Hlaupa-annáll fyrir árið 2013

Gleðilegt nýtt HLAUPA-ÁR 

Árið 2013 hefur verið viðburðaríkt, bæði gleðilegir atburðir og sorglegir. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Þó maður viti að einhvern tíma komi að sorgardegi í lífi manns þá vonar maður alltaf að hann komi einhvern tíma seinna.
Blessuð sé minning þeirra.

Verðlaunapeningar 2013

Árum saman höfðum við Lúlli þann sið að fara erlendis á milli jóla og nýjárs og ég hljóp einhversstaðar á nýbyrjuðu ári... en nú gerðist í annað sinn, það sem ég hélt að myndi aldrei gerast... að vera erlendis á jólum. Í fyrra vorum við í Texas en nú erum við í Californíu hjá okkar kæru Jonnu. 

Ég byrjaði árið 2013 með því að hlaupa Texas-Marathon á nýjársdag og má segja að þá hafi línurnar verið lagðar fyrir árið...
Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013ég er sem sagt lögð af stað í annan hring um fylki USA. Ég held ég hafi ekki hlaupið eins mörg maraþon á einu ári í eins fáum ferðum og í eins lélegu formi áður.

Ég komst í gegnum 18 maraþon í 8 ferðum... þrisvar fór ég ein... í þrem þeirra fór ég aðeins eitt maraþon í ferðinni, í tveim ferðum fór ég 4 maraþon í hvorri. Tvisvar hljóp ég 2 daga í röð og einu sinni 3 daga í röð. Ég tók þátt í tveim hlaupaseríum,
The New England Challenge og
Center of the Nation... þar sem við stóðum á Geographic Center of the Nation í S-Dakota.
Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 441,1Heima hljóp aðeins Reykjavíkur maraþon... Ég held það hafi aldrei gerst áður að ég hafi hvorki hlaupið vor-eða haust-maraþonið hjá FM.

Mér tókst að komast á Reunion hjá 2 klúbbum, í maí í Seattle hjá Marathon Maniacs og hjá 50 States Marathon Club í Connecticut í október.

Space Coast Marathon 1.des 2013

Næst síðasta ferðin á þessu ári var SYSTRA-ferð til Florida yfir Thanksgiving... en það er algjör nýbreyttni að ég taki einhverja aðra en Bíðara nr 1 með... en í Flórida hljóp ég Space Coast Marathon og voru Berghildur og Edda svo ánægðar með ferðina að hún verður árviss og þær fara að æfa svo þær komist hálft-maraþon. 

Síðasta maraþon ársins 2013 var Operation Jack á annan í Jólum. En það maraþon er 17 maraþonið mitt í Californíu... I LOVE CALIFFORNIA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband