Færsluflokkur: Lífstíll
RED ISLAND MARATHONWarwick, Rhode IslandWednesday May 22, 2013 - 6am Start
Nine laps of a 2.7 mile loop (24.3 miles), plus a short out and back of 1.9 miles for the Marathon distance of 26.2 miles.
http://www.newenglandchallenge.org/redisland.html
Nine laps of a 2.7 mile loop (24.3 miles), plus a short out and back of 1.9 miles for the Marathon distance of 26.2 miles.
http://www.newenglandchallenge.org/redisland.html

Þetta er í eitt af afar fáum skiptum sem ég merki ekki startið á Garmin daginn áður. Flestir sem ætla að hlaupa á morgun gista á þessu hóteli. Og við erum svo heppin að morgunmaturinn byrjar 4:30.
Klukkan vakti okkur 3:45 og ég var enn þreytt, hafði ekki sofið vel, ég fór of seint að sofa og það stressar mig rosalega. Við Lúlli ákváðum að hann biði bara á hótelinu, veðurspáin var miklar líkur á rigningu... svo ég klæddi mig samkvæmt því.

Það var litskrúðugt lið Maniac-a og 50 Staters sem hékk á hurðarhúninum við matsalinn 4:30, meira að segja maðurinn sem stjórnar hlaupinu var að spurja til vegar í garðinn sem hlaupið var í.
Við ætluðum að keyra í halarófu en rauð ljós og aðrir bílar sem komu inn í urðu til þess að ég villtist í myrkrinu... fór einhverja mílur afvega en náði að rétta mig af og ná hlaupinu í tíma.

Það er mikið til sama fólkið sem er að hlaupa þessa seríu, þó sá ég ný andlit í dag og aðrir hættir. Í gær hlupum við 5 hringi í dag eru þeir 9... Flestir kalla mig bara "Iceland"
The Marathon Man var þarna, ástrali sem ætlar að setja nýtt met í fjölda maraþona á árinu, ætlar að hlaupa 157, hann hlýtur að búa hérna núna... það halda flestir hér að ég búi í USA. Þá hljóp einfættur maður með fót frá Össur með mér bæði í gær og í dag.
Veðrið hélst skaplegt og því var ég ofmikið klædd í hlaupinu... svo ég gerði þau mistök að fara úr langermabolnum og er nú öll útstungin eftir moskito.
Garmin mældi vegalengdina 26,21 mílu og tímann 6:37:22
Þetta maraþon er nr 159
Lífstíll | 22.5.2013 | 22:22 (breytt kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
GRANITE STATE MARATHON
Nashua, New Hampshire
Tuesday May 21, 2013 - 6am Start
http://www.newenglandchallenge.org/granite.html

Þetta maraþon er nr 2 í seríunni NEW ENGLAND CHALLENGE sem byrjaði í gær.
Við höfðum farið á startið daginn áður... og vorum mætt tímanlega. Veðrið var ágætt og hélst ágætt, einu sinni kom góður rigningarskúr og síðustu tímana var verulega heitt, sennilega fór hitinn yfir 80°F.

Lífstíll | 22.5.2013 | 00:17 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Shires of Vermont Marathon
Bennington, VT USA, 19.maí 2013
http://ShiresofVermontMarathon.com

Klukkan átti að vekja okkur 4:50 en við vorum vöknuð. Ég svaf ágætlega en alla nóttina var ég að fyllast af kvefi. Gott að vera nálægt startinu og þurfa ekki að vera 40 mín í amerískum strætó til að komast á startið.
Við fórum um kl 6:20 á startið, því það var áætluð Maniac-og 50 Staters-myndataka kl 6:35. Auðvitað voru flestir af þeim sem völdu fyrra-start annað hvort Maniacs eða 50 Staters.

Það var ræst kl 7, veðrið vel hlýtt og rakt, spáð rigningu upp úr hádegi... hlaupaleiðin var mjög falleg, snyrtilegir garðar og hús við sveitavegi sem enginn á leið um nema þeir sem eiga heima þarna. Þess vegna var leiðin mjög einmannaleg.

Ég hengdi mig á hjón sem hlupu eftir Gallaway, 1 mín hlaup - 1 mín ganga. Ég hef 3 maraþon framundan næstu daga svo það þýðir ekkert að æsa sig. Þetta gekk mjög vel eða þar til löngu brekkurnar byrjuðu í kringum 10 mílu, þá týndi ég þeim.
Tvisvar á leiðinni var langur hluti leiðarinnar á möl og rigningarúði en mér tókst að klára áður en demban byrjaði. Ég komst heilu og höldnu í mark, fékk mér að borða og kaffi og tók strætó til baka þar sem Bíðari nr 1 beið samviskusamlega eftir mér :D
Garmin mældi leiðina 26,68 mílur og tímann 6:03:59
Þetta maraþon sem er nr 157 var hlaupið til heiðurs Matthíasi ömmukrútti sem er 4 ára í dag :)
Lífstíll | 19.5.2013 | 20:08 (breytt kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Það var ekki mikið að gera í listasafninu í Bennington þar sem gögnin voru afhent. Þar voru nokkrir fallegir elgir - reyndar eru elgir út um allan bæ.
Ég fékk poka með ýmsum tilboðsrenningum og prufum og síðan númerið mitt 393.
Það er alveg hætt að vera með flögur, nú er nemi aftan á númerunum sem er mikið þægilegra.

Við fengum okkur að borða. Nú skal slappa af fram að hlaupi.
Það eru 2 mílur héðan á startið en hlaupið endar síðan í einhverjum bæ maraþoni fyrir norðan.
Ég hef ákveðið að taka EARLY START kl 7 eins og margir aðrir Maniac-ar og 50-States hlauparar... myndataka verður kl 6:35 en ég held það sé nóg að vakna kl 4:45
Lífstíll | 18.5.2013 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Michelob Ultra Tacoma City Marathon & Half-Marathon, Relay, 5K Tacoma, WA USA
5.maí 2013
http://www.tacomacitymarathon.com

Klukkan hringdi kl 3 en ég hafði ekki sofið mikið síðustu klukkustundirnar af áhyggjum yfir klukkunni, hélt hún myndi klikka af einhverjum ástæðum. Ég var búin að ákveða að byrja í fyrra startinu kl 6 og þurfti því að taka strætó um kl 5.
Allt gekk eins og í sögu og ég var komin út 4:15... í miðbæinn um 4:30, keyrði aðeins um til finna stæði, og fann eitt rétt fyrir ofan þar sem maraþonið endar. Bussinn beið rétt hjá og keyrði okkur á upphafspunkt.
Það var frekar kalt á litla flugvellinum þar sem hlaupið byrjaði og amk hálftíma bið eftir fyrra starti. Það borgaði sig samt fyrir mig að taka það til að hlaupa klukkutíma styttra í sólinni.
Hlaupaleiðin var ný, svo enginn hafði reynslu af henni, en öllum fannst hún erfið, mikið af bröttum brekkum upp og niður. Fyrst var kalt en síðan fór hitinn upp í 80°f

ég var merkilega góð miðað við 2 erfið maraþon um síðustu helgi, en gekk samt eitthvað á leiðinni. Joe sem er með The marathon show á netinu, tók viðtal við mig á leiðinni, ég hef hitt hann nokkrum sinnum og hann hafði tekið viðtal við mig í Joplin (Mother Route 66) og er nú með nafnið mitt á besta stað á bolnum sínum :) Ég verð að muna að setja linkinn inn á síðuna.

Mér gekk ótrúlega vel, var klukkustund fljótari en í seinna maraþoninu um síðustu helgi og ég get ekki annað en verið ánægð með það. ég virðist vera að ná mér eftir þennan langvarandi vírus sem ég fékk í vor.
Eric Barnes og kona hans tóku á móti mér í markinu, hann ætlaði að hlaupa Laugaveginn i sumar en verður að fresta því til næsta sumars.
Þetta maraþon var 10 ára afmælishátíð hjá Marathon Maniac og bærinn klæddur GULU.
Þetta maraþon er nr 156
Garmin mældi það 42,44 km og tímann 5:43:18
Lífstíll | 6.5.2013 | 01:44 (breytt kl. 01:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Ég var í búðarrápi frá kl 8 í morgun. Expoið var opið í mest allan dag en ég vildi ekki fara of snemma, Maniac-fundurinn byrjaði kl 4.
Var komin á staðinn kl. 2:15 og borgaði í bílastæði í 4 tíma. Þetta dróst allt fram úr hófi, fundurinn átti að byrja kl 4 en kl 5:30 var hann ekki byrjaður.
Í tengslum við þetta maraþon er haldið upp á 10 ára afmæli Marathon Maniacs.
Til að nota tímann voru dyra-vinningarnir gefnir fram í anddyri og ég held að allir hafi fengið vinning.

Maniac-inn sem tekur útvarpsviðtölin á hlaupum var í bol með nöfnum einhverra Maniac-a og mitt var á besta stað :)
Ég fór þegar bílastæðið var að renna út og brunaði heim á hótel. Tók saman hlaupagallann og stillti klukkuna á kl 3.
Lífstíll | 5.5.2013 | 03:13 (breytt kl. 03:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://www.gettysburgnorthsouthmarathon.com
28.apríl 2013

Klukkan var stillt á 3:40, eins gott að fara enga vitleysu núna og missa ekki af bílastæði við markið. Þegar ég skráði mig þurfti ég að velja hvort ég héldi með norðri eða suðri og ég valdi norður.
Ég hafði vaknað mjög tímanlega, enda þurfti ég að bera mig út, tékka mig af hótelinu, borða og græja mig.
Ég var tilbúin og fór út um kl 6. Gögnin áttu að vera nálægt starti og marki en manni skildist að það væri eitthvað lítið um bílastæði þarna. Þarna hittust margir maniacar sem hlupu í DE í gær - aðalspurningin var ,,Hvað fórstu oft á hausinn í gær"
Ég hafði ekkert spáð í leiðina en það höfðu hinir gert því þetta var víst ný leið. LANGIR og LEIÐINLEGIR margra mílna langir sveitavegir með ROLLING HILLS. Ekki gott eftir erfitt trail-maraþon.

Ég kom mér fljótlega upp kerfi - ganga upp, skokka niður... ég var merkilega góð í upphafi en síðan þreyttist ég fljótt og beið bara eftir að klára þetta blessaða maraþon. Ég hljóp fram á tvær stelpur sem voru farnar að ganga og skokka til skiptis og þær buðu mér með...
Við bættum síðan öllum í hópinn sem við hlupum fram á, sumir voru orðnir mjög sárir eins og ég. Við kláruðum samt saman... Í markinu fengum við að vita að "norður" hafði verið dregið út og allir sem völdu það fengu áletrað glas.
Gettysburg Maraþonið mældist 26,5 mílur eða 42,6 km og tíminn 6:43:58
Þetta maraþon er nr 155 og eitt af þessum sem er nóg að fara ,,ONCE IN A LIFETIME"
Strax eftir hlaupið keyrði ég til Mount Laurel í New Jersey :)
Lífstíll | 29.4.2013 | 02:27 (breytt 3.5.2013 kl. 01:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Maraþonið sem ég ætlaði ALDREI að hlaupa - það hljóp ég í dag. Ég man þegar ég var að leita að maraþoni í Delaware sem síðasta fylkinu - þá féllust mér hendur þegar ég las lýsinguna á þessu utanvega-hlaupi. Ég hafði greinilega gleymt því... Nú hef ég komist að því að hvert orð var satt.
Það var ekkert expo, númerið bara afhent við startið. Ég hafði tékkað á staðsetningunni daginn áður... ekki gott að fara á rangan stað og missa af hlaupinu fyrir það. Ég fór snemma að sofa og svaf ágætlega.
Klukkan var stillt á 5, græjaði mig og var búin að tékka mig út af hótelinu kl. 6:15.
Maniacar voru búnir að ákveða tíma fyrir grúppumynd. Það var hægt að velja um hálft, heilt, 10 km eða 5 km.
Hlaupið var ræst kl 7:40...
Þeir sem fóru heilt fóru tvo geðveikis-hringi. Hlaupið var eftir troðningum sem voru stórhættulegir þegar maður fór að þreytast. Rætur trjánna og grjótnibbur stóðu upp úr götunni. Ég fór á hausinn í fyrri hringnum, meiddi mig sem betur fer ekki.
Við héldum hópinn mörg í fyrri hring, því oft var aðeins hægt að vera í einfaldri röð. Leiðin var rosalega erfið, ekkert nema brattar brekkur upp og niður og 4 sinnum á leiðinni þurfti að vaða á í hné. Skórnin voru ekki fyrr orðnir þurrir en maður þurfti að vaða aftur. Sumstaðar þurfti að klofa yfir fallna trjádrumba. Maður minn hvað ég átti fullt í fangi með að fylgjast með því að villast ekki í öðrum hring (Á leiðinni út voru rauðar merkingar en til baka bláar.) þegar ég var orðin ein en síðustu 5 km vorum við tvær saman.
Þetta maraþon er nr 154
Maraþonið mældist 27,3 mílur eða 43.5 km á mínu Garmin og tíminn 7:33:08
NEVER AGAIN
Eftir hlaupið keyrði ég beint til Gettisburg PA - annað maraþon á morgun :)
Lífstíll | 28.4.2013 | 00:01 (breytt 29.4.2013 kl. 02:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mississippi Blues Marathon & Half-Marathon, Relay Jackson, MS USA, 5.jan 2013

Klukkan var stillt á 4:30 en Lúlli var vaknaður áður og kominn á stjá. Lobbýið opnaði ekki fyrr en kl 5:30 svo ég drakk vatn með brauðinu. Veðurspáin var ágæt, spáði frekar "köldu" svo ég var heppin að hafa keypt mér langerma Danskin bol á 6 USD í Walmart. Ég var í honum undir Stolt-bolnum mínum.

Við vorum mætt mátulega snemma fyrir myndatökuna hjá Marathon Maniacs á tröppunum á Old Capitol. Ég hitti marga Maniaca sem ég er FB-vinur en hef ekki hitt persónulega fyrr.

Klósettröðin var svo löng að ég komst að eina mínútu fyrir þjóðsönginn.
Lúlli sá Steve Boone í miðri þvögunni og við óvirtum þjóðsönginn með því að troða okkur til hans.
Maraþonið var ræst kl 7. Það eina sem ég mundi frá maraþoninu 2009 var hvað göturnar voru slæmar - þær voru ekki skárri núna og ég veit um tvo sem fóru illa á hausinn.
Ég er bara ánægð með mig, var ekki í þjálfun fyrir EITT maraþon og var að fara FJÓRÐA í þessari ferð... og ÞRÍR dagar á milli núna.
Maraþonbrautin var frekar hæðótt - ups and downs... ég gekk oft upp en reyndi að halda dampi niður og á sléttu.
Lúlli hitti mig þegar ég var búin að hlaupa 21,5 mílur og beið svo í markinu eftir mér. Verðlaunapeningurinn var flottur gítar með gítarnögl hangandi í keðju.
Ummm hvað það var gott að fá loksins að borða því það var ekki boðið upp á matarbita á leiðinni.
Þetta maraþon er nr 153 í röðinni.
Garmin mældi það 26,34 mílur og
tímann 5:52:55
Lífstíll | 5.1.2013 | 21:29 (breytt kl. 22:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Ég tékkaði á maraþon skránni hjá mér, hljóp hér síðast 2009... með því fáa sem ég man úr því hlaupi var hvað göturnar eru slæmar hérna.
Við sóttum gögnin í The Convention Center eh og vorum snögg að því... expoið var mjög lítið.
Ég verð nr 885.
Síðan dúlluðum við okkur bara, skruppum í útivistarbúð fyrir Emil og eitthvað fleira, áður en við fengum okkur að borða.

Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið, Maniac-myndataka kl 6:30 og svo framvegis... Þetta er náttúrulega allt saman EIN STÓR BILUN - er þaggi???
Kom við í Hobby Lobby til að kaupa mér strau-stafi á nýja 50 fylkja bolinn minn :)
Nú er bara að gera sig klára fyrir morgundaginn...
og stilla klukkuna á einhvern ókristilegan tíma :/
Lífstíll | 4.1.2013 | 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)