Færsluflokkur: Ferðalög
Nashville, TN USA 28.apríl 2012 http://nashville.competitor.com
Ég var búin að bylta mér nokkrum sinnum áður en klukkan hringdi 3:15. Ég borðaði kringlu með osti - ekkert kaffi... það var agalegt. Síðan tók þetta venjulega við í undirbúningi fyrir hlaup...
Við bárum allt út í bíl og ég tékkaði okkur út kl 4:40... við vorum svo heppin að vera búin að fara á Finish í gær og Garmin lét okkur fara út af hraðbrautinni á öðru exiti en flestir aðrir fóru, svo við fengum strax bílastæði við hliðina á rútunum og endamarkinu. Hérna verður Lúlli að bíða þar til ég kem í mark.
Ég ætlaði að bíða í hálftíma í bílnum, en fólkið dreif svo að, km-löng biðröð í rúturnar svo ég skellti mér í röðina. Þegar ég var komin á staðinn - leitaði ég að Maniac- og half-fantics því ég ætlaði sko ekki að missa af hópmyndinni.
Maraþonið var ræst í hópum, sá fyrsti kl 7:00... það var strax farið að hitna. Ég sá á hitamæli snemma á leiðinni að það var 25°hiti og það hitnaði eftir því sem leið á morguninn. Leiðin var ekkert nema brekkur... hver skipuleggur þetta bull ;)...
Ég fékk -farðu-nú-að-hætta-þessu-verki- á þrem stöðum, fyrst í hægra hné... aldrei fundið fyrir hnjánum áður, síðan í hælnum og svo í mjöðminni... en svo hurfu þeir.
Hitinn hækkaði, sólin skein og á 17 mílu voru allir hættir að hlaupa og farið var að útdeila klaka á drykkjarstöðvum... Fólk sýndi merki ofreynslu... Ég fékk mér kaldan bjór á 23 mílu...
Ég hef ekki hugmynd hvað maraþonið mældist því garmurinn dó á leiðinni :/ en maraþonið er nr 143 og var hlaupið til heiðurs Gunnlaugi A Jónsyni Gt-kennara sem er 60 ára í dag.
Ferðalög | 29.4.2012 | 03:18 (breytt kl. 03:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gögnin voru í Nashville Convention Center í miðborginni og oft erfitt að fá stæði, en eftir smá hringsól fengum við stæði í bílastæðahúsi. Ég mundi eitthvað eftir síðasta skipti þegar við vorum hérna... en þetta er oft svo líkt.
Við vorum ekki lengi á staðnum, expo-ið var stórt en það var heitt í dag og lítur út fyrir að verða heitt á morgun... Við erum búin að ákveða hvernig morgundagurinn verður. Klukkan verður stillt á 3:15 og ég verð að vera komin í skuttluna á startið kl 5:15 og í Maniac-hópmynd kl 6:30
Ferðalög | 27.4.2012 | 21:26 (breytt 29.4.2012 kl. 02:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Disney World Marathon & Half Marathon, 5K, Goofy Challenge, Orlando, FL USA
http://www.DisneyWorldMarathon.com
Við létum klukkuna vekja okkur kl 2:30
Ég hafði sofið ágætlega en Lúlla leið eitthvað illa svo hann ákvað að verða eftir og koma seinna í markið með Eddu, Emil og Ingu Bjarteyju.
Þá voru það fastir liðir eins og venjulega, teypa tærnar, borða og raka saman dótinu, því ég hafði svo langan tíma á staðnum þar til startið yrði.
Ég var lögð af stað kl 3:10 og mátti ekki vera seinni. Traffíkin var rosaleg enda 20 þús manns í maraþoninu. Mér var beint á ágætis bílastæði, nokkuð nálægt tjöldunum. Þá var að bera á sig sólarvörn, vaselín og klára að borða. Ég rölti inn á svæðið, það stóð á Facebook að Maniacs ætluðu að hittast fyrir hópmynd 4:15
ég missti af henni í gær, af því að ég sá þá enga Maniaca kl 4:15... En nú var einhver hópur mættur og myndinni reddað.
Fyrirkomulagið var eins í dag og í hálfa í gær, uþb 20 mín ganga á startið. Eftir ræsingu kl 5:40 liðu 30 mín þar til ég fór að hreyfast
Ég lenti í ,,bás með 5:30 hlaupurum og hljóp með þeim þar til á 14. mílu, þá varð ég að fara á klósettið og missti af þeim. Ég sá þau síðan mílu á undan mér þegar leiðin var fram og til baka á 21.mílu.
Íslenska móttökunefndin sá mig síðan óvænt stuttu seinna og ég gat losað mig við dót. Þá var farið að hitna. Eftir það gekk ég heilmikið, æfingaleysið var farið að segja til sín. Ólíkt undanförnum æfingaleysis-maraþonum þá fann ég aldrei fyrir krampa í fótum og tók ekki Ibufen. Þetta þakka ég Magnesíum sprautunum sem ég fékk hjá Hallgrími á Selfossi.
Íslenska móttökunefndin, Lúlli, Edda, Emil og Inga Bjartey, beið við markið og upplifði alvöru maraþon stemningu. Ég var að hlaupa Disney í þriðja sinn, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hleyp Goofy (hálft og heilt og þriðja verðlaunapeninginn sem er sjálfur Guffi)... síðast þegar ég hljóp hérna (2009) var það hundraðasta maraþonið mitt þetta er nr 140
Þetta maraþon er tileinkað fyrsta lang-ömmu-barninu mínu sem fæddist 1. jan sl. Ótrúleg krúsidúlla J
Maraþon nr 140, Garmurinn mældi tímann 5:53:27 og vegalengdina 42,72 km.
Ferðalög | 9.1.2012 | 01:09 (breytt 11.1.2012 kl. 15:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45
vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.
Í dag var hálfa maraþonið hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.
21,5 km - 2:40:53 og bara sátt með það.
Ferðalög | 9.1.2012 | 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar
Svo var bara að dingla sér aðeins áður en við Lúlli fórum að sækja gögnin í Disney
Það var meiri steypan, svona er að lesa ekki leiðbeiningarnar áður en maður fer af stað... ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot
við keyrðum um, lentum á mark-svæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri start-svæðið
. það virtist enginn vita neitt
en svo var það í ESPN World Wide Sports
auðvitað.
Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna á 2:45 og fór að hvíla mig.
Þetta verður fyrsta hlaupið mitt sem lang-amma
Ferðalög | 9.1.2012 | 00:58 (breytt 11.1.2012 kl. 15:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MÉR TÓKST ÞAÐ - I DID IT - ÓTRÚLEGT EN SATT
Á þessu ári náði ég takmarki sem ég hefði einhverntíma talið fráleitt. Ég get ekki sagt með vissu, hvenær ég setti mér þetta takmark að hlaupa í öllum fylkjum Bandaríkjanna... Ég hef sennilega tekið ákvörðun snemma árið 2008. Eftir það sé ég á maraþon skránni minni (sem er í exel) að ég hranna inn fylkjunum, 2008 bæti ég 11 fylkjum í safnið. Í jan 2009 gekk ég í 50 State Marathon Club, þá komin með 31 fylki. 2009 bættust 13 fylki við og 2010 náði ég 5 í viðbót. Um síðustu áramót var því EITT fylki eftir og Washington DC (sem er ekki fylki).
Í mars var farin stelpuferð til DC. Ég hljóp maraþon en dæturnar þrjár versluðu. Síðasta fylkið féll síðan í Delaware 15.maí, þar sem litla systir og fjölskylda beið í markinu með íslenska fánann, dásamlegt
Þar sem geðveikin er á háu stigi hjá mér - gekk ég í MARATHON MANIAC´S... og mætti um haustið á Reunion í Appleton... eini félags-skapurinn -where you feel normal-
13 maraþon voru hlaupin á árinu, 4 hér heima en 9 maraþon í 5 ferðum til USA. Það sem er athyglisvert er að í þrem af þessum USA-ferðum hljóp ég bara eitt maraþon. Um haustið fór ég 3 ferðir til USA og hljóp þá 8 maraþon á 8 vikum (18 sept.-13.nóv), því Haustmarþonið kom inn á milli ferða.
Tveir aðrir áfangar voru settir, ég hljóp heilt maraþon 15. árið í röð í Reykjavíkur-maraþoni og svo hljóp ég maraþon í 15. sinn í Californíu... en CA er uppáhaldið mitt og fylkið sem ég hef hlaupið oftast í.
Hlaupnir kílómetrar á árinu 2011 reiknast 1698,5 km (), en ég hjólaði 921,7 km og gekk 175,6 km í Ratleik Hafnarfjarðar og á einhver fjöll.
Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.
Gleðilegt nýtt hlaupa-ár
Ferðalög | 31.12.2011 | 13:50 (breytt 29.12.2012 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Santa Barbara International Marathon & Half Marathon, Relay, Santa Barbara, CA USA, 12.nov 2011
http://www.sbimarathon.com
Klukkan hringdi kl 4 og við Lúlli fengum okkur morgunmat. Þegar allt var tilbúið og Bragi vaknaður fórum við út... Það var ca 20 mín keyrsla á startið.
Þegar við nálguðumst skólann þar sem startið var, var ekki einu sinni leyfilegt að keyra upp að skólanum, gatnamótin voru notuð fyrir ,,Drop off"... og ekki við það komandi að breyta því neitt... Við stoppuðum því aðeins frá og Lúlli tók mynd af okkur Braga við bílinn. Ég varð því að fara ein á startið og þeir fóru heim. Á startinu hitti ég nokkra Maniacs svo að grúppumyninni var reddað...
Það var fyrirfram ákveðið að Jonna og Bragi myndu bíða með Lúlla á Puente... hliðargötunni heim til þeirra sker hjólreiðastíginn sem hlaupið var eftir... á milli 18 og 19 mílu. Og þar stóð heimavarnarliðið samviskusamlega með íslenska fánann þegar ég kom þangað.
Það var ægilega gaman að hitta þau öll, það voru teknar myndir og þetta var mikil upplifun fyrir Jonnu og Braga sem ég held að hafi þarna í fyrsta sinn séð maraþon í gangi.
Það hafði verið skýjað en sólin fór að skína á 10 mílu og um leið kom nokkuð sterkur mótvindur.
Leiðin var ágæt, nokkuð slétt en þó með löngum og góðum brekkum bæði upp og niður... og síðustu 2 mílurnar voru niður á við.
Þetta maraþon er nr 138 hjá mér,
garmurinn mældi það 42,52 km og tímann 5:21:39
Ps. set inn myndir á morgun
Ferðalög | 13.11.2011 | 02:57 (breytt 20.11.2011 kl. 19:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Parkway Motorcars Santa Clarita Marathon & Half-Marathon, 5K, Kid K, Santa Clarita, CA USA, 6.nóv 2011
http://www.scmarathon.org/
Klukkan vakti okkur kl 3... og hinn hefðbundni undirbúningur hófst. Ég gerði einn feil, ég athugaði ekki veðurspána. Það komu nokkrir dropar þegar við komum út en ekkert sem við höfðum áhyggjur af... en á leiðinni á startið byrjaði að hellirigna... og ég var bara í hnébuxum og stuttermabol og aukafötin á hótelinu því Lúlli ætlaði að fara til baka og tékka okkur út
Þegar við komum á staðinn beið fólk þar sem var skjól... Það voru 21 Maniac skráður í maraþonið en ég fann bara 2 til að taka hópmynd, hinir voru í ruslapokum eða einhverju yfir Maniac-bolunum.
Fólk dreif ekki að fyrr en það stytti augnablik upp. Hlaupið var kl 7:00 í hellidembu og ég hélt ég yrði úti á fyrstu mílunum. Þá fann ég plast regnkápu sem einhver hafði hent og hún bjargaði mér... ég var orðin heit eftir 3-4 mílur og henti henni á mílu 9.
Það má segja að veðrið hafi verið fullkomið fyrir þá sem voru rétt klæddir. Fyrst var mér kalt, en síðan þegar stytti upp og sólin var búin að þurrka gallann, þá var mér heitt. Leiðin var ekki hæðótt, engar slæmar brekkur en við fórum nokkuð oft fram og tilbaka sömu götuna/stíginn.
Þjónustan var frábær, drykkjarstöð á meira en mílu fresti. Á einni stöðinni spurði hvort það væri eitthvað að borða og það beið eftir mér þegar ég kom til baka sama stíginn.
Þetta maraþon er nr 137 hjá mér
Garmurinn mældi þetta maraþon 42,62 km og tímann 5:21:19
Á leiðinni til baka að bílnum fann Bíðari nr 1 þjáningarbróður... þeir taka sig vel úr saman
PS... held hann sé búinn að bíða nokkuð lengi
Ferðalög | 7.11.2011 | 07:11 (breytt kl. 07:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hljóp þetta maraþon fyrir einhverjum árum. Við keyrðum niður frá Santa Barbara í dag og byrjuðum á að sækja gögnin... lítið expo en ágætt. Ég er nr 54... passar vel að vera 54 ára.
Við keyptum morgunmat og eitthvað fleira áður en við tékkuðum okkur inn á áttuna okkar, ég ætla ekki aftur út í dag.
Sem betur fer var Jonna búin að segja okkur að klukkan breytist í nótt, færist aftur um klst. Það hefur tvisvar gerst áður þegar ég mætti í hlaup að ég mætti klst of snemma af því að við vissum ekkert um þetta.
Ég tók til dótið og fer nú að borða og slappa af. Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið.
Ferðalög | 6.11.2011 | 00:40 (breytt kl. 00:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mother Route 66.wmv Videó
Mother Road Marathon & Half-Marathon, 5K, 1 Mile Fun Run, Joplin, MO.9.okt. 2011.
http://www.runmrm.com
Annað sinn sem þeir halda þetta marathon og ég heyrði að þeir hefðu orðið fyrir svolitlum vonbrigðum hve fækkaði frá því í fyrra.
Klukkan var stillt á 4:00 en ég var vöknuð amk klst fyrr. Lúlli keyrði mig á markið um kl 6 til að taka síðasta skólabílinn á startið. Það voru ekki margir í henni.
Hlaupið var ræst kl 8 en allir voru sammála umn að það hefði mátt ræsa hálftíma fyrr, enda átti að hitna verulega þegar liði á hlaupið. Ég var auðvitað með á grúppumynd með öðrum Marathon Maniacs - hvað annað
Hlaupið var frá Commerce í Oklahoma, (og allt um hótel-ruglinginn á hinu blogginu) gegnum Kansas og til Joplin í Missouri. Hinn sögufrægi þjóðvegur 66 liggur gegnum 8 fylki og 3 tímabelti.
Þessi gamli vegur var slitinn á köflum, mjög kúptur og sumsstaðar malarvegur og á honum voru nokkrar langar og góðar brekkur
Mér gekk ágætlega fyrri helminginn eins og í síðasta maraþoni en átti í erfiðleikum seinni helminginn. Þá var ég orðin þreytt á að renna út í hliðina á skónum í hallanum (er enn aum) og hitinn lamaði mig en hann var um 35°c síðustu tímana.
Alltaf nær kella samt í markið - þó það sé seint og síðar meir
Hlaupandi blaðamaður frá KBIA tók viðtöl á leiðinni...
http://kbia.org/post/reporters-notebook-running-joplin
Þetta maraþon er nr 134,
Garmurinn mældi það 42,42 km og tímann 5:44:52
Það kom mér virkilega á óvart að vera fyrst í mínum aldursflokki
Vidéó um hlaupin mín á Þjóðvegi 66 Mother Route 66.wmv
Ferðalög | 11.10.2011 | 02:28 (breytt 8.11.2011 kl. 07:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)