Færsluflokkur: Lífstíll

Texas Marathon 1.1.2013

Metal Sawing Technology Texas Marathon
Kingwood, TX USA 1.jan. 2013
http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html

Rottan var dýr hlaupsins, Texas Maraþon 1.1.2013

Klukkan hringdi kl 5 en við vorum vöknuð áður. Fengum okkur morgunmat, ég teypaði tærnar, við pössuðum að fara örugglega með allt með okkur, númerið, úrið, derið, myndavélina og fl. og drifum okkur af stað um hálf 7. Maraþonið er á göngustígum í íbúðarhverfi og bílastæðin eru á götunum í kring. Við vildum vera viss um að fá stæði eins nálægt og hægt var.

MM myndataka, Texas Maraþon 1.1.2013

Steve og Paula vita nákvæmlega hvernig á að gera hlaupara ánægða. Allt í kringum maraþonið var fagmennska fram í fingurgóma og allt ómælt. Auðvitað var hópmyndataka hjá Marathon Manics fyrir hlaupið og fyrir tilviljun stóð ég við hliðina á David Holmen sem ég hitti í Reykjavik 2011.

Texas Maraþon 1.1.2013

Maraþonið var ræst kl 8 en hálfa 15 mín seinna. Hlaupnir voru fjórir hringir, það er að segja að fyrstu tvær og tvær síðustu mílurnar í hringnum voru sama leið en farið kringum vatn áður en maður snéri til baka. Lúlli var aðstoðarmaður í markinu á meðan ég hljóp... Allir voru svo ánægðir að hann þurfti bara að segja: "YES"

Fyrstu þrjár ferðirnar liðu fljótt en í fjórðu ferðinni fannst mér hringurinn í kringum vatnið aldrei ætla að taka enda - þá voru orðnir færri í brautinni og ég farin að ganga á milli. Brautin var annars ágæt, það rigndi aðeins á leiðinni og hafði rignt um nóttina þannig að maður tiplaði framhjá nokkrum pollum og svo gátu laufblöðin verið hál.

Í markinu, Texas Maraþon 1.1.2013

Þegar ég kom í mark fékk ég þann stærsta verðlaunapening sem ég hef á ævinni séð. Hann hefur útlínur USA og útlínur Texas í miðjunni og vegur 1,5 kg. Paula og Steve eru aldrei með flokkaverðlaun - allir eru jafnir og fá allir "dýr" hlaupsins sem var rotta í ár með númeri, ég var nr 185 í mark í heilu.

Texas Marathon er nr 152 í röðinni hjá mér. Fimmta maraþonið sem ég hleyp í Texas... og maraþonið var hlaupið til heiðurs lang-ömmu-krúttinu mínu, Emilíu Líf sem er eins árs í dag.

Garmin mældi leiðina hárrétta eða 26,2 mílur 
og tímann 5:54:46


Day after the End of the World Marathon 22.12.2012

Day after the End of the World Marathon
Humble, TX USA  22.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/afterworld.html

The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 391

Ég vissi nákvæmlega hvað beið mín í dag... sama leið og í gær, 4x fram og til baka með krókaleiðum kringum vatnið... Við vöknuðum á sama tíma (kl 5) og fórum á svipuðum tíma af stað um kl 7.

Ég var með tvennan hlaupagalla til að hlaupa í þessa helgi - nema skó.. þeir voru þeir sömu og í gær. Ég hef 4x áður hlaupið 2 maraþon á einni helgi en alltaf verið með tvenna skó.
The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 394Ég var ekki einu sinni með NIKE trail skó sem ég hleyp venjulega í allt árið því ég er með slæmt tábergssig og þarf loftpúða undir tábergið. 

Hlaupið var ræst kl 8 eftir myndatöku hjá Marathon Maniacs og þjóðsöngnum - sem ég kann orðið betur og heyri oftar en þann íslenska.

Fyrst var ég nokkuð brött en síðan varð ég ofboðslega fótsár á hægra táberginu, en það kom ekkert annað til greina en að klára. Veðrið var frábært og lá við að ég sólbrynni á höndunum.
Pizza í miðju maraþoni - The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 397Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum út af sárunum á hægra fæti - glerhart og ójafnt undirlagið hefði getað verið fjötur um fót þegar maður er þreyttur í ofanálag. 

Ég var ein alla leiðina núna - hljóp með Róberti ,,vinkonu" í gær ;D... Hann sagði að Carol Maniac kallaði sig ,,girl friend" af því að hann talaði svo mikið.

The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 401Margir sem hlupu í gær hlupu aftur í dag, því að er rosalega flottur peningur auka fyrir það. Þessi peningur er minni en hefur báðar hliðar stóru peninganna.

Ég var orðin gersamlega uppgefin á táberginu þegar ég kom í mark og komin með upp í kok af Gatorate. Ég fékk mér pizzu sneið og síðan fórum við á hótelið.

Þetta maraþon er nr 151
Garmin mældi það 27,11 mílur... 
og tímann skelfilega langan... 7:10:04      :/ 


End of the World Marathon, Humble Texas 21.12.2012

End of the World Marathon & Half Marathon
Humble, TX USA  21.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/endworld.html 

End of the World Marathon TX 21.12.2012

Þetta er stresslausasta maraþon sem ég hef tekið þátt í. Klukkan hringdi kl 5 en við erum bara 3 mílur frá starti og marki. Eftir að hafa snúist í hringi við þetta venjulega þá keyrðum við af stað rétt fyrir kl 7...  

Þetta maraþon tók aðeins 1000 þátttakendur samtals í heilu og hálfu. Fyrir hlaupið var sameiginleg myndataka Marathon Maniacs og 50 State Marathon Club.

End of the World Marathon TX 21.12.2012

Hitinn var rétt yfir frostmark í byrjun en það hitnaði fljótt og var um 15°c.
Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum, ef ég skyldi detta og rífa upp sárin á fætinum og svo var ég í flíspeysu fyrsta hringinn af fjórum.

Brautin var ójöfn, leyndar kanínuholur, rætur og sig í jarðvegi fyrir utan drullupytti og ,,kviksyndi" og endalausar krókaleiðir í hverjum hring.
End of the World Marathon TX 21.12.2012Á hverri drykkjarstöð var fólk á snakki enda sagði í lýsingu fyrir hlaupið - There´s no need to hurry to the end of the world... hehe.. ég fékk líka nóg af samræðum á leiðinni og margir sem heilsuðu mér og sögðu mér í hvaða maraþonum við höfðum hist. Enginn var í stressi og nóg tekið af myndum :D

Maraþonið mældist alltof langt - enda miðað við Maya-mílur ;) hehe... en medalían er sú glæsilegasta sem ég hef fengið - og á ég safn af hrikalega flottum verðlaunapeningum. 

Þetta er 150. maraþonið mitt
Garmin mældi vegalengdina 27,91 (Maya)-mílur og tímann 6:46:49
Tóm snilld :D


Gögnin sótt í Texas fyrir "End of the World Marathon"

Eins og sést á hinni bloggsíðunni þá gekk ferðalagið hingað ekki snurðulaust fyrir sig. En við erum komin til Humble Texas og verðum hér í 2 vikur.
Eftir hádegið í dag sóttum við gögnin fyrir maraþonin næstu tvo daga. Á morgun er ,,End of the World Marathon" og hinn daginn verður ,,Day after the End of the World Marathon".

Eftir að hafa sótt gögnin fengum við okkur að borða á Golden Corrall og fórum á hótelið... tími til að taka það rólega.


Gögnin sótt í Las Vegas 1.des. 2012

Við sóttum gögnin á Venetian, Sands Expo... og það var nú bara maraþon út af fyrir sig að ganga alla þessa hringi og ganga frá bílastæðahúsinu í expo-ið. Það var stórt og mikið expo og ég skannaði hvort það væri eitthvað spennandi til sölu - hefði keypt pin-merki hlaupsins en það var svo löng röð að ég sleppti því.

Síðan keyrðum við til Lilju og Joe og þar var dekrað við okkur. Maraþonið byrjar kl 3 eh... svo ég þurfti ekki að fara snemma að sofa.

Ég er nr 55527


Rock N Roll Denver Marathon 22.9.2012

Denver R´N´RRock N Roll Denver Marathon & Half-Marathon, Relay Denver, CO USA22. Sept. 2012.
http://runrocknroll.competitor.com/denver 

 

Maraþonið var ræst kl. 7:15... sem þýddi að ég varð að stilla klukkuna á 4:00. 

Við erum auðvitað á kol-vitlausum tíma hérna, svo það þurfti ekki að berja mig í rúmið milli kl 6 og 7... og ég svaf ágætlega.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við vöknuðum öðru hverju í nótt en gátum bæði sofnað aftur og vorum vöknuð áður en klukkan hringdi. 

Hinn venjulegi undirbúningur tók stuttan tíma, morgunmatur og tær teypaðar, föt, skór, númer og fylgihlutir - allt á sínum stað. Það eina sem var óvenjulegt er að við höfðum ekki farið á staðinn, bílastæðahúsið þar sem okkur var sagt að geyma bílinn.
R´N´R Denver CO, 22.9.2012Við hefðum kannski betur gert það - það var 2ja mílna löng ganga á startið... það voru laus stæði á leiðinni, sem hefðu verið í göngufæri frá starti og marki fyrir Lúlla.... En hlaup sem hafa upphafs-og endapunkt í miðju borga, skarta ekki stórum bílaplönum í næsta nágrenni og svo eru allar götur yfirleitt lokaðar í kring.

Ég hitti 3 Maniacs, Bob, Steve og Margaret fyrir hlaup og missti af hópmyndatöku, en hitti síðan einhverja fleiri á leiðinni. 

Bíðari nr 1, beið sem sagt við markið ALLAN tímann... ætti að fá verðlaunapening fyrir það ;) og honum var hætt að lítast á blikuna - ég var svo lengi.

R´N´R Denver CO, 22.9.2012

Maraþonið hafði 6 tíma takmörk og ég var búin að segja Lúlla að ég myndi sennilega nota allan þann tíma. Denver er "the mile high city" sem sagt í 1642 metra hæð yfir sjávarmáli og maður finnur fyrir lofthæðinni á göngu... og svo er það víst staðreynd að ef fólk æfir ekki - þá hefur það ekkert úthald. Ofan á allt var glampandi sól og hitinn 26°c í upphafi og endaði í 32°c 

Þetta maraþon er nr 147 hjá mér, garmurinn varð geðveikur í hlaupinu, mældi ekki fyrstu 4 km... mældi 38,66 km eða frá því er ég skipti yfir í mílur... en hann klikkaði ekki á tímanum 6:24:46 


Gögnin sótt í Denver

Við flugum inn í gær, vöknuðum alltof snemma, versluðum aðeins í morgun og sóttum gögnin eftir hádegið... Expo-ið var í Convention Center og það var ekkert smá mál að fá stæði einhversstaðar... Mér var hætt að lítast á þetta því maraþonið byrjar á þessum bletti.

Expo-ið var nokkuð stórt... það eina sem ég keypti eins og svo oft áður, var pin-merkið... Það eru ekki öll maraþon með merki en ég kaupi þau sem eru til sölu... Við komum hins vegar út með fulla poka af góssi... mest af pakka-pökkuðum túnfiski.

Ég fékk nokkuð góðar upplýsingar um hvar bílastæðin verða og hvernig á að komast þaðan á startið. Ég verð nr. 13116.  Nú er bara að hvíla sig og reikna út hvenær maður þarf að vakna og koma sér af stað :)


Reykjavíkurmaraþon 18.8.2012

Reykjavíkurmaraþon 18.ágúst 2012
http://reykjavikurmarathon.is/reykjavikurmaraton 

Reykjavíkurmaraþon 18.8.2012Við sóttum gögnin í gær og borðuðum pastað þó ég sé annars hætt að borða pasta. Ég hafði póstað á Facebook að það væri tilvalið fyrir Marathon Maniacs og 50 States Marathon hlaupara að hittast og borða saman... en þau voru öll svo upptekin í skoðunarferðum í stuttri Íslandsferð að þau rétt hlupu inn og sóttu gögnin og slepptu pastanu. Ég hitti samt Steve og Paula Boone, forkólfa 50 States Marathon Club í andyrinu á leiðinni heim.

Sonurinn sem fór 10 km sleppti líka pastanu. 

Tvíburarnir Ásbjörn og Þorvarður

Það verður að segjast eins og er að æfingar fyrir þetta hafa ekki verið í takt við vegalengdina sem á að hlaupa. Kannski hafði ég áhyggjur af því, því ég svaf ekki dúr í nótt. 

Við Lúlli vorum mætt rétt fyrir kl 8 í Lækjargötuna, og okkur mætti eins og venjulega kunnugleg andlit bræðranna, Hjalta og fleiri. Ég var í Maniac-bolnum, enda var ég búin að pósta myndatöku í tröppunum við MR kl 8:15... Steve, Paula, ónefnd kona og kúrekinn mættu.

Reykjavíkurmaraþon 2012

Það var frekar snubbótt ræsing á maraþoninu... bara eitt BÚMM og hlaupið af stað. Útlendingarnir spurðu mig hvort það væri ekki hefð fyrir að syngja þjóðsönginn? Nei, svaraði ég og næsta spurning var: Hvers vegna?

Maraþonið var ræst 8:40... Það var köld þoka yfir... ég fór of hratt af stað og má segja að ég hafi sprungið eftir 15 km... Það glaðnaði þó til en kom svo aftur köld þoka þegar ég hljóp með ströndinni út á Seltjarnarnes í seinna skiptið. Starfsfólk maraþonsins var allt til sóma en það má fjölga drykkjarstöðvum... yfirleitt voru 4 km á milli þeirra en í eitt sinn voru 5 km og í annað sinn 6 km á milli drykkjarstöðva. 
- ÞAÐ ER ALLT OF LANGT-  

Reykjavík 2012

Lúlli hitti mig á 30 km svæðinu með orkudrykk og bjargaði mér þar, og hann hjólaði með mér restina. Þá var ég farin að þurfa að vanda mig hvernig ég beitti fótunum til að fá ekki sinadrætti. Ég lifði þannig alveg að mottunni í markinu, þá gleymdi ég mér og báðir fætur frusu fastir... ég hef ekki upplifað annað eins... ástæðan er að mínu mati æfingaleysi og vökvaskortur...

Reykjavíkurmaraþon er 146 maraþonið mitt,
Garmurinn mældi það 42,7 km og tímann 5:35:57 

Ég hljóp til styrktar CCU og vil ég þakka fyrir áheitin og stuðinginn :) 


Utah Valley Marathon 9.6.2012

Zions Bank Utah Valley Marathon & Half Marathon, 10K, Kids 1K, Provo, UT USA  9.júní 2012
http://www.utahvalleymarathon.com 

Utah Valley Marathon 9.6.2012

Klukkan hringdi 2:30 am... ég hafði sofið eins og steinn, enda þreytt eftir að hafa sofið illa nóttina áður. Í þessu hlaupi eru forréttindi að vera Maniac, við höfum sér rútur og klósett á starti. Það var hins vegar frekar langt á startið svo ég ákvað að eyða ekki tíma í morgunmatinn áður en ég færi, heldur borða hann í rútunni. Fékk mér kaffi, teypaði tærnar, dótið var tilbúið og svo lögðum við af stað...

Með Tony Nguyen, Utah Valley 2012

Það tók okkur smá tíma að finna réttu rúturnar... ég rétt náði síðustu rútunni kl 3:45... ekkert nema Maniac-ar þar :D

Startið var uppi í fjöllum og búist við frosti þar... þar voru eldar til að halda hita á fólki. Hvar sem ég leit voru Maniac-ar takandi myndir og auðvitað skellti ég mér inná þær enda ekki með vél... svo voru allir símarnir og allt sent beint á Maniac-síðuna á Facebook. Snilld að hafa merkt klósett.

Ekkert nema Maniac-ar á leiðinni ;)

Það var hlýrra en undanfarin ár... og ég í síðum buxum og hafði ætlað að byrja í langermabol og binda hann síðan utan um mig... en ég setti hann í gear-check... ég hljóp í nýjum MM hlýrabol :) 

Það var tekin hópmynd fyrir framan startið, 5 mín. fyrir start kl 6 am. 

Utah Valley Marathon 9.6.2012

Við hlaupum niður... og upp og niður risastórt gil... byrjuðum í ca 6.250 feta hæð og enduðum í um 4.500... Maður fann fyrir þunna loftinu. og hvílíkur mótvindur sem við fengum og glampandi sól. Vegna hitans og vindsins var ég hrædd um að drekka ekki nóg... en drakk síðan allt of mikið því ég fór 3svar á klósett á leiðinni.
http://www.utahvalleymarathon.com/utah-valley-marathon-map.php

MM Reunion, Utah Valley 9.6.2012

Síðustu 4 mílurnar voru í Provo og þá lyngdi og hitnaði verulega, sennilega um 30°c... ég gekk meirihlutann af þeim mílum.

Sólarvörnin (30) dugði svo ég brynni ekki og ég slapp við bruna-nudd-sár. Verðlaunapeningurinn er æðislegur og peningurinn frá MM, geggjaður :)

Garmurinn minn mældi tímann 5:52:34 og vegalengdina 42,55 km
Maraþonið er nr 145 

http://www.youtube.com/watch?v=_I0mtzC0iaI
myndband frá Joe (The Marathon Show) 


Gögnin í Utah og Reunion hjá Marathon Maniacs

Utah Walley Marathon 9.6.2012

Við vorum frekar ferðaþreytt, keyrðum á 2 dögum frá Las Vegas til Lehi Utah. Við hefðum getað keyrt á einum degi en áætlunin breyttist hjá mér. Ég ákvað að hætta við að hlaupa Bear Lake á föstudaginn, ég er ekki í neinni æfingu og vil síður sleppa Utah Walley út af MM-Reunion-inu.

Við tékkuðum okkur inn á hótelið... opnuðum tölvuna til að sjá hvenær Reunion-ið byrjaði. Það passaði að fara strax til Provo... smá mistök hjá mér í pöntun, ætlaði ekki að vera svona langt frá. 

Utah Walley Marathon 9.6.2012

Númerið mitt er 6838... expo-ið ágætt. Ég hélt að þetta væri lítið hlaup en það er bara nokkuð stór viðburður. Ég fór í beint útvarpsviðtal...

Með Maniac nr 1 í Utah Walley Marathon 9.6.2012

Reunion-ið var svipað og í Appleton í fyrra. Fundurinn dróst því þeir voru alltaf að gefa séns, þeim sem komu of seint... Allir kynntu sig, það tók tíma svo að lokum var ekki tími fyrir hópmynd.

Við drifum okkur út, áttum eftir að setja inn í garminn, rúturnar, markið, kaupa nesti og kaupa okkur kvöldmat. Þegar ég var búin að taka saman dótið var klukkan orðin 8:30 og klukkan stillt á 2:30...  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband