Færsluflokkur: Ferðalög

ING Hartford Marathon CT, 12.10.2013

ING Hartford Marathon Hartford, CT USA
http://www.inghartfordmarathon.com

Klukkan var stillt á 5:00 vegna þess að það voru bara 10 mín. á startið. En ég svaf eiginlega ekkert um nóttina þó ég færi snemma uppí. Ég var með magakveisu og sat á klósettinu mest alla nóttina. Þegar klukkan hringdi var maginn galtómur... Nú voru góð ráð dýr því það er mjög erfitt að ætla maraþon svona í maganum. En ég seldi mér þá hugmynd að komast einhvernveginn í gegnum það.

Ég tékkaði mig út og fór að stað fyrir 7 og fékk stæði á ágætis stað. Hefði kannski átt að hugsa betur um staðsetninguna gagnvart markinu en ekki startinu þá hefði ég verið fljótari og farið styttri leið að bílnum eftir hlaupið.

Gögn í Hartford CT 532,1

Hlaupið var ræst kl 8 og í upphafi var kalt. Það hitnaði fljótlega og sólin skein allan tímann. Ég passaði mig að smitast ekki að þeim sem voru hraðari og tókst að halda maganum góðum fyrstu 7-8 mílurnar. Þá byrjaði ballið - það er að eftir það átti ég stefnumót við klósettin á leiðinni og varð að ganga.

það þýddi ekkert að reyna að hlaupa - og stundum varð ég að hæga á göngunni.  Ég ætlaði ekki að lenda í þrumu-skoti á leiðinni og ég ætlaði að klára. Þetta var orðið skelfilega erfitt í lokin og ekki gerlegt að fara annað á morgun.

Hartford CT 12.10.2013

Þegar ég kom í markið - og ekki síðust... voru verðlaunapeningarnir búnir, svo ég fæ minn sendan í pósti... ég fór strax að bílnum og keyrði til Rhode Island þar sem ég á pantað næsta hótel og maraþon. Alla leiðina gældi ég við að sækja gögnin til vonar og vara og sjá til hvort ég kæmist á morgun... EN ÞAÐ ER BARA BULL að ætla það... Það er ákveðið - ég sleppi því.

Ing Hartford maraþon er nr 166 og 26. fylkið í hring nr tvö
Garmurinn mældi vegalengdina 42,86 km og tímann 6:51:??


Gögnin sótt í Hartford CT

Gögn í Hartford CT 527

Ég var frekar sein í Exp-ið því ég var í "shopping-stuði" náði næstum að klára listann minn....
Á leiðinni niður stigann í expo-ið mætti ég Steve Boone í stiganum og hann beið eftir mér á meðan ég hentist inn að sækja númerið og bolinn og ég fór út aftur til að vera samferða honum á REUNION hjá 50 States Marathon Club.

Gögn í Hartford CT

Það kom mér á óvart að hann og Paula kölluðu mig fram... það er hefð að mynda þá sem hafa "Finished the States" næst þegar þeir mæta á reunion. Þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti. Ég þekkti helling af fólki og ég varð að vera með smá ræðu og tala eitthvað á íslensku :)  


Center of The Nation #5 NE 20.9.2013

http://mainlymarathons.com/center_series 

Center of The Nation #5 NE 20.9.2013

Síðasta maraþonið í þessari seríu. Öll hlaupin hafa verið nálægt litlum bæjum þar sem var aðeins lámarks þjónusta. Við vorum í menningu og verslunum í gær í Rapit City og nutum okkar :) en hér í Chadron er fátt um fína drætti.

Ég og önnur kona gátum grátið út í gær að fá morgunmatinn kl 5 í morgun og þess vegna var klukkan stillt á 4:30.  
Center of The Nation #5 NE 20.9.2013Ég svaf ágætlega eftir búðar-maraþonið í gær. Tærnar voru teipaðar og reynt að búa um blöðruna á hælnum. Morgunmaturinn var fjörlegur, maður fékk að heyra hverjir slepptu gærdeginum og hverjir hættu í miðju hlaupi.

Hlaupið var ræst kl 6:30 eins og öll hin... nú í Chadron State Park. Við höfum hlaupið fram og til baka til þessa en nú fengum við hring (12 hringi)... hluti leiðarinnar var trail en svo komu 4 brekkur :/

Þegar hlaupið var ræst skakk-lappaðist liðið af stað, margir sárir en nokkrir ferskir því það var hægt að skrá sig á staðnum. Það var kalt í upphafi um 2°c en fljótlega hlýnaði og hitinn fór í 25°c

Center of The Nation #5 NE 20.9.2013

Ég hafði voðalega litla lyst, borðaði vatnsmelónur á drykkjarstöðinni og tók með mér snakk til að fá salt... svo drakk ég kók og bruddi klaka. Við gengum mörg saman og sumir fóru öfugan hring til að mæta fólki. Ég sá einhverja heltast úr og hélt um tíma að ég fengi "The Caboose" sem er síðasti lestarvagninn, en það var einhver á eftir mér. Lúlli lauk þessu síðasta maraþoni með mér. 

Þetta maraþon var nr 165
Garmin mældi tímann rúma 8 tíma og vegalengdina 42,66 km

Center of The Nation #5 NE 20.9.2013 


Center of The Nation #3 WY 18.9.2013

http://mainlymarathons.com/center_series 

Center of The Nation WY #3   18.9.2013

Mér fannst ég sofa lítið betur í nótt en síðustu nótt... var amk alltaf að hrökkva upp, við þrumur og eldingar, beljandi regn, umferð úti eða á ganginum inni. Klukkan var stillt á 4:10 og við vorum komin á sjá áður.

Það átti að vera erfiðast að finna þetta start svo Lúlli fékk hnitin sett inn í Garmin. Ég var svo þreytt og líka með blöðru á hælnum, svo ég ákvað fyrirfram að ganga allt maraþonið.

Center of The Nation WY #3   18.9.2013

Við keyrðum yfir í Wyoming og þar var hlaupið eftir malavegi... 12 leggir eins og áður. Fyrstu 2 leggirnir voru farnir í frekar köldu veðri, síðan fór hitinn upp í 30°c, næstsíðasta legginn hrönnuðust upp ský og komu nokkrir dropar og síðasta legginn var svo mikið skýfall, kalt og hart að ég hélt fyrst að þetta væri hagl. Á augabragði varð ég holdvot og skítkalt frá toppi til táar. 

Þegar ég kom í markið var ég gjörsamlega búin að fá nóg. Síðustu leggina hafði ég ekki haft lyst á neinu sem var í boði á drykkjarstöðinni - auðvitað gengur það ekki. Svo var ég alveg búin að gleyma að það er allt annað að vera í svona mikilli lofthæð 3 maraþon í röð.

Þetta maraþon var þriðja í röðinni af 5 í Center of The Nation seríunni og ég er skráð í öll en ég ætla að hvíla á morgun, ss sleppa MT í þetta sinn og taka það með ID seinna. 

Tíminn var skelfing, nærri 9 tímar og Garmin mældi þetta 42,8 km.
Þetta maraþon er nr 164 


Center of The Nation #2, SD 17.9.2013

http://mainlymarathons.com/center_series 

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

ÞETTA MARAÞON VAR ERFITT.

Startið var í garði við þessa götu. Það var óþarfi að vakna "eld"-snemma. Klukkan var því stillt á 4:30... en mér varð ekki svefnsamt, ég held ég hafi örugglega gleymt mér öðru hverju en mér fannst ég ekki sofa neitt.

Við vorum mætt á startið á réttum tíma. Á þessum bletti er nákvæmlega miðpunktur Ameríku, og sjálfsögðu tókum við myndir af okkur á þeim bletti og þær fara á facebook.

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

Eins og í gær voru 12 leggir fyrir heilt og 6 fyrir hálft. Það var ekki jafn auðvelt og í gær og margar ástæður fyrir því. Stærsta ástæðan var hitinn. Fljótlega hitnaði verulega og eftir 2 tíma var götuhitinn kominn í 35°c og síðan 37°c þegar ég kláraði.

Eftir tvo tímana voru það aðeins þeir hörðustu sem hlupu eitthvað að ráði - hinir voru farnir að ganga meira en skokka. Við vorum á steinsteyptri stétt allan tímann og hún var frekar mjó fyrir þennan fjölda.

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

Ég hef sjaldan verið eins fegin að klára hlaup, var komin með stóra blöðru á hælinn og svakalega þreytt í bakinu af því að ganga svona mikið.

Tíminn er ekki glæsilegur... yfir 7 klst og ég var ekki síðust.
Garmin mældi leiðina 42,7 km... of langt eins og í gær.
Þetta maraþon er nr 163 


Center of The Nation # 1... ND, 16.9.2013

Center of The Nation ND 16.9.2013

Við fórum snemma að sofa enda þreytt eftir langar keyrslur. Klukkan var stillt á 4:00. Við borðuðum og dunduðum okkur hin rólegustu því ég hélt að startið væri "rétt hjá" golfvellinum...
Þess vegna lögðum við alltof seint af stað. Þegar enginn var þar og Lúlli var sannfærður um að við ættum ekki að keyra suður eftir þessum ófærum - þá snérum við við og náðum í leiðbeiningarnar.

Center of The Nation ND 16.9.2013

Mikið rétt - það var 21 míla á startið - en það er auðvitað "rétt hjá" í Ameríku. Ég var viss um að ég myndi missa af startinu, enda orðin allt of sein - en hópurinn var að fara af stað þegar við lögðum bílnum. 

Leggurinn sem við áttum að hlaupa var rúm míla að lengd, rúmar 2 fram og til baka - 12 ferðir. Í hvert sinn sem ég kom á startið fékk ég teygju um úlnliðinn.
Center of The Nation ND 16.9.2013Tímataka var ónákvæm - engar mottur.
Vegurinn var frekar grófur með einni frekar langri brekku og ég bjóst við að verða leið en það var ekki því við vorum svo mörg að enginn var einn á ferð.

Það var skítkalt í upphafi og vindur - loksins var ég ekki of mikið klædd... en síðan hitnaði, held að hitinn hafi farið í 30°c en með sólinni hvessti enn meira svo hitinn fannst varla.

Center of The Nation ND 16.9.2013

Ég er sátt við minn tíma sem Garmin mældi slétta 6 tíma og vegalengdina 42,8 km
Þetta maraþon er nr 162 

Eftir maraþonið keyrðum við 120 mílur suður til Belle Fourche SD, þar sem hlaup nr 2 verður kl 6:30 í fyrramálið. 


Gögnin sótt í Bowman N-Dakota

Í S-Dakota, á leiðinni til N-Dakota

Við lentum í Denver síðasta föstudag (13.9) og vegna hörmungarflóða sem ollu neyðarástandi fyrir norðan Denver, vorum við teppt fyrsta kvöldið í Denver og við vorum óviss um hvort ferðin væri ónýt hjá okkur... EN við vorum blessuð og komumst krókaleið framhjá flóðasvæðinu og keyrðum um 600 mílur til Bowman.

Fyrst keyrðum við í gegnum Wyoming til S-Dakota og og þaðan norður til N-Dakota. 

Hér er ekkert um að vera... engin veitingahús opin, búðir eða neitt. Lúlli borðaði afganginn af kjúklingnum en ég fékk mér SUBWAY, það var eina sem var hér.

Gögnin í Center of The Nation 15.9.2013

Við sóttum gögnin, ég hef númerið 27 í öllum hlaupunum. Ég fékk glæsilegan start-pening sem ég hengi síðan hvern nýjan pening neðan í... og þeir eru sko ekkert slor.

Við gistum á Áttu, og þau ætla að hafa morgunmatinn til kl 4:30 svo við fáum að borða áður en við förum.
Maraþonið verður ræst kl 6:30 á morgun (mánudag 16.9).


New England Challenge #5 Old Colony Marathon, 24.5.2013

OLD COLONY MARATHON Springfield, Massachusetts
Friday May 24, 2013 - 6am Start
Four laps of 6.24 Miles, plus 1.24 Miles at start
http://www.newenglandchallenge.org/oldcolony.html

New England Challenge #5 The Old Colony 24.5.2013 118
Við vorum 4 mílur frá Forrest Park þar sem startið var, svo ég stillti klukkuna á 4 am... Síðan reyndi ég að fara snemma að sofa. Það lítur ekki vel út með veður, það hefur verið úrhelli í dag... síðan er það hlaupagallinn... ég verð að hlaupa undan vindi í fötum sem ég skolaði um daginn.
 
Þegar klukkan hringdi byrjaði venjulegur undirbúningur, hella á kaffi, borða, vasilín, teypa tærnar og troða sér í aðeins rök föt. GOTT að þetta er síðasta maraþonið í þessari ferð.
 
New England Challenge #5 The Old Colony 24.5.2013 123
Lúlli varð eftir á mótelinu, Joe við hliðina fékk að elta mig í garðinn... veðrið var nokkurnveginn þurrt. Hlaupið var ræst kl 6 eins og hin en þetta er síðasta hlaupið í NEC-seríunni.
 
Eins og vanalega var myndataka áður, af þeim sem hlupu í dag og þeim sem eru að klára séríuna. Þetta maraþon er jafn erfitt og hin, þó hringirnir séu mislangir þá eru þeir allir í einhverjum görðum með bröttum brekkum bæði upp og niður. Hringirnir í dag voru frekar langir og aldrei þurrt á leiðinni. Ég fékk blöðru á annan hælinn í öðru maraþoninu og hún plagaði mig fyrstu tvo hringina - síðan held ég að hún hafi bara fyllt út í skóinn og stífað mig af Wink
 
Þegar við Nick nálguðumst markið sáum við að það vantaði mílu upp á vegalengdina, svo við stöggluðumst við að bæta við leiðina, hlupum í allar áttir þar til við náðum 26,1 og fórum í gegnum markið, en þeir sem voru ekki með garmin... ???
 
Garmin mældi leiðina með viðbót 26,1 mílu og tímann 6:32:55
Þetta maraþon er nr 160 

New England Challenge #3 Rhode Island 22.5.2013

RED ISLAND MARATHON
Warwick, Rhode Island
Wednesday May 22, 2013 - 6am Start
Nine laps of a 2.7 mile loop (24.3 miles), plus a short out and back of 1.9 miles for the Marathon distance of 26.2 miles.
http://www.newenglandchallenge.org/redisland.html

Rhode Island Marathon 22.5.2013

Þetta er í eitt af afar fáum skiptum sem ég merki ekki startið á Garmin daginn áður. Flestir sem ætla að hlaupa á morgun gista á þessu hóteli. Og við erum svo heppin að morgunmaturinn byrjar 4:30.

Klukkan vakti okkur 3:45 og ég var enn þreytt, hafði ekki sofið vel, ég fór of seint að sofa og það stressar mig rosalega. Við Lúlli ákváðum að hann biði bara á hótelinu, veðurspáin var miklar líkur á rigningu... svo ég klæddi mig samkvæmt því.

Rhode Island Marathon 22.5.2013

Það var litskrúðugt lið Maniac-a og 50 Staters sem hékk á hurðarhúninum við matsalinn 4:30, meira að segja maðurinn sem stjórnar hlaupinu var að spurja til vegar í garðinn sem hlaupið var í.

Við ætluðum að keyra í halarófu en rauð ljós og aðrir bílar sem komu inn í urðu til þess að ég villtist í myrkrinu... fór einhverja mílur afvega en náði að rétta mig af og ná hlaupinu í tíma.

Rhode Island Marathon 22.5.2013

Það er mikið til sama fólkið sem er að hlaupa þessa seríu, þó sá ég ný andlit í dag og aðrir hættir. Í gær hlupum við 5 hringi í dag eru þeir 9... Flestir kalla mig bara "Iceland"

The Marathon Man var þarna, ástrali sem ætlar að setja nýtt met í fjölda maraþona á árinu, ætlar að hlaupa 157, hann hlýtur að búa hérna núna... það halda flestir hér að ég búi í USA. Þá hljóp einfættur maður með fót frá Össur með mér bæði í gær og í dag.

Veðrið hélst skaplegt og því var ég ofmikið klædd í hlaupinu... svo ég gerði þau mistök að fara úr langermabolnum og er nú öll útstungin eftir moskito. 

Garmin mældi vegalengdina 26,21 mílu og tímann 6:37:22
Þetta maraþon er nr 159 


New England Challenge #2 NH The Granite State, 21.5.2013

GRANITE STATE MARATHON
Nashua, New Hampshire
Tuesday May 21, 2013 - 6am Start
http://www.newenglandchallenge.org/granite.html

NH The Granit State 21.5.2013 088
Klukkan var stillt á 3:30. Við höfðum sofið óvenju vel og lengi. Þegar ég var að tékka okkur út, var hálft hótelið líka að fara, flestir voru Maniacs að fara í hlaupið.
 
Ég held þetta sé í fyrsta sinn sem ég hleyp maraþon á þriðjudegi, er annars ekki viss þar sem ég hef tvisvar hlaupið á nýjársdag í Texas.

Þetta maraþon er nr 2 í seríunni NEW ENGLAND CHALLENGE sem byrjaði í gær.

Við höfðum farið á startið daginn áður... og vorum mætt tímanlega. Veðrið var ágætt og hélst ágætt, einu sinni kom góður rigningarskúr og síðustu tímana var verulega heitt, sennilega fór hitinn yfir 80°F.
 
NH The Granit State 21.5.2013 Leiðin var ekki vel merkt eða mæld... en ég gat stytt síðasta hringinn til að lenda rétt ofan við vegalengdina, með því að snúa við í síðasta hring á drykkjarstöðinni sem var 2 mílur frá upphafsreit. Við vorum á skógarstígum, upp og niður trail, moldar-eða malar stígar.
 
Garmin mældi leiðina 26,29 mílur og tímann 6:26:38
Þetta maraþon er nr 158
 
Fleiri myndir á Facebook :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband