Færsluflokkur: Ferðalög
Lake Placid Marathon & Half Marathon
Lake Placid, New York, 8.júní 2014
http://www.LakePlacidMarathon.com
Klukkan var stillt á 5:45 en ég var vöknuð aðeins áður. Það voru svo margir hlauparar á hótelinu að við fengum morgunmat fyrir hlaupið.
það var bara einn beinn kafli í þessu hlaupi... annars var það EKKERT NEMA BREKKUR. Við fórum tvisvar sinnum nær sömu leiðina fram og til baka.
Garmin mældi það rétt og tímann 6:41:53
Ferðalög | 8.6.2014 | 22:55 (breytt 30.6.2014 kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heartland Series, Bloomington Illinois, dagur 3
http://mainlymarathons.com/
Klukkan átti að vekja mig 3:30 en Lúlli vakti mig 20 mín fyrr með bröltinu í sér. Við vorum búin að ganga frá flestu, því við keyrum til Chicago í flug strax eftir hlaupið.
Við færðum klukkuna fram um klst þegar við komum og í ofanálag var hlaupið ræst klst fyrr, eða kl 5.
Það var glampandi sól, strax hiti i garðinum, og um mitt hlaup var hitinn kominn í 89 F og var í 86 þegar ég kláraði... svo sólarvörn 50 og moskito-spray var algert must.... heppin að hafa tekið það alvarlega, því margir voru útbitnir eftir daginn.
Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu á meðan ég var í hlaupinu og mætti á staðinn án þess að hafa neinar fréttir af nýju barni. Ég sendi sms til að reyna að fá einhverjar fréttir.
Hringurinn var 2,2 mílur, og ferðir taldar 11 og hálfu sinnum... á 9unda hring fékk ég sms frá Lovísu um að dóttirin væri fædd og allt hefði gengið vel - Guði sé lof.
Þetta maraþon er nr 173,
garmurinn mældi það 26,2 mílur og tímann 7:03:00.
Eftir hlaupið brunuðum við til Chicago. Það var eins gott að við reiknuðum sæmilega góðan tíma fyrir okkur því við lentum í umferðartöfum, tollvega-hremmingum og hefðum ekki mátt vera seinni að ná flugi til Boston.
AUÐVITAÐ ER ÞETTA MARAÞON TILEINKAÐ NýJUSTU DúLLUNNI OKKAR :
)
Ferðalög | 7.6.2014 | 13:08 (breytt 13.10.2014 kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heartland Series 4-8 júní 2014, dagur 1
http://mainlymarathons.com
Ég svaf ágætlega, og vaknaði kl 3:45 við klukkuna. Lúlli hellti á og ég fékk mér að borða, teypaði tærnar, smurði mig með vasilini, setti sólarvörn 50 þó það væri spáð rigningu og spreyjaði mig með moskito-fælu... engin smá serimonia fyrir eitt hlaup. Ég er yfir mig ánægð með nýju compression buxurnar mínar.
Við ákváðum að Lúlli yrði á hótelinu á meðan, enda lítið spennandi að hanga allan tímann í bílnum ef það myndi rigna allan tímann.
Ég lagði af stað um 5:30... hafði auka bol og eitthvað fleira með... og ákvað á staðnum að vera í stutterma bol í stað hlýra bol. Auðvitað var Maniac myndataka fyrir start... en enginn þjóðsöngur.
Hlaupið var ræst kl 6 am... og maraþonið var 14 ferðir fram og til baka. Veðrið var ágætt fyrstu 10 mílurnar... en svo byrjaði að rigna... og rigna... og rigna, það var úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhelli... svo ég var holdvot þegar èg kom í mark.
Ég byrjaði rólega, vissi ekki hvernig hnéð myndi virka.... og fann fljótlega að ég yrði bara að ganga þetta og ég tók nokkuð af myndum áður en það byrjaði að rigna, sendi sms heim (athuga hvort Lovísa væri búin að eiga) og dúllaði mèr með öðrum sem gengu. Hnéð hélt alla leið - Guði sé lof.
Þetta maraþon er nr 172,
garmurinn mældi það 26,77 mílur og tímann 7:43:51
Ferðalög | 4.6.2014 | 20:28 (breytt 30.6.2014 kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við vorum með hnitin fyrir staðinn þar sem gögnin voru afhent en áttum samt í smá erfiðleikum með að finna hann... Riversite Park.... en það hafðist.
Ég fékk nr 18. Eins og í síðustu seríu sem ég tók þátt í, þá er sama númerið fyrir alla 5 dagana. Ég er skráð í tvö maraþon... fyrsta daginn í Michigan og þriðja daginn í Illinois.
Við drifum okkur til baka á hótelið sem er ca 7 mílur frá starti. Við fengum okkur að borða... ég þarf að taka til hlaupagallann, það er spáð rigningu á morgun.
Svo er spurning hvernig hnéð verður.
Ferðalög | 3.6.2014 | 23:05 (breytt 30.6.2014 kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunburst Marathon South Bend IN
31.maí 2014
Klukkan var stillt á 3:45 en eins og svo oft áður vorum við vöknuð. Við vorum búin að ákveða að ég færi ein í hlaupið, því það voru 20 mílur á startið. Ég fékk mér morgunmat, smurði álagsbletti með vasilini, teypaði tærnar, setti sólarvörn 50 á mig og Lúlli spreyjaði á mig moskito-fælu... mín var tilbúin.
Ég fékk bílastæði beint fyrir framan startið, náði Maniac-hópmyndatöku og "síðasta pissi" fyrir start. Ég hélt að ég væri að mæta í fyrra start en það var bara eitt start, kl 6am...
Fyrir hlaupið hafði ég meiri áhyggjur af v-hnénu (síðan ég datt í vetur) en æfingaleysi, en svo fann ég ekkert til í hnénu en æfingaleysið dró mig niður.
Sólin bræddi okkur fljótlega og hægt og sígandi fór hitinn í 89 F...
Seinni hluta hlaupsins urðum við "sleðarnir" að taka sem hálfgerðan ratleik, því skyndilega hurfu allir löglegluþjónar og merkingar á gatnamótum. Amk einu sinni varð ég að bíða eftir næsta hlaupara og tvisvar spurði ég vegfarendur til vegar. Síðustu mílurnar fylgdust við nokkur að og fengum leiðsögn frá aðstoðarmanni á hjóli.
Garmin mældi vegalengdina 26,6 mílur og tímann 6:25:11
Þetta maraþon er nr 171
Þá var næsta skref að taka rútuna á startið og keyra heim á hótel.
Ferðalög | 31.5.2014 | 21:35 (breytt 30.6.2014 kl. 21:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við gistum síðustu nótt í Wisconsin Dells á leiðinni frá Minneapolis. Við fórum beint að sækja gögnin fyrir hlaupið, áður en við fórum á hótelið. Við vorum orðin dauðþreytt, á kolvitlausum tíma, eftir langa keyrslu í glampandi sól og hita. Expo-ið var lítið og fljótyfirfarið, nokkur tjöld á torgi. Ég verð nr 532.
Við keyptum morgunmat og fleira og fórum á hótelið... komum okkur fyrir og fórum snemma að sofa.
Ferðalög | 31.5.2014 | 21:27 (breytt 30.6.2014 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Little Rock Marathon & Half Marathon, 10K, 5K (Sat)
Little Rock, AR USA, 2.febr 2014
http://www.littlerockmarathon.com
View Course Map/Elevation Chart
Klukkan var stillt á 3am sem gaf mér nógan tíma til að græja mig fyrir morgunmatinn kl 4. Ég svaf ágætlega... held ég hafi farið að sofa kl 9... þá hálfnuð með bíómynd.
Fyrra start var kl 6 am sem gefur manni 8 tíma til að komast í markið, annars er start kl 8 og 6 tíma takmörk... en ég hélt mér veitti ekki af góðum tíma, bæði búin að vera hálf-veik undanfarnar 3 vikur, datt illa á hnéð í hálkunni og er að ná mér í bakinu.
Ég hékk fyrst með 6 tíma grúppu - því fyrra start má ekki fara framfyrir hraðastjórann sem fór fremst og það gekk ágætlega fyrri helming hlaupsins. það tók mig t.d. tíma að ná hópnum eftir klósettferð... en svo fór ég að dragast aftur úr... og svo tók ég nokkrar myndir í hlaupinu.
Bíðari nr 1 stóð vaktina heima og sagði mér hvernig veðrið ætti að vera í hlaupinu... KALT og VERSNANDI eftir því sem liði á daginn... man ekki hvort hann nefndi rigningu.
Veðrið var ágætt í upphafi, en síðan fór að rigna, kólna og hvessa... þetta var orðið ansi líkt íslensku slagviðri nema göturnar hérna verða mjög hálar í bleytu... mér leið ekkert vel að hlaupa niður blautar brekkur. Veðrið var orðið mjög slæmt þegar gjallarhorn tilkynntu að hlaupinu yrði hætt vegna ,,dangerous storm"... þá var ég komin á 24.mílu og rétt slapp áfram áður en fólki var beint að strætó við Walmart.
Þegar fólk kom í mark leit það út eins og það hafi lent í hrakningum, rennandi blautt og skjálfandi úr kulda... og starfsfólkið var litlu skárra - enginn viðbúinn þessum kulda.
Peningurinn er sá alstærsti og flottasti sem ég hef fengið - þegar hann var hengdur um hálsinn gleymdist allt erfiðið... ég flýtti mér út af svæðinu, enda rigndi eins og hellt úr fötu.
Þá þurfti að leita að bílnum... eftir að hafa eytt ótrúlega mikilli orku í að hafa áhyggjur af því að renna í bleytunni í hlaupinu, rann ég í bleytu á gangstéttinni á leiðinni að bílnum og datt niður á hnéð
Garmin mældi maraþonið 43,11 km og tímann 6:20:52
Þetta maraþon er nr 170
Eftir að ég kom heim á hótelið byrjaði þvílíkt þrumu og eldinga-show... the dangerous storm.
Ferðalög | 2.3.2014 | 21:58 (breytt 3.3.2014 kl. 00:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt nýtt HLAUPA-ÁR
Árið 2013 hefur verið viðburðaríkt, bæði gleðilegir atburðir og sorglegir. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Þó maður viti að einhvern tíma komi að sorgardegi í lífi manns þá vonar maður alltaf að hann komi einhvern tíma seinna.
Blessuð sé minning þeirra.
Árum saman höfðum við Lúlli þann sið að fara erlendis á milli jóla og nýjárs og ég hljóp einhversstaðar á nýbyrjuðu ári... en nú gerðist í annað sinn, það sem ég hélt að myndi aldrei gerast... að vera erlendis á jólum. Í fyrra vorum við í Texas en nú erum við í Californíu hjá okkar kæru Jonnu.
Ég byrjaði árið 2013 með því að hlaupa Texas-Marathon á nýjársdag og má segja að þá hafi línurnar verið lagðar fyrir árið...
ég er sem sagt lögð af stað í annan hring um fylki USA. Ég held ég hafi ekki hlaupið eins mörg maraþon á einu ári í eins fáum ferðum og í eins lélegu formi áður.
Ég komst í gegnum 18 maraþon í 8 ferðum... þrisvar fór ég ein... í þrem þeirra fór ég aðeins eitt maraþon í ferðinni, í tveim ferðum fór ég 4 maraþon í hvorri. Tvisvar hljóp ég 2 daga í röð og einu sinni 3 daga í röð. Ég tók þátt í tveim hlaupaseríum,
The New England Challenge og
Center of the Nation... þar sem við stóðum á Geographic Center of the Nation í S-Dakota.
Heima hljóp aðeins Reykjavíkur maraþon... Ég held það hafi aldrei gerst áður að ég hafi hvorki hlaupið vor-eða haust-maraþonið hjá FM.
Mér tókst að komast á Reunion hjá 2 klúbbum, í maí í Seattle hjá Marathon Maniacs og hjá 50 States Marathon Club í Connecticut í október.
Næst síðasta ferðin á þessu ári var SYSTRA-ferð til Florida yfir Thanksgiving... en það er algjör nýbreyttni að ég taki einhverja aðra en Bíðara nr 1 með... en í Flórida hljóp ég Space Coast Marathon og voru Berghildur og Edda svo ánægðar með ferðina að hún verður árviss og þær fara að æfa svo þær komist hálft-maraþon.
Síðasta maraþon ársins 2013 var Operation Jack á annan í Jólum. En það maraþon er 17 maraþonið mitt í Californíu... I LOVE CALIFFORNIA.
Ferðalög | 1.1.2014 | 17:17 (breytt kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Space Coast Marathon & Half Marathon Cocoa, FL USA
http://www.spacecoastmarathon.com
Ég svaf ágætlega, klukkan hringdi kl 4 am. Ég hafði áætlað mjög stuttan tíma til að undirbúa mig, því ég ætlaði að taka rútuna frá Best Western hér við hliðina kl 5.
Ég teypaði tærnar, fékk kaffi og morgunverðarpoka í lobby-inu og borðaði þegar ég kom yfir á startið. Það var bara snilld að losna við að finna bílastæði því það var allt mjög þröngt í kringum marksvæðið í gær þegar við fórum þangað að kanna aðstæður.
Veðrið var ágætt, skýjað og svali frá hafinu. Maraþonið var ræst kl 6:30 og hlaupið fram-og-til-baka meðfram ströndinni, fyrst norður en síðan í suður. Seinni lúppan var miklu skemmtilegri.
Ég hengdi mig á Galloway pacer 5:45 sem var skynsamlegt þar sem ég hef ekki æft neitt.
Ég missti síðan af þeim þegar ég fór á klósettið í annað sinn.
Fyrri hluta leiðarinnar drakk ég ekki nóg, fannst ég ekki þurfa þess í svalanum en það var ekki skynsamlegt hjá mér því ég varð allt í einu svo þyrst að ég þambaði heilu glösin.
Berghildur og Edda komu á marksvæðið kl 9:30 með rútu sem var að skila hlaupurum aftur á Cocoa Beach og þær biðu eftir mér þar sem ég kom inn á marksvæðið, urðu svo að hlaupa að markinu til að ná markmynd og þar fengu þær bæði pening og handklæði fyrir
Þetta maraþon er nr. 168
Garmin mældi vegalengdina 26,35 mílur og tímann 6:07:??
Ég er mjög sátt við þetta allt og gaman að hafa systurnar með
Ferðalög | 1.12.2013 | 21:25 (breytt 22.12.2013 kl. 14:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
United Healthcare Breakers Marathon,
Newport, RI USA
http://www.uhcmarathon.com
ÉG ætlaði að sofa á mínu græna og sleppa þessu maraþoni... EN ég glaðvaknaði kl 4:30 í nótt. Fór upp í aftur og reyndi að sofna... sagði NEI, NEI ég ætla ekki... en mér leið ágætlega, svo ég byrjaði að klæða mig, tautandi "ég trúi því ekki að ég ætli að fara"
Í stuttu máli sagt... var ég með fyrstu mönnum á staðinn þar sem heila maraþonið átti að leggja bílunum og fara í rútu. Ég átti nefnilega eftir að sækja númerið mitt.
Ég var alltof snemma í því en gat sest niður í 1 klst. Fljótlega dreif að fólk og ég fór að heyra sögurnar frá Hartford og aðal spurningin var: fékkst þú verðlaunapening ?... og fljótlega var fundið út að verðlauna peningarnir höfðu klárast löngu áður en 4 tímar voru liðnir.
Ég missti af hópmyndatökunni í gær en náði henni í dag... heppin, því ég er ekki með ljósmyndarann minn með mér í þetta sinn. Maraþonið var ræst kl 8 á Easton´s Beach.
Fyrri helmingur hlaupsins var mjög fallegur og hér eiga víst að vera stærstu hallir í Ameríku...síðan hlupum við í gegnum markið og seinni helmingurinn var "út í sveit" sem sagt - ekki eins skemmtilegir fram-og-til-baka leggir. Þann hluta hljóp ég með Melanie sem hljóp líka í Hartford í gær. Við hlupum eftir 1-1 kerfi (Galloway)
http://beta.active.com/running/articles/run-walk-run-to-faster-times-faster-recovery
Ég reyndi að hlaupa rólega og afslappað... og maginn var til friðs alla leiðina. Þökk sé Guði :)
Þetta maraþon er nr 167, garmurinn mældi það 42,84 km og tímann 6:27:51
Ferðalög | 13.10.2013 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)