Haustmaraþon FM 23.okt. 2010

Lagði af stað kl 6... og niðamyrkur

Ég fór mjög þægilega í gegnum skráninguna og slapp við að sækja númerið. Greiðsla og skráning var í gegnum netið og í gegnum tölvupóst fékk ég leyfi til að byrja á undan hinum sem er snilld þegar maður fer ekki hraðar en snígill sem hleypur Wink

Bíðari nr 1 keyrði mig í Elliðaárdalinn og ég lagði af stað 6:02... sem er annars óguðlegur hlaupatími. Ég var með minn Garmin sem mælir vegalengdina og tekur tímann og ég var með gel og vatn með mér því langt var í að drykkjarstöðvar opnuðu. Myrkrið var ekki vandamál fyrr en í Skerjafirðinum þar sem engin lýsing er á löngum kafla á göngustígnum. það var frekar kalt sem hentar mér Smile

Haustmaraþon FM, 23.okt 2010

Sama leiðin er farin tvisvar sinnum fram og til baka og fannst mér gaman að mæta hlaupurunum sem voru ræstir tveimur tímum síðar. Maginn sem hefur angrað mig alla vikuna var til friðs í hlaupinu. Þreyta fór að segja til sín á síðasta leggnum, þ.e. seinni bakaleiðinni og var ég farin að ganga svolítið á milli og fegin þegar ég kom í mark og hæst ánægð með tímann 4:59:02 W00t 

Þetta maraþon er nr 126, áttunda á árinu en fjórða á tveimur vikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir okkur byrjendur sem eigum enn eftir að hlaupa fyrsta hálfa maraþonið, hvað þá lengri vegalengdir, getur það ekki verið annað en hvatning að lesa sögur þeirra sem hafa hlaupið hátt á annað hundrað maraþon.

Brynjólfur Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Takk fyrir, það er ánægjulegt að vera einhverjum hvatning :)

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 24.10.2010 kl. 13:52

3 identicon

Hæ Bryndís, Til hamingju með Haustmaraþonið. Kveðja, Þóra Hrönn

þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband