Færsluflokkur: Ferðalög

Gögnin sótt í Providence RI

Áttan mín er í MA, ég var ca 10 mín að keyra niður til Providence. Þetta er mjög beint þar til maður kemur downtown... what a mess... flækjusystem.

Expo-ið var á Westin hótelinu... ég var hálftíma að sækja númerið... það var ekkert um að vera þar. síðan keyrði ég þangað sem ég get skilið bílinn eftir á meðan ég hleyp.

Svo verslaði ég AÐEINS meira og dreif mig til baka á hótelið.


Hyannis Marathon MA, 28.febr.2010

Hyannis Marathon & Half Marathon, 10Km & Marathon Team Relay Hyannis, MA USA, 28.febr. 2010 http://www.hyannismarathon.com

HyannisMarathon.MA, 28.feb 2010Klukkan var stillt á 6:30... ég svaf undarlega (öðru hvoru) við þurfum að kynda herbergið mikið, það er kalt úti og þá verður loftið óþægilega þurrt inni. Það er hrikalega þægilegt að vera svona nálægt startinu, 2,2 mílur og starta seint Wink

Við vorum mætt 45 mín fyrir start. Lúlli fann stæði nálægt. Hlaupið var ræst kl 10:10, þ.e.10 mín of seint.
Hyannis MA, 28.feb 2010Þá var ég orðin frosin á tánum. Síðan hlýnaði og kólnaði á víxl svo ég var að fara úr og í jakkann. Það var ekki liðið langt á hlaupið þegar ég uppgötvaði á mílumerkjunum að hlaupið var 2 hringir. SJOKK Frown

Hringurinn var nokkrar lykkjur um sumarleyfis-bústaði... algerlega líflausir staðir ekki einu sinni dýr að sjá en nóg af brekkum... hvað annað - ég virðist vera áskrifandi af brekkumaraþonum. GetLost
Hér er hæðakortið
http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1584100228

Fyrri hringurinn gekk ágætlega... vandræðin byrjuðu í seinni þegar hálfa maraþonið var síað frá... þá virðast starfsmennirnir líka hafa horfið... tvisvar vissi ég ekkert hvert ég átti að fara (þurfti að spyrja til vegar, stoppa bíla og spyrja hvort þeir hefðu séð hlaupara) og í annað skiptið tók ég beygju í ranga átt og mætti maraþoninu Shocking
Markið í Hyannis MA 28.feb 2010Ég gat reddað mér mílunum með því að hlaupa á móti og þá hljóp ég inn í rétta leið nokkru síðar... W00t 

Ég myndi ráðleggja hlaupurum að velja eitthvað annað maraþon en þetta sem er með leiðinlegustu sem ég hef hlaupið... og er ég alveg að fá nóg af því að þurfa að velja lítil og erfið sveitahlaup vegna þess að tíminn hentar mér.
Eftir að ég kom í mark, kólnaði verulega, kom rok og rigning.

Maraþonin mældist 42,1 km - tíminn 5:16:12 á mína
Þetta maraþon er nr. 119 hjá mér
Massachusetts er 45. fylkið mitt - bara 5 eftir Grin  


Gögnin sótt í Hyannis MA

Gögnin í Hyannis MA,feb 2010Þegar við keyrðum hingað í myrkrinu í gær vorum fegin að allar götur voru auðar... það hefur verið þó nokkur snjór hér á austurströndinni undanfarið... Hjúkkett... hann var farinn.

Í morgun þegar við vöknuðum, féll stöku snjókorn og einhver eftir hádegið... en svo hefur verið rigningarúði... Við sóttum númerið eh og ég breytti úr fyrra-starti í seinna-start... það munar bara hálftíma. Ég verð því ræst kl 10 í fyrramálið. Tilbreyting að þurfa ekki að vakna um miðja nótt til að fara í maraþon.


Hlaupa-annáll 2009

verðlaunapeningar 2009Þetta ár var annasamt hjá mér... 20 maraþon hlaupin á árinu LoL 
Hér er mynd af verðlauna-peningum ársins.
5 maraþon voru hlaupin hér heima, Mývatn, Akureyri, Reykjavík, FM-haustmaran og maraþon 100 km félagsins. 

15 maraþon féllu í USA... þar af voru 13 þeirra í nýjum fylkjum og komst tala fallinna fylkja í 44 talsins. Ég hljóp 2 í Florida í jan. en hafði hlaupið þar áður, svo þar bættist ekkert við. Fylkin sem bættust við eru, MS, GA, VA, NJ, OK, CO, WV, AK, PA, MI, NH, ME og NC Cool

Farnar voru 7 ferðir á árinu til Usa og hlaupin 1-4 maraþon í ferð. Í svona ferðum er það ekki bara flugþreyta og tímamunur sem leggst á mann heldur einnig mikil keyrsla... fyrir utan aukinn kostnað eftir kreppuna... Sideways... W00t... Pinch 
Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið í 4 ferðum en 3-svar fór ég ein.
Bíðari nr 2 hefur staðið sig ágætlega en hann á fullt í fangi með að fylgjast með og uppfæra maraþonskrána mína.

Hlaupnir kílómetrar á árinu teljast 2.065 sem er nú ekki mikið... enda engar æfingar á milli, þegar maraþonin eru vikulega eða jafnvel 2 maraþon á einni helgi... og enn eru bara 52 vikur í árinu.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna þeim saman og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

 

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

City Of Oaks Marathon 1.11.2009

Eg hljop marathonid i morgun, var kominn snemma a stadinn og fekk gott bilastaedi. tar sem eg er netlaus a hotelinu er eg stodd i Best Buy til ad nota netid tar, bara til ad lata vita ad allt er i lagi. Marathonid gekk agaetlega, tad var hifandi rok a koflum og ausandi rigning... og BREKKUR, audvitad... hvernig hefdi eg getad misst af teim.

Sony Ericsson City of Oaks Marathon & Half Marathon & Rex Healthcare Half Marathon Raleigh, NC USA. 1.nóv. 2009
http://www.cityofoaksmarathon.com

Raleigh, NC 1.nóv. 2009Þeir færðu klukkuna aftur um einn tíma í nótt svo ég svaf einum tíma lengur. Vaknaði kl 3:45 því ég þarf um 2 tíma áður en ég fer af stað. Ég svaf ágætlega en allt þetta netstress og hinn stutti tími þreytti mig... þessi ferð er bara IN´N´Out...
Mission accomplished
Ég var mætt um kl 6, hlaupið var ræst kl 7. Það var kalt, um 8°C, rigning og vindur. Ég var heppin að hafa ákveðið að hlaupa í langerma, ég hefði orðið úti á leiðinni annars... var fljót að kólna þegar ég gekk upp brekkurnar.

Hlaupaleiðin og hæðarkortið...
http://www.cityofoaksmarathon.com/course_info/index.html
Ég heyrði að fólk var að tala um að seinni hlutinn væri VERY HILLY...  hvað var þá fyrri hlutinn???

En allt hafðist þetta að lokum, ég var mikið fegin að komast í mark. Maraþonið mældist 42,34 km og tíminn á mína klukku var 5:30:05.

Maraþonið er nr 118 hjá mér Kissing
Norður-Carolina er 44. fylkið mitt... bara 6 eftir W00t... 
Whistling... þetta er alveg að klárast  Wizard


Peak Performance Maine Marathon 4.okt 2009

Peak Performance Maine Marathon & Maine Half Marathon, Portland, ME USA. 4.okt 2009
Gögnin sótt í Maine, okt 2009http://www.mainemarathon.com

Klukkan var stillt á 4:40... og ég hafði farið snemma að sofa um 9, en kl 10:30 hrökk ég upp, brunakerfið á mótelinu fór af stað... og ég svaf ekki vel eftir það - dottaði bara öðru hverju.
Hvað um það... Maine skyldi falla í dag.

Maine Marathon 4.okt 2009Við vorum heppin með bílastæði
og Lúlli gat tekið myndir á startinu.
Síðan fór hann aftur á mótelið en ég fór í þrælaríið...
Hlaupið var ræst kl 7:45.  Hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup - ÓTRÚLEGT EN SATT.

Þetta er hæðarkortið... http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1173091004 

Peak Performance Maine 4.okt 2009Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt allt hlaupið... en ég skyldi klára það. Ég endaði með að ganga mikið í seinni helmingnum... var að drepast úr vöðvabólgu (skóla-tölvu-bólgu) í öxlunum og niður í bak.
Svo var ég með blöðru á hælnum síðan í gær og eitthvað bættist við í dag. Ég hef sjaldan verið eins fegin að komast í mark og þar beið Bíðari nr 1 með myndavélina. Þá var bara sturta, matur og hvíld á dagskrá... og Walmart, Best Buy og eitthvað fleira.

Tíminn á mína klukku var 5:59:58 og maraþonið mældist 42.2 km
Þetta maraþon er nr. 116 og Maine 43. fylkið... 7 eftir.


New Hampshire Marathon 3.okt. 2009

New Hampshire Marathon & 10K, 5K Race Walk, Health Walk, Bristol, NH USA 3.okt 2009
http://www.nhmarathon.com

New Hampshire Marathon 3. okt 2009Við keyrðum frá Tilton til Bristol í gær, en komum of snemma fyrir expo-ið. Þeir leyfa líka afhendingu gagna fyrir hlaup svo við keyrðum bara til baka. Það á að starta kl 9

Klukkan var stillt á 5:30, við þurftum að tékka okkur út um morguninn og vorum lögð af stað kl. 7:30

Við vorum búin að tékka á öllum staðsetningum, svo það var ekkert mál að finna staðinn. Það var ausandi rigning og þurrkurnar á mesta og höfðu varla undan. Við vorum með plast-regnkápur.

New Hampshire Marathon 3.okt 2009Hlaupið var ræst á réttum tíma og rigningin lét ekkert undan. Ekki get ég sagt að leiðin hafi verið skemmtileg, við hlupum meðfram umferðinni... haustlitirnir voru rosalega flottir... fyrstu kílómetrana - svo hætti maður að taka eftir þeim. Leiðin var ekkert nema brekkur og það sem þeir kalla rolling hills... og svo var þessi ausandi rigning.

Þetta er hæðarkortið http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1171091003 

New Hampshire Marathon 3.okt 2009Mér tókst að klára þetta maraþon rétt undir 5 og hálfum tíma og þá keyrðum við beint til Portland Maine og sóttum gögnin fyrir næsta maraþon.

Tíminn á mína klukku var 5:29:37 og mældist 42,69 km.
Maraþonið er nr. 115 og fylkið nr 42..... 8 eftir

Ég verð að setja inn myndir þegar ég kem heim, því nýja vírusvörnin hafnar myndavélinni.


Fallsburg Marathon, 15.8. 2009

Fallsburg Marathon and Half Marathon & half marathon and 5k, Lowell, MI USA, 15.ágúst 2009
http://www.fallsburghalf.8k.com

klósettröðin, Lowell marathon 15.8.2009Það var ekkert smá vesen að finna hvar startið væri í gær, en hafðist að lokum... það var ekkert expo.
Ég svaf ekkert sérstaklega vel í nótt, það var partý í næsta herbergi til 6 um morguninn.
Klukkan var stillt á 4:45 svo ég hefði rúma 2 tíma áður en við tékkuðum okkur út kl 7.
Við vorum uþb 30 mín að keyra til Lowell. Ég var á sér samningi, fékk að borga mig inn á hlaupadegi.

Fallsburg marathon, Lowell 15.8.2009Ég hafði enga hugmynd hvað ég væri búin að koma mér útí... lýsingin var skrautleg... The EXTREME TOUGHNESS of Fallsburg's and BRUTAL 2nd Half of the Race.

Hlaupið var ræst kl 8 og þá var hitinn um 17-20°c en hækkaði fljótlega í 28°c og þegar ég kom í mark var hitinn 32°c... götuhitinn var hreinasta steik... loftrakinn mikill. 
Hálfnuð, Fallsburg marathon, Lowell 15.8.2009Ég hljóp í gegnum markið eftir hálft maraþon... skelfing... fyrri helm var mjög erfiður og líka skelfilega leiðinlegur. Seinni helmingurinn var ENN erfiðari... hvílíkar brekkur, hvílík leið, hvílíkur hiti... besta lýsingin á leiðinni er fjallahlutinn af Laugaveginum með sandi, möl og drullu. Og mestan hluta trail-hlutans átti ég fullt í fangi með að varast trjárætur, stein-nibbur og fleira sem stóð upp úr jörðinni... svo var ég útbitin, miklu meira en síðasta hlaupi.
ALDREI AFTUR fjalla-brekku-trail-maraþon... punktur.

Í marki, Fallsburg marathon, Lowell 15.8.2009Þetta er LANG-ERFIÐASTA maraþon sem ég hef hlaupið... sama sögðu allir sem komu í mark.  Það var aldrei þurr þráður á mér og ég var aldrei svona drullug eftir Laugaveginn.  Venjulega tekur það mig 1-2 mínútur í mesta lagi, eftir maraþon að jafna mig... en ég var enn móð eftir korter.

Mér datt ekki í hug að ég fengi pening... það voru 118 skráði í heilt og fyrstu 100 áttu að fá pening. Þegar ég var búin að fá minn voru 5 stk. eftir. Ég fékk hettupeysu, bol, baðhandklæði og jakka, allt merkt hlaupinu. 

Ég nánast skreið í mark á tímanum 6:28:24 og maraþonið mældist 41,2 km þó gps-ið dytti oft út...

Fallsburg Marathon er 113. maraþonið mitt
Michigan er 41. fylkið mitt - 9 fylki eftir.


Maraþon á morgun...

Við erum í Grand Rapids MI... og ég hleyp í Lowell, næsta bæ, á morgun. Þetta er mjög lítið maraþon og ekkert expo. Ég á bara að fá númerið í fyrramálið fyrir start.

Þetta verður eitthvað skrautlegt... svona er lýsingin fyrir maraþonið... Fallsburg Marathon...

COURSE DESCRIPTION-Downhill on the downhills and uphill on the uphills with a little bit of flat thrown in for good measure.

You have better be in shape if your going to tackle this one...this race is not for beginners. But if your up for a challenge, looking for a GREAT workout, or are just One Tough Old Fart...then this is the Race for YOU!

This course will have it all...beautiful country roads, gravel roads, scenic trails, North Country Trails, ups...and I do mean UPS...and downs.
We advise that you carry a water bottle. We are aiming for aid stations every three miles to six miles...depending upon how many race voluntees we get. All races start at 8 a.m.

The course will be challenging but it will also be one of the most beautiful and rewarding marathons that you will ever experience in the Mid West! Good Luck and we will see you on Race Day.

Það er ótrúlegt hvað ég er seig að finna þessi erfiðustu hér í Ameríkunni... Crying


Drake Well Marathon, Titusville PA

Drake Well Marathon & Half Marathon, Kids Fun Run, Titusville, PA USA 9.ágúst 2009
http://www.drakewellmarathon.com

Start - Drake Well Marathon 9.8.2009Ég svaf eins og engill... hef varla sofið betur fyrir hlaup. Ég stillti klukkuna á 3:45 og við tékkuðum okkur út rétt fyrir kl 6. Við vorum búin að taka tímann á leiðinni til Títusville, ca 30 mín.
það var smá kaos við bílastæðið, þar sem enginn vissi nákvæmlega hvar átti að byrja... en það reddaðist í tíma... þetta hlaup er frumraun hjá þeim og við erum tilraunadýrin. Einu sinni áður hefur verið hlaupið maraþon hérna (2006) en það voru 5 1/2 hringur einhversstaðar í bænum.

Drake Well Marathon 9.8.2009Drake Well Marathonið er haldið á 150 ára afmælisári olíufundar sem var upphafið að olíuævintýri USA. (27.ág. 1859)

Í leiðarlýsingu segir að það séu 2 brekkur á fyrstu 8 mílunum... það er spurning hvað telst brekka, hlaupararnir voru að tala sín á milli að réttari lýsing væri - 2 fjöll á fyrstu 8 mílunum, brekkur eftir það -
Þetta er slóðin fyrir leiðarkort og hæðarkort
http://www.drakewellmarathon.com/?page_id=8 

Við startið var hitinn 70°F og 80°F þegar ég kom í mark...
Loftrakinn var á mörkunum að vera rigningarúði...

Mark - Drake Well Marathon 9.8.2009Leiðin var ágætt á sinn hátt, 42,2 km eru alltaf 42,2 km... en ég er orðin svolítið þreytt á að verða að velja maraþon eftir dagsetningum, en ekki eftir því hvort þau eru stór eða skemmtileg. Ég hef verið að taka mörg erfið maraþon undanfarið til þess að ná nýjum fylkjum. 
Mér fannst maraþonið í dag vera erfitt, brekkur, blautar og hálar götur og drulluvegir... fyrir utan hitann og loftrakann. 

Maraþonið mældist 32,8 km hjá mér vegna þess að úrið var alltaf að detta úr á milli hárra trjánna, en ég geri ráð fyrir að það hafi verið rétt mælt 42,2 km... og ég þakka Guði fyrir að hafa ekki verið lengur með það... 5:32:31 

Maraþonið var nr 112
Pennsylvania er 40. fylkið mitt - 10 eftir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband