City Of Oaks Marathon 1.11.2009

Eg hljop marathonid i morgun, var kominn snemma a stadinn og fekk gott bilastaedi. tar sem eg er netlaus a hotelinu er eg stodd i Best Buy til ad nota netid tar, bara til ad lata vita ad allt er i lagi. Marathonid gekk agaetlega, tad var hifandi rok a koflum og ausandi rigning... og BREKKUR, audvitad... hvernig hefdi eg getad misst af teim.

Sony Ericsson City of Oaks Marathon & Half Marathon & Rex Healthcare Half Marathon Raleigh, NC USA. 1.nóv. 2009
http://www.cityofoaksmarathon.com

Raleigh, NC 1.nóv. 2009Þeir færðu klukkuna aftur um einn tíma í nótt svo ég svaf einum tíma lengur. Vaknaði kl 3:45 því ég þarf um 2 tíma áður en ég fer af stað. Ég svaf ágætlega en allt þetta netstress og hinn stutti tími þreytti mig... þessi ferð er bara IN´N´Out...
Mission accomplished
Ég var mætt um kl 6, hlaupið var ræst kl 7. Það var kalt, um 8°C, rigning og vindur. Ég var heppin að hafa ákveðið að hlaupa í langerma, ég hefði orðið úti á leiðinni annars... var fljót að kólna þegar ég gekk upp brekkurnar.

Hlaupaleiðin og hæðarkortið...
http://www.cityofoaksmarathon.com/course_info/index.html
Ég heyrði að fólk var að tala um að seinni hlutinn væri VERY HILLY...  hvað var þá fyrri hlutinn???

En allt hafðist þetta að lokum, ég var mikið fegin að komast í mark. Maraþonið mældist 42,34 km og tíminn á mína klukku var 5:30:05.

Maraþonið er nr 118 hjá mér Kissing
Norður-Carolina er 44. fylkið mitt... bara 6 eftir W00t... 
Whistling... þetta er alveg að klárast  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins er flögutíminn 5:30:00

Bryndis Svavarsdott (F52)5:33:06576199 / 7F50-545:30:00221 Hafnarfi, Iceland4:32:16

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 3.11.2009 kl. 23:37

2 identicon

Sæl Bryndís, Hvað ertu búin að vera lengi að ná þessum 44 fylkjum?

Geir Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:58

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Sæll Geir,
Fyrsta maraþonið mitt í Usa var New York maraþonið 1996, þ.e. fyrir 13 árum... Fyrst hljóp ég eitt maraþon í hverri ferð, en eftir að ég fór að safna fylkjunum, þá hef ég tekið fleiri í hverri ferð, nema síðast, þá hljóp ég bara eitt. Þegar ég byrjaði var dollarinn næstum eins dýr og í dag (118 kr) en flug, bílaleigubílar og gisting voru ódýrari... en nú hefur allt hækkað.

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 4.11.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband