Færsluflokkur: Lífstíll
Nash

Ég var búin að bylta mér nokkrum sinnum áður en klukkan hringdi 3:15. Ég borðaði kringlu með osti - ekkert kaffi... það var agalegt. Síðan tók þetta venjulega við í undirbúningi fyrir hlaup...
Við bárum allt út í bíl og ég tékkaði okkur út kl 4:40... við vorum svo heppin að vera búin að fara á Finish í gær og Garmin lét okkur fara út af hraðbrautinni á öðru exiti en flestir aðrir fóru, svo við fengum strax bílastæði við hliðina á rútunum og endamarkinu. Hérna verður Lúlli að bíða þar til ég kem í mark.

Ég ætlaði að bíða í hálftíma í bílnum, en fólkið dreif svo að, km-löng biðröð í rúturnar svo ég skellti mér í röðina. Þegar ég var komin á staðinn - leitaði ég að Maniac- og half-fantics því ég ætlaði sko ekki að missa af hópmyndinni.
Maraþonið var ræst í hópum, sá fyrsti kl 7:00... það var strax farið að hitna. Ég sá á hitamæli snemma á leiðinni að það var 25°hiti og það hitnaði eftir því sem leið á morguninn. Leiðin var ekkert nema brekkur... hver skipuleggur þetta bull ;)... Ég fékk -farðu-nú-að-hætta-þessu-verki- á þrem stöðum, fyrst í hægra hné... aldrei fundið fyrir hnjánum áður, síðan í hælnum og svo í mjöðminni... en svo hurfu þeir.
Hitinn hækkaði, sólin skein og á 17 mílu voru allir hættir að hlaupa og farið var að útdeila klaka á drykkjarstöðvum... Fólk sýndi merki ofreynslu... Ég fékk mér kaldan bjór á 23 mílu...
Ég hef ekki hugmynd hvað maraþonið mældist því garmurinn dó á leiðinni :/ en maraþonið er nr 143 og var hlaupið til heiðurs Gunnlaugi A Jónsyni Gt-kennara sem er 60 ára í dag.
Lífstíll | 29.4.2012 | 03:18 (breytt kl. 03:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Gögnin voru í Nashville Convention Center í miðborginni og oft erfitt að fá stæði, en eftir smá hringsól fengum við stæði í bílastæðahúsi. Ég mundi eitthvað eftir síðasta skipti þegar við vorum hérna... en þetta er oft svo líkt.
Við vorum ekki lengi á staðnum, expo-ið var stórt en það var heitt í dag og lítur út fyrir að verða heitt á morgun... Við erum búin að ákveða hvernig morgundagurinn verður. Klukkan verður stillt á 3:15 og ég verð að vera komin í skuttluna á startið kl 5:15 og í Maniac-hópmynd kl 6:30
Lífstíll | 27.4.2012 | 21:26 (breytt 29.4.2012 kl. 02:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Ég hef ekki staðið mig undanfarið, gleymdi að blogga að ég hjólaði 15 km síðasta mánudag og hljóp 8,5 km á þriðjudag.
Í morgun... snemma (4:46) lagði ég af stað í Vormaraþoninu, ég fæ alltaf að byrja fyrr. Það var myrkur þegar ég mætti á staðinn og 4,2 stiga frost - það bjargaði því að það var logn - en maður minn hvað kuldinn beit.
Ég var varla komin af stað þegar það var orðið albjart. Mætti fleiri kanínum en fólki í fyrri hring. Í seinni hring vildi þannig til að Rögnvaldur var ræstur rétt eftir að ég snéri. Það hlýnaði í seinni hring en blés aðeins köldu.

Þegar ég var uþb hálfnuð til baka í seinni hring, fór ég að finna fyrir krampa í kálfum... svo ég gekk töluvert eftir það... ekki skrítið miðað við æfingaleysið á mér... ég hef bara hlaupið tvisvar í viku síðan í nóvember... Kom fyrst í mark ;) enda voru hinir ræstir kl 8:00... hehe...
Þetta maraþon er nr 142 hjá mér
garmurinn mældi það 42,55 km og tímann 5:12:01
Lífstíll | 21.4.2012 | 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Malibu International Marathon & Half Marathon
Malibu, CA USA, 13.nóv 2011
http://www.malibuintmarathon.com
Klukkan var stillt á 4 aðra nóttina í röð... Við græjuðum okkur og læddumst út um kl 5... Það var um klst keyrsla til Camarillo þar sem maraþonið byrjar. Auðvitað voru nokkrir Maniac-ar þarna og teknar hópmyndir.
Hlaupið átti að ræsa kl 7 en startið dróst um 20 mín, vegna þess að ein rútan frá Malibú fór útaf. Heyrði ekki að neinn hefði slasast.
Vöðvarnir voru aumir eftir gærdaginn en ég var ákveðin í klára þetta. Fyrstu mílurnar voru í kringum akrana við flugvöllinn - lítið spennandi svæði... en síðan var hlaupið eftir strandveginum NR 1...
Þar voru snarbrattar hlíðar og klettótt ströndin á hvora hlið... Fljótlega teygðist úr hrúgunni en hlaupið hafði eina akrein og deildi henni með hjólreiðamönnum... það var svolítið slæmt því maður heyrði ekki í þeim og þeir voru yfirleitt í hópum.
Það munaði um þessar 20 mínútur sem seinkunir var... sólin steikti mig en allra verst var að það voru 3 mílur á milli drykkjarstöðva. Ég væri múmía í vegkantinum núna ef Lúlli hefði ekki bjargað mér með ískaldri kókflösku og þegar hún var búin færði Fellow Marathon Maniac mér flösku af G2.
Þjónustuliðið á hverri drykkjarstöð var frábært, og haugar af geli á hverri stöð... en drykkirnir voru vondir, klórbragð af vatninu og hræðilegur orkudrykkur með próteini. Fleiri en ég freistuðust til að drekka of lítið á hverri stöð og svo var langt á milli þeirra... ég hef ekki séð hópana af fólki fara að ganga svona snemma í maraþoni.
Þreytan sat í mér, brekkurnar og hvalfirðirnir settu í mig leiða og að lokum var mér nákvæmlega sama hvenær ég kláraði - bara að ég kláraði. Markið var í hyllingum.
Þetta maraþon var nr 139, garmurinn mældi það 42,59 km og tímann 6:33:34
LEYNIUPPTAKA BÍÐARA NR.1 Ískalt Coca Cola í Malibu Marathoni 13.nov 2011.avi www.youtube.com
Lífstíll | 14.11.2011 | 05:19 (breytt 20.11.2011 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Parkway Motorcars Santa Clarita Marathon & Half-Marathon, 5K, Kid K, Santa Clarita, CA USA, 6.nóv 2011
http://www.scmarathon.org/
Klukkan vakti okkur kl 3... og hinn hefðbundni undirbúningur hófst. Ég gerði einn feil, ég athugaði ekki veðurspána. Það komu nokkrir dropar þegar við komum út en ekkert sem við höfðum áhyggjur af... en á leiðinni á startið byrjaði að hellirigna... og ég var bara í hnébuxum og stuttermabol og aukafötin á hótelinu því Lúlli ætlaði að fara til baka og tékka okkur út
Þegar við komum á staðinn beið fólk þar sem var skjól... Það voru 21 Maniac skráður í maraþonið en ég fann bara 2 til að taka hópmynd, hinir voru í ruslapokum eða einhverju yfir Maniac-bolunum.
Fólk dreif ekki að fyrr en það stytti augnablik upp. Hlaupið var kl 7:00 í hellidembu og ég hélt ég yrði úti á fyrstu mílunum. Þá fann ég plast regnkápu sem einhver hafði hent og hún bjargaði mér... ég var orðin heit eftir 3-4 mílur og henti henni á mílu 9.
Það má segja að veðrið hafi verið fullkomið fyrir þá sem voru rétt klæddir. Fyrst var mér kalt, en síðan þegar stytti upp og sólin var búin að þurrka gallann, þá var mér heitt. Leiðin var ekki hæðótt, engar slæmar brekkur en við fórum nokkuð oft fram og tilbaka sömu götuna/stíginn.
Þjónustan var frábær, drykkjarstöð á meira en mílu fresti. Á einni stöðinni spurði hvort það væri eitthvað að borða og það beið eftir mér þegar ég kom til baka sama stíginn.
Þetta maraþon er nr 137 hjá mér
Garmurinn mældi þetta maraþon 42,62 km og tímann 5:21:19
Á leiðinni til baka að bílnum fann Bíðari nr 1 þjáningarbróður... þeir taka sig vel úr saman
PS... held hann sé búinn að bíða nokkuð lengi
Lífstíll | 7.11.2011 | 07:11 (breytt kl. 07:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mother Route 66.wmv Videó
9.okt. 2011.
http://www.runmrm.com
Annað sinn sem þeir halda þetta marathon og ég heyrði að þeir hefðu orðið fyrir svolitlum vonbrigðum hve fækkaði frá því í fyrra.
Klukkan var stillt á 4:00 en ég var vöknuð amk klst fyrr. Lúlli keyrði mig á markið um kl 6 til að taka síðasta skólabílinn á startið. Það voru ekki margir í henni.
Hlaupið var ræst kl 8 en allir voru sammála umn að það hefði mátt ræsa hálftíma fyrr, enda átti að hitna verulega þegar liði á hlaupið. Ég var auðvitað með á grúppumynd með öðrum Marathon Maniacs - hvað annað
Hlaupið var frá Commerce í Oklahoma, (og allt um hótel-ruglinginn á hinu blogginu) gegnum Kansas og til Joplin í Missouri. Hinn sögufrægi þjóðvegur 66 liggur gegnum 8 fylki og 3 tímabelti.
Þessi gamli vegur var slitinn á köflum, mjög kúptur og sumsstaðar malarvegur og á honum voru nokkrar langar og góðar brekkur
Mér gekk ágætlega fyrri helminginn eins og í síðasta maraþoni en átti í erfiðleikum seinni helminginn. Þá var ég orðin þreytt á að renna út í hliðina á skónum í hallanum (er enn aum) og hitinn lamaði mig en hann var um 35°c síðustu tímana.
Alltaf nær kella samt í markið - þó það sé seint og síðar meir
Hlaupandi blaðamaður frá KBIA tók viðtöl á leiðinni...
http://kbia.org/post/reporters-notebook-running-joplin
Þetta maraþon er nr 134,
Garmurinn mældi það 42,42 km og tímann 5:44:52
Það kom mér virkilega á óvart að vera fyrst í mínum aldursflokki
Vidéó um hlaupin mín á Þjóðvegi 66 Mother Route 66.wmv
Lífstíll | 11.10.2011 | 02:28 (breytt 8.11.2011 kl. 07:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mother Road Marathon Joplin Missouri
Ég sótti númerið mitt í Expo-ið í dag... þetta var aðeins stærra en síðasta expo... 5 eða 6 borð. Það var ekki boðið upp á neitt enda er bærinn í sárum eftir fellibylinn í maí sl.
Við renndum síðan þangað sem markið er, því þaðan fara rúturnar á startið í fyrramálið. Síðan lentum við óvart á Country-hátíð hjá Auto-Part... en allt í kringum Route 66 varðar bíla og teiknimyndirnar Cars eiga upphaf sitt til eins af bæjunum sem ég hleyp í gegnum á morgun.
Það næsta var bara þetta venjulega, kaupa morgunmat fyrir mig, borða og sóla sig... þ.e. taka það rólega :)
Lífstíll | 8.10.2011 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kickin' Route 66 Mother Road Run Marathon
& Half Marathon, 50K, 50 Mile, 50K Relay Springfield, MO USA 2.okt. 2011
http://s122036257.onlinehome.us/images/race_apps/route66/route66flyer2011.pdf
Klukkan var stillt á 4:10 en við vorum vöknuð áður, enda fór ég extra snemma að sofa í gær, var þreytt eftir keyrsluna. Hótelið er 5 mín frá markinu. Við vorum mætt þangað, áður en rútan fór á startið kl 6:30
Það var kalt úti, köld þoka lá í lægðum. Mér var kalt fyrstu mílurnar en það hitnaði verulega eftir að sólin kom upp. Ég var með inntöku-prógramm, verkjatöflur fyrir takið í lærinu og 7hour energy.
Fyrri hlutinn var erfiðari, tómar brekkur en vegna temmilegs hita klifraði ég upp þær á ágætis hraða og það leit út fyrir ágætis tíma... en maraþon er ekki búið fyrr en í markinu.
Vegna Ultra-vegalengdanna voru mílurnar taldar niður, það var ágætt og ég hitti Bíðara nr 1 þegar 6 mílur voru eftir, þá var ég búin að ganga meira eða minna 3 mílur því ég var með æluna í hálsinum (ofreynsla, vökvaskortur eða pest).
Ég var svo blessuð að finna ekki fyrir takinu í lærinu allt hlaupið en hitinn tók sinn toll af mér í seinni hlutanum og svo var of langt á milli drykkjarstöðva... 3-3,7 mílur.
Þetta hlaup var 1.hlaupið og því hálfgerð prufa... Mér finnst þeir hafa staðið sig ágætlega, héldu vel utanum fólkið, allt var gert með gleði og vilja til að þjóna, bolurinn flottur, peningurinn ÆÐISLEGUR og flokkaverðlaunin sérstök, það eina sem má bæta er - fleiri drykkjarstöðvar.
Þetta maraþon er nr. 133
Garmin mældi það 42,11 km og tíminn 5:33:05
Ég var önnur í mínum aldursflokki
-
Lífstíll | 2.10.2011 | 23:44 (breytt kl. 23:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Community First Fox Cities Marathon Appleton, WI USA
18.sept 2011
http://www.foxcitiesmarathon.org
Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð á undan. Við erum ágætlega staðsett, tæpar 2 mílur í strætó sem fer á startið (sami staður og gögnin voru í gær). Ég var mætt í strætó fyrir kl 7.
Það var frekar kalt og vindur svo ég var að hugsa um að hlaupa í jakkanum en hætti sem betur fer við það á síðustu stundu. Hlaupið var ræst kl 8
Það voru ekki margar brekkur, leiðin bein og göturnar frekar langar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af starfsfólki og allir svo vingjarnlegir. Veðrið hélst milt, ekki of heitt því það var skýjað og vindurinn kældi, síðustu mílurnar komu nokkrir dropar en við sluppum við rigningu.
Ég var orðin mjög þreytt framan á lærunum þegar ég kom í mark, en það gleymdist allt þegar ég fékk verðlaunapeningana.
Einn fyrir maraþonið og annan fyrir að mæta sem félagsmaður og hlaupa Maniacs Reunion Marathon. Þessi peningur er safngripur
Maraþonið mældist 26,32 mílur og minn tími var 5:05:44
Þetta maraþon var nr 132
Lífstíll | 18.9.2011 | 20:18 (breytt 19.9.2011 kl. 00:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síðasta laugardagskvöld hélt ég formlega upp á áfangann að hafa hlaupið maraþon í öllum 50 fylkjum USA...
Dagurinn á eftir fór í að gera vídeo sem ég setti síðan á YouTube... maður minn hvað maður er að verða mikill tæknigúrú... hehe
http://www.youtube.com/watch?v=mHvg95X2kIE
(muna að hafa hljóðið á)
Þeir sem svöruðu boðinu og mættu á staðinn skemmtu sér frábærlega vel... en einmitt það hámarkaði ánægju mína yfir að hafa tekist að klára þetta :)
Lífstíll | 31.8.2011 | 00:34 (breytt kl. 00:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)