ING Hartford Marathon CT, 9.okt. 2010

ING Hartford Marathon & Half Marathon, Marathon Team Relay, 5K and Kids K. Hartford, Connecticut USA... 9.okt 2010
gögnin sótt í Hartford CT 8.okt.2010http://www.inghartfordmarathon.com

Vaknaði fyrir kl 5. For snemma ad sofa og svaf agaetlega. vorum komin a startid klst fyrir hlaup sem var raest eftir baen og tjodsong kl. 8. Eg fann mig aldrei i hlaupinu... tad hitnadi verulega mjog fljott, en tad sem dregur mig alltaf nidur er grofar gotur, mikill gotuhalli og langar leidir fram og til baka. Tannig var tad nuna... ad auki var eg ad berjast vid ad fa ekki krampa i iljunum.
klósettröð í Hartford CT 9.okt.2010A sidustu milunni fekk eg hrikalegan krampa i vinstra laerid, haltradi afram en var buin ad jafna mig nog til ad geta hlaupid i mark. Foringinn tok myndir sem eg set seinna...
tetta er nog fyrir Best Buy ;)

Þetta svolítið fyndið að lesa þetta, svo ég ætla bara að þýða þetta á íslensku: vaknaði kl 5, hafði farið snemma að sofa og svaf ágætlega. Við vorum komin á startið klst fyrir maraþonið sem var ræst með bæn og þjóðsöngnum kl.8.

komin í startholurnar í Hartford CT 9.okt 2010Ég fann mig aldrei í hlaupinu, fór kannski of hratt af stað og svo hitnaði verulega, mjög fljótt.
Það sem dregur mig alltaf niður eru gróft malbik á götunum, mikill götuhalli og langar leiðir fram og til baka þar sem maður mætir þeim sem eru á undan í hlaupinu... þannig var leiðin núna. 
CT afgreitt 3 fylki eftirAð auki var ég að berjast við að fá ekki krampa í iljarnar. Á síðustu mílunni fékk ég hrikalegan krampa í vinstra lærið, haltraði áfram og var búin að jafna mig nóg til að geta hlaupið í mark.
Foringinn beið í markinu eins og alltaf.

Garmurinn minn mældi maraþonið 42 km og tímann 5:15:36. 
Þetta maraþon er nr. 123 hjá mér,
Connecticut er 47. fylkið mitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bryndís, Til hamingju með maraþonið. Farðu vel með þig og ég vona að þú jafnir þig fljótt. Kveðja Þóra Hrönn

þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Samkvæmt úrslitum var tíminn minn 5:15:40

Hartford Marathon
10/9/10
Svavarsdottir, Bryndis (F53)5:18:291985715 / 30F50-545:15:40

Bryndís Svavarsdóttir, 11.10.2010 kl. 22:13

3 identicon

hæ   Bryndis  til  hamingju med marathonid    og fardu   vel  med thig  , kv

             Soffia  kristins.

soffia kristinsdottir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband