blush... annars hef ég farið allt á hjólinu.

Í dag hljóp ég Hrafnistuhringinn 12,5 km og hjólaði síðan 14 km á eftir - bara rólegt í dag. 


Ein í Hrafnistuhring

Ég var ágætu stuði í dag... hljóp ein því Vala fór vestur í gönguferð. Veðrið var frábært hlýtt en skýjað. Bærinn var ,,tómur" eða þannig, örfáir bílar og fólk á ferli.

Hrafnistan 12,5 km :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband