Færsluflokkur: Lífstíll

Bjartir dagar á hjóli - afmæli Hafnarfjarðar

Miðvikudagur 1.júní 2011 - auglýsing úr dagskrá:
Hjólreiðaklúbbur hafnfiskra kvenna leggur af stað frá Thorsplani kl 18 og hjólar á milli viðburða.

Í stuttu máli þá mætti ég EIN úr hjólreiðaklúbbnum og Ingibjörg af Álftanesinu mætti líka :)
Við þræddum því staðina allar/báðar/tvær í nafni HHK. Það er nokkuð ljóst að starfsemi klúbbsins lifnar eingöngu við þegar á að hjóla á milli staða þar sem veitt er hvítt og rautt... og geri ég að tillögu að héðan í frá verði 1.júní  formlegur árshátíðardagur félagsins. Hik...
Við Ingibjörg hjóluðum út um allan bæ og heimsóttum flesta staðina í dagskránni í þriggja tíma yfirferð okkar um bæinn.

Við Lúlli vorum búin að hjóla heilmikið frá 11:30 til kl 3:30 þannig að ég geri ráð fyrir að hafa hjólað um 30 km í dag.


Delaware Marathon 15. maí 2011 - síðasta fylki USA fallið :)

Christiana Care Health System Delaware Marathon & Half Marathon & 4 person relay, Wilmington, DE USA, 15.maí 2011
http://www.delawaremarathon.org

Delaware 15.maí 2011ÓTRÚLEGT EN SATT... síðasta fylkið féll (fyrir mér) í dag. Delaware sem hefur gælunafnið ,,Fyrsta fylkið" varð fyrir einskæra tilviljun ,,síðasta fylkið" mitt. Dagurinn var stór í dag - nokkuð sem gleymist ekki á morgun :)... Ég trúi þessu varla enn - ég hef uppfyllt báða klúbbana sem ég er í, annar þeirra 50statesmarathon-club veitir viðurkenningu fyrir 50 fylkin en 50stateandDCmarathongroupusa hefur DC að auki.
Delaware 15.maí 2011
Áður en við flugum út var spáin fyrir Wilmington þrumuveður með eldingum og hellidembum en hlýtt. Það rigndi í gær þegar við sóttum gögnin en ég slapp við rigningu í hlaupinu í dag... en loftrakinn var 100%... mér finnst mjög erfitt að anda í svona raka og það kom niður á mér.

Delaware 15.maí 2011Ég hafði skrifað á gamlan bol ,,Delaware - 15.maí 2011 - MY LAST STATE og nær allir sem hlupu framhjá eða ég mætti óskuðu mér til hamingju.Hlaupið var erfitt... átti að vera flatt en leiðinni hafði verið breytt og var tómar brekkur... ég skil ekki hvað er í gangi með þessi brekkuhlaup. Sami hringurinn var farinn tvisvar og ég segi í hvert sinn að það er ömurlegt að hlaupa framhjá markinu og eiga annan skammt eftir.

Delaware 15.maí 2011Lúlli beið allan tímann á svæðinu og Edda systir, Emil og Inga Bjartey mættu með íslenska fána, bæði fyrir mig til að hlaupa með í gegnum markið og til að mynda okkur við í markinu. Hjónin Steve og Paula Boone sem eru með 50statemarathonclub voru líka að hlaupa og við Paula komum á svipuðum tíma í mark. 

DelawareÞetta var 50. fylkið og ekkert eftir...
Believe it or not
Þetta var 129 maraþonið mitt. Garmurinn mældi hlaupið 41,57 km, en gps-ið datt oft út á milli hárra trjánna og í undirgöngum, en tíminn var skelfilegur... 5:51:53


             50 State Marathon Club


Vormaraþon FM

Gögnin voru sótt í gær og gengið frá því að ég mætti byrja fyrr... Ég svaf frekar illa en var búin að ákveða að vakna kl 4
Bíðari nr 1 fékk afleysingaróður svo ég fór ein... lagði af stað að heiman rétt fyrir kl 5... það átti ekki að missa af því ;) Auðvitað var enginn kominn svona snemma og kamarinn læstur - ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað.

Fyrst var rigning með einni og einni slyddu (JÁ ÞAÐ VAR KALT)... síðan fjölgaði slyddunum heldur betur og í lokin hét þetta snjókoma. Mér gekk ágætlega fyrri hlutann en hef sennilega sparað aðeins of mikið vatnið sem ég var með, fyrsta drykkjarstöðin var tilbúin á 26 kim... og ekki var kuldinn til að bæta úr, eftir snúninginn í seinni ferð varð ég að vanda mig mjög í hverju skrefi og ganga á milli svo ég fengi ekki krampa í báða kálfa.

En ég er á lífi, 128. maraþonið fallið og tíminn 5:13:08


SunTrust National Marathon DC, 26.3.2011

SunTrust National Marathon & Half Marathon, Washington, DC USA
26.mars March 2011
http://www.nationalmarathon.com

Þetta hefur verið sögulegt ferðalag... Við lentum í New York kl 19 á fimmtudagskvöldið og vorum EKKI með þeim fyrstu að fá töskurnar... þurftum að bíða LENGI eftir bílnum... sem ég uppgötvaði eftir 15 mín að var bensínlaus... Við vorum síðan 2-3 mömmutíma sem eru 6 klst á íslensku að keyra til Washington DC. Þegar við komum þangað hafði herbergið okkar verið afpantað... mistök hjá Super8.com... ég hafði pantað 2 herbergi og afpantað annað þeirra. Fórum að sofa um kl 4 um nóttina.

Við sváfum í 3 tíma fyrstu nóttina, þá var farið í búðarráp og ég sótti gögnin fyrir hlaupið. við komum frekar seint heim aftur, ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að sofa umkl 10.

Svaf ágætlega, vaknaði kl 3:30, græjaði mig og var lögð af stað rúmlega 5. ég var um hálftíma að keyra á staðinn. þeir voru að byrja að loka götunum en ég fann gott bílastæði. Síðan tók þetta venjulega við. Það var svo kalt að ég beið mestan tímann inni í höllinni.

Eftir að hafa farið út, þrætt klósettröðina og komið mér á básinn, kólnaði ég svo niður að fæturnir á mér voru dofnir/frostnir þegar skotið reið af kl 7... ég fór kl 7:26 yfir startlínuna. Það voru 6-tíma-takmörk og mér fannst ekki sanngjarnt að mæla það frá skoti...
Ég held ég hafi aldrei hlaupið með ennisband heilt maraþon í útlöndum fyrr. Það var kalt og vindur, og sólin gat ekki einu sinni hlýjað.

Washington DC er ekki fylki og því ekki talið með í 50StatesMarathonClub en er aftur á móti talið með í 50andDCmarathongroupusa, þannig að þegar ég klára DE hef ég klárað báða klúbbana.

SunTrust marathon er 127. maraþonið mitt... enn er eitt fylki eftir
Hlaupið mældist 42,2 km þrátt fyrir að detta út í undirgöngum.
Garmurinn minn mældi tímann 5:18:58


Haustmaraþon FM 23.okt. 2010

Lagði af stað kl 6... og niðamyrkur

Ég fór mjög þægilega í gegnum skráninguna og slapp við að sækja númerið. Greiðsla og skráning var í gegnum netið og í gegnum tölvupóst fékk ég leyfi til að byrja á undan hinum sem er snilld þegar maður fer ekki hraðar en snígill sem hleypur Wink

Bíðari nr 1 keyrði mig í Elliðaárdalinn og ég lagði af stað 6:02... sem er annars óguðlegur hlaupatími. Ég var með minn Garmin sem mælir vegalengdina og tekur tímann og ég var með gel og vatn með mér því langt var í að drykkjarstöðvar opnuðu. Myrkrið var ekki vandamál fyrr en í Skerjafirðinum þar sem engin lýsing er á löngum kafla á göngustígnum. það var frekar kalt sem hentar mér Smile

Haustmaraþon FM, 23.okt 2010

Sama leiðin er farin tvisvar sinnum fram og til baka og fannst mér gaman að mæta hlaupurunum sem voru ræstir tveimur tímum síðar. Maginn sem hefur angrað mig alla vikuna var til friðs í hlaupinu. Þreyta fór að segja til sín á síðasta leggnum, þ.e. seinni bakaleiðinni og var ég farin að ganga svolítið á milli og fegin þegar ég kom í mark og hæst ánægð með tímann 4:59:02 W00t 

Þetta maraþon er nr 126, áttunda á árinu en fjórða á tveimur vikum.


Cox Sports Providence Marathon 2.maí 2010

Cox Sports Providence Marathon & Half Marathon and 5K
Providence, RI USA, 2.maí 2010 http://www.rhoderaces.com

Cox Providence 2.maí 2010Klukkan var stillt á 4:30 en ég var vöknuð áður. Allt dótið varð að vera pakkað til brottfarar því ég flýg heim á eftir. Ég gat troðið því öllu í skottið, það er ekki gott að láta sjást í töskur í bílnum. Ég tékkaði mig út um 6:30 og keyrði til Providence. Ég var hvílíkt heppin að ná mælastæði í miðbænum, en það er frítt á sunnudögum og þar að leiðandi engin tímamörk.

Cox Providence 2.maí 2010Það var svolítið asnalegt system á geymslu-dótinu, það var tékkað inn á 3. hæð á Westin, svolítið frá startinu. Þar var ég með mynda-vélina, bíllyklana og það sem ég var í þar til rétt fyrir start. Það var því smá vesen að láta mynda sig fyrir og eftir hlaupið og ég nennti ekki að fara aftur á startið í öfuga átt við bílinn... fyrir eina mynd.

Hlaupið var ræst kl 8. Veðrið var hlýtt og ég of mikið klædd, í síðum hlaupabuxum. í fyrstu var skýjað og þægileg gola í fangið. Mér gekk rosa vel að 16.mílu. þá fór að síga í mig þó ég hellti yfir mig vatni svo fötin væru blaut og kældu aðeins. Frá ca 20.mílu var sólin farin að hita verulega... þá fór ég að ganga meira á milli...

Tími og vegalengd mældust 5:32:08 og 27,02 mílur (43,49 km.) á mínu Garmin.

Cox Providence Marathonið er 121 maraþonið mitt
Rhode Island er 46. fylkið mitt

Bara 4 fylki eftir… Cool


Gögnin sótt í Providence RI

Áttan mín er í MA, ég var ca 10 mín að keyra niður til Providence. Þetta er mjög beint þar til maður kemur downtown... what a mess... flækjusystem.

Expo-ið var á Westin hótelinu... ég var hálftíma að sækja númerið... það var ekkert um að vera þar. síðan keyrði ég þangað sem ég get skilið bílinn eftir á meðan ég hleyp.

Svo verslaði ég AÐEINS meira og dreif mig til baka á hótelið.


Heiður að vera tilnefnd...

Ég fékk tölvupóst í dag frá hlaup.is varðandi kosningu á langhlaupara ársins í karla- og kvennaflokki. Ég var þar á lista og vil þakka fyrir tilnefninguna.
Mér finnst það vera heiður... TAKK TAKK Grin

Síðasta hlaup þessa árs

Það var nístingskuldi... það bjargaði að það var logn og veðrið var fallegt. Ég hitti Soffíu heima hjá henni og við hlupum Norðurbæjarhringinn. Færðin var slæm á köflum þó sumsstaðar væri búið að skafa gangstéttir.

Ég fór hvorki í ÍR eða Hauka-hlaupið. Ég hef einu sinni tekið þátt í hlaupi í nokkurra stiga frosti og ,,frysti" í mér lungun við það... gat ekki andað djúpt í nokkrar vikur.
Það var 7°c frost þegar ég fór út og fór mína 12,2 km.


Ein á ferð

Dásamlegt að vera úti um miðjan dag að hlaupa. Veðrið var frábært, sennilega 5-7°c og lítill vindur. Ekkert nema snilld...

Hrafnistuhringurinn virkaði vel og mælist alltaf það sama 12,5 km


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband