Hlaupa-annáll 2011


MÉR TÓKST ÞAÐ - I DID IT - ÓTRÚLEGT EN SATT 

Á þessu ári náði ég takmarki sem ég hefði einhverntíma talið fráleitt. Ég get ekki sagt með vissu, hvenær ég setti mér þetta takmark að hlaupa í öllum fylkjum Bandaríkjanna... Ég hef sennilega tekið ákvörðun snemma árið 2008. Eftir það sé ég á maraþon skránni minni (sem er í exel) að ég hranna inn fylkjunum, 2008 bæti ég 11 fylkjum í safnið. Í jan 2009 gekk ég í 50 State Marathon Club, þá komin með 31 fylki. 2009 bættust 13 fylki við og 2010 náði ég 5 í viðbót. Um síðustu áramót var því EITT fylki eftir og Washington DC (sem er ekki fylki). 

verðlaun 2011

Í mars var farin stelpuferð til DC. Ég hljóp maraþon en dæturnar þrjár versluðu. Síðasta fylkið féll síðan í Delaware 15.maí, þar sem litla systir og fjölskylda beið í markinu með íslenska fánann, dásamlegt Kissing

Þar sem geðveikin er á háu stigi hjá mér - gekk ég í MARATHON MANIAC´S... og mætti um haustið á Reunion í Appleton... eini félags-skapurinn -where you feel normal-

13 maraþon voru hlaupin á árinu, 4 hér heima en 9 maraþon í 5 ferðum til USA. Það sem er athyglisvert er að í þrem af þessum USA-ferðum hljóp ég bara eitt maraþon. Um haustið fór ég 3 ferðir til USA og hljóp þá 8 maraþon á 8 vikum (18 sept.-13.nóv), því Haustmarþonið kom inn á milli ferða. 

Tveir aðrir áfangar voru settir, ég hljóp heilt maraþon 15. árið í röð í Reykjavíkur-maraþoni og svo hljóp ég maraþon í 15. sinn í Californíu... en CA er uppáhaldið mitt og fylkið sem ég hef hlaupið oftast í.

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2011 reiknast 1698,5 km (Blush), en ég hjólaði 921,7 km og gekk 175,6 km í Ratleik Hafnarfjarðar og á einhver fjöll.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband