Færsluflokkur: Ferðalög

Framhald af Route 66

Joplin Missouri 8.10.2011 Mother Road Marathon Joplin Missouri

Ég sótti númerið mitt í Expo-ið í dag... þetta var aðeins stærra en síðasta expo... 5 eða 6 borð. Það var ekki boðið upp á neitt enda er bærinn í sárum eftir fellibylinn í maí sl.

Við renndum síðan þangað sem markið er, því þaðan fara rúturnar á startið í fyrramálið. Síðan lentum við óvart á Country-hátíð hjá Auto-Part... en allt í kringum Route 66 varðar bíla og teiknimyndirnar Cars eiga upphaf sitt til eins af bæjunum sem ég hleyp í gegnum á morgun.

Það næsta var bara þetta venjulega, kaupa morgunmat fyrir mig, borða og sóla sig... þ.e. taka það rólega :)


Route 66 Marathon - Þjóðvegur 66

Kickin' Route 66 Mother Road Run Marathon
& Half Marathon, 50K, 50 Mile, 50K Relay Springfield, MO USA 2.okt. 2011
http://s122036257.onlinehome.us/images/race_apps/route66/route66flyer2011.pdf

Route 66 Marathon 2.10.2011 655Klukkan var stillt á 4:10 en við vorum vöknuð áður, enda fór ég extra snemma að sofa í gær, var þreytt eftir keyrsluna. Hótelið er 5 mín frá markinu. Við vorum mætt þangað, áður en rútan fór á startið kl 6:30

Það var kalt úti, köld þoka lá í lægðum. Mér var kalt fyrstu mílurnar en það hitnaði verulega eftir að sólin kom upp. Ég var með inntöku-prógramm, verkjatöflur fyrir takið í lærinu og 7hour energy.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Fyrri hlutinn var erfiðari, tómar brekkur en vegna temmilegs hita klifraði ég upp þær á ágætis hraða og það leit út fyrir ágætis tíma... en maraþon er ekki búið fyrr en í markinu. 

Vegna Ultra-vegalengdanna voru mílurnar taldar niður, það var ágætt og ég hitti Bíðara nr 1 þegar 6 mílur voru eftir, þá var ég búin að ganga meira eða minna 3 mílur því ég var með æluna í hálsinum (ofreynsla, vökvaskortur eða pest).

Route 66 Marathon 2.10.2011 666Ég var svo blessuð að finna ekki fyrir takinu í lærinu allt hlaupið en hitinn tók sinn toll af mér í seinni hlutanum og svo var of langt á milli drykkjarstöðva... 3-3,7 mílur.

Þetta hlaup var 1.hlaupið og því hálfgerð prufa... Mér finnst þeir hafa staðið sig ágætlega, héldu vel utanum fólkið, allt var gert með gleði og vilja til að þjóna, bolurinn flottur, peningurinn ÆÐISLEGUR og flokkaverðlaunin sérstök, það eina sem má bæta er - fleiri drykkjarstöðvar.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Þetta maraþon er nr. 133
Garmin mældi það 42,11 km og tíminn 5:33:05
Ég var önnur í mínum aldursflokki Smile
-


Expo í Springfield Missouri

Eftir 613 mílna keyrslu, frá Minneapolis til Springfield.... var fyrsta stoppið í Expo-inu, því næst minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Síðan var bara að borða, kaupa sér morgunmat og tékka sig inn á mótelið... gera sig klára og slappa aðeins af, ég þarf að vakna snemma.


Fox Cities Marathon Wisconsin, 18.sept.2011

Community First Fox Cities Marathon Appleton, WI USA
18.sept 2011
 http://www.foxcitiesmarathon.org

Fox Cities Marathon 18.9.2011Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð á undan. Við erum ágætlega staðsett, tæpar 2 mílur í strætó sem fer á startið (sami staður og gögnin voru í gær). Ég var mætt í strætó fyrir kl 7.

Það var frekar kalt og vindur svo ég var að hugsa um að hlaupa í jakkanum en hætti sem betur fer við það á síðustu stundu. Hlaupið var ræst kl 8

Fox Cities Marathon 18.9.2011Það voru ekki margar brekkur, leiðin bein og göturnar frekar langar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af starfsfólki og allir svo vingjarnlegir. Veðrið hélst milt, ekki of heitt því það var skýjað og vindurinn kældi, síðustu mílurnar komu nokkrir dropar en við sluppum við rigningu.  

Fox Cities Marathon 18.9.2011Ég var orðin mjög þreytt framan á lærunum þegar ég kom í mark, en það gleymdist allt þegar ég fékk verðlaunapeningana.
Einn fyrir maraþonið og annan fyrir að mæta sem félagsmaður og hlaupa Maniacs Reunion Marathon. Þessi peningur er safngripur W00t

Maraþonið mældist 26,32 mílur og minn tími var 5:05:44
Þetta maraþon var nr 132 Whistling


Delaware Marathon 15. maí 2011 - síðasta fylki USA fallið :)

Christiana Care Health System Delaware Marathon & Half Marathon & 4 person relay, Wilmington, DE USA, 15.maí 2011
http://www.delawaremarathon.org

Delaware 15.maí 2011ÓTRÚLEGT EN SATT... síðasta fylkið féll (fyrir mér) í dag. Delaware sem hefur gælunafnið ,,Fyrsta fylkið" varð fyrir einskæra tilviljun ,,síðasta fylkið" mitt. Dagurinn var stór í dag - nokkuð sem gleymist ekki á morgun :)... Ég trúi þessu varla enn - ég hef uppfyllt báða klúbbana sem ég er í, annar þeirra 50statesmarathon-club veitir viðurkenningu fyrir 50 fylkin en 50stateandDCmarathongroupusa hefur DC að auki.
Delaware 15.maí 2011
Áður en við flugum út var spáin fyrir Wilmington þrumuveður með eldingum og hellidembum en hlýtt. Það rigndi í gær þegar við sóttum gögnin en ég slapp við rigningu í hlaupinu í dag... en loftrakinn var 100%... mér finnst mjög erfitt að anda í svona raka og það kom niður á mér.

Delaware 15.maí 2011Ég hafði skrifað á gamlan bol ,,Delaware - 15.maí 2011 - MY LAST STATE og nær allir sem hlupu framhjá eða ég mætti óskuðu mér til hamingju.Hlaupið var erfitt... átti að vera flatt en leiðinni hafði verið breytt og var tómar brekkur... ég skil ekki hvað er í gangi með þessi brekkuhlaup. Sami hringurinn var farinn tvisvar og ég segi í hvert sinn að það er ömurlegt að hlaupa framhjá markinu og eiga annan skammt eftir.

Delaware 15.maí 2011Lúlli beið allan tímann á svæðinu og Edda systir, Emil og Inga Bjartey mættu með íslenska fána, bæði fyrir mig til að hlaupa með í gegnum markið og til að mynda okkur við í markinu. Hjónin Steve og Paula Boone sem eru með 50statemarathonclub voru líka að hlaupa og við Paula komum á svipuðum tíma í mark. 

DelawareÞetta var 50. fylkið og ekkert eftir...
Believe it or not
Þetta var 129 maraþonið mitt. Garmurinn mældi hlaupið 41,57 km, en gps-ið datt oft út á milli hárra trjánna og í undirgöngum, en tíminn var skelfilegur... 5:51:53


             50 State Marathon Club


SunTrust National Marathon DC, 26.3.2011

SunTrust National Marathon & Half Marathon, Washington, DC USA
26.mars March 2011
http://www.nationalmarathon.com

Þetta hefur verið sögulegt ferðalag... Við lentum í New York kl 19 á fimmtudagskvöldið og vorum EKKI með þeim fyrstu að fá töskurnar... þurftum að bíða LENGI eftir bílnum... sem ég uppgötvaði eftir 15 mín að var bensínlaus... Við vorum síðan 2-3 mömmutíma sem eru 6 klst á íslensku að keyra til Washington DC. Þegar við komum þangað hafði herbergið okkar verið afpantað... mistök hjá Super8.com... ég hafði pantað 2 herbergi og afpantað annað þeirra. Fórum að sofa um kl 4 um nóttina.

Við sváfum í 3 tíma fyrstu nóttina, þá var farið í búðarráp og ég sótti gögnin fyrir hlaupið. við komum frekar seint heim aftur, ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að sofa umkl 10.

Svaf ágætlega, vaknaði kl 3:30, græjaði mig og var lögð af stað rúmlega 5. ég var um hálftíma að keyra á staðinn. þeir voru að byrja að loka götunum en ég fann gott bílastæði. Síðan tók þetta venjulega við. Það var svo kalt að ég beið mestan tímann inni í höllinni.

Eftir að hafa farið út, þrætt klósettröðina og komið mér á básinn, kólnaði ég svo niður að fæturnir á mér voru dofnir/frostnir þegar skotið reið af kl 7... ég fór kl 7:26 yfir startlínuna. Það voru 6-tíma-takmörk og mér fannst ekki sanngjarnt að mæla það frá skoti...
Ég held ég hafi aldrei hlaupið með ennisband heilt maraþon í útlöndum fyrr. Það var kalt og vindur, og sólin gat ekki einu sinni hlýjað.

Washington DC er ekki fylki og því ekki talið með í 50StatesMarathonClub en er aftur á móti talið með í 50andDCmarathongroupusa, þannig að þegar ég klára DE hef ég klárað báða klúbbana.

SunTrust marathon er 127. maraþonið mitt... enn er eitt fylki eftir
Hlaupið mældist 42,2 km þrátt fyrir að detta út í undirgöngum.
Garmurinn minn mældi tímann 5:18:58


Gögn og Columbus Marathon Ohio, 17.okt. 2010

startið í Columbus 17.okt 2010Nationwide Better Health
Columbus Marathon
& Half Marathon, Columbus,
Ohio USA   
17.okt  2010
http://www.columbusmarathon.com/

Við keyrðum frá Indianapolis strax eftir maraþonið þar og vorum komin kl 5:30 að sækja gögnin fyrir næsta maraþon. Síðan var bara að koma sér á hótelið, draga allt dótið inn og setja upp nýtt heimili í 2 daga, fara í sturtu og gera allt klárt fyrir Columbus marathon.  

míla 13, hálfnuð í Columbus 17.okt 2010Klukkan var stillt á 4:45... við vorum vöknuð áður, ég get ekki kvartað yfir því að vera þreytt, nú var allt gert með hraði. Columbus marathon er 15 þús manna hlaup og ekki sniðugt að koma seint, lenda í bílaröð og fullum bílastæðahúsum. Við vorum komin á staðinn 5:15, fengum gott bílastæði nálægt startinu og hlaupið var ræst kl 7:30

Markmynd í Columbus 17.okt 2010Það var kalt í morgunsárið og gott að geta rétt Bíðara nr 1 jakkann á síðustu stundu. Allt gekk vel fyrstu mílurnar svo tók þreytan að síga á.
Hitastigið var um 25°c eins og í hlaupinu í gær. Ég var með orkugel sem ég tók á 4 mílna fresti og var alveg komin með ógeð í lokin bæði fyrir gelinu og Gatorade.
Aldrei þessu vant var hlaupið hringur sem er miklu skemmtilegra... ég var samt komin með nóg og gekk að mestu síðustu 3 mílurnar... en maður verður að koma hlaupandi í markið.

Columbus Ohio 17.okt 2010Garmurinn ákvað að vera fullur í hlaupinu og hætti að mæla rétta vegalengd en mældi tímann. Eitthvað klikkaði að stoppa klukkuna á réttum tíma en ég giska á að ég hafi verið 5:45

Þetta maraþon er nr. 125
Ohio er 49. fylkið mitt... EITT EFTIR  W00t

Þetta maraþon er hlaupið til heiðurs yngstu dótturinni Lovísu sem er 25 ára í dag. Til hamingju dúllan mín.


Indianapolis Marathon IN, 16.okt 2010

Community Health Network Indianapolis Marathon & Half Marathon, 5K, Marathon Relay, Kids Marathon Indianapolis/Lawrence, Indiana USA  16.okt 2010 kl 8:30
http://www.IndianapolisMarathon.com/ 

startið í IndianapolisÉg fór snemma að sofa, ekki veitti af og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð áður. Við þurftum að mæta snemma til að fá bílastæði nálægt. Startið og markið er innan ramma gatna sem eru hlaupnar og þeim lokað kl 7:30... klst fyrir ræsingu.

Við létum okkur ekki vanta, Lúlli varð að hanga á staðnum eftir mér því við tékkuðum okkur út af hótelinu þegar við fórum þaðan.

komin í mark í Indianapolis 16.okt.2010Aldrei þessu vant var ég léttklædd, hnébuxur og stuttermabolur... og það var næturfrost Pinch ég var frosin fyrstu mílurnar en síðan hitnaði vel. Hlaupið liðaðist eins og slanga umeinhvern garð og ég vissi sjaldan hvort fólkið sem ég sá var á undan mér eða eftir... þangað til það skildi á milli hálfa og heila maraþonsins. Sá hluti var fram og til baka skemmtilegheit FootinMouth
Mér gekk bara ágætlega, ég reyndi að hlaupa ekki í halla - það fer illa með mig.

Garmurinn mældi vegalengdina 26,4 mílur og tímann 5:06:39

Þetta maraþon er nr 124 hjá mér
Indiana er 48. fylkið mitt... 2 eftir.............. újé...... W00t 


ING Hartford Marathon CT, 9.okt. 2010

ING Hartford Marathon & Half Marathon, Marathon Team Relay, 5K and Kids K. Hartford, Connecticut USA... 9.okt 2010
gögnin sótt í Hartford CT 8.okt.2010http://www.inghartfordmarathon.com

Vaknaði fyrir kl 5. For snemma ad sofa og svaf agaetlega. vorum komin a startid klst fyrir hlaup sem var raest eftir baen og tjodsong kl. 8. Eg fann mig aldrei i hlaupinu... tad hitnadi verulega mjog fljott, en tad sem dregur mig alltaf nidur er grofar gotur, mikill gotuhalli og langar leidir fram og til baka. Tannig var tad nuna... ad auki var eg ad berjast vid ad fa ekki krampa i iljunum.
klósettröð í Hartford CT 9.okt.2010A sidustu milunni fekk eg hrikalegan krampa i vinstra laerid, haltradi afram en var buin ad jafna mig nog til ad geta hlaupid i mark. Foringinn tok myndir sem eg set seinna...
tetta er nog fyrir Best Buy ;)

Þetta svolítið fyndið að lesa þetta, svo ég ætla bara að þýða þetta á íslensku: vaknaði kl 5, hafði farið snemma að sofa og svaf ágætlega. Við vorum komin á startið klst fyrir maraþonið sem var ræst með bæn og þjóðsöngnum kl.8.

komin í startholurnar í Hartford CT 9.okt 2010Ég fann mig aldrei í hlaupinu, fór kannski of hratt af stað og svo hitnaði verulega, mjög fljótt.
Það sem dregur mig alltaf niður eru gróft malbik á götunum, mikill götuhalli og langar leiðir fram og til baka þar sem maður mætir þeim sem eru á undan í hlaupinu... þannig var leiðin núna. 
CT afgreitt 3 fylki eftirAð auki var ég að berjast við að fá ekki krampa í iljarnar. Á síðustu mílunni fékk ég hrikalegan krampa í vinstra lærið, haltraði áfram og var búin að jafna mig nóg til að geta hlaupið í mark.
Foringinn beið í markinu eins og alltaf.

Garmurinn minn mældi maraþonið 42 km og tímann 5:15:36. 
Þetta maraþon er nr. 123 hjá mér,
Connecticut er 47. fylkið mitt


Cox Sports Providence Marathon 2.maí 2010

Cox Sports Providence Marathon & Half Marathon and 5K
Providence, RI USA, 2.maí 2010 http://www.rhoderaces.com

Cox Providence 2.maí 2010Klukkan var stillt á 4:30 en ég var vöknuð áður. Allt dótið varð að vera pakkað til brottfarar því ég flýg heim á eftir. Ég gat troðið því öllu í skottið, það er ekki gott að láta sjást í töskur í bílnum. Ég tékkaði mig út um 6:30 og keyrði til Providence. Ég var hvílíkt heppin að ná mælastæði í miðbænum, en það er frítt á sunnudögum og þar að leiðandi engin tímamörk.

Cox Providence 2.maí 2010Það var svolítið asnalegt system á geymslu-dótinu, það var tékkað inn á 3. hæð á Westin, svolítið frá startinu. Þar var ég með mynda-vélina, bíllyklana og það sem ég var í þar til rétt fyrir start. Það var því smá vesen að láta mynda sig fyrir og eftir hlaupið og ég nennti ekki að fara aftur á startið í öfuga átt við bílinn... fyrir eina mynd.

Hlaupið var ræst kl 8. Veðrið var hlýtt og ég of mikið klædd, í síðum hlaupabuxum. í fyrstu var skýjað og þægileg gola í fangið. Mér gekk rosa vel að 16.mílu. þá fór að síga í mig þó ég hellti yfir mig vatni svo fötin væru blaut og kældu aðeins. Frá ca 20.mílu var sólin farin að hita verulega... þá fór ég að ganga meira á milli...

Tími og vegalengd mældust 5:32:08 og 27,02 mílur (43,49 km.) á mínu Garmin.

Cox Providence Marathonið er 121 maraþonið mitt
Rhode Island er 46. fylkið mitt

Bara 4 fylki eftir… Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband