Reykjavíkurmaraþon 18.8.2012

Reykjavíkurmaraþon 18.ágúst 2012
http://reykjavikurmarathon.is/reykjavikurmaraton 

Reykjavíkurmaraþon 18.8.2012Við sóttum gögnin í gær og borðuðum pastað þó ég sé annars hætt að borða pasta. Ég hafði póstað á Facebook að það væri tilvalið fyrir Marathon Maniacs og 50 States Marathon hlaupara að hittast og borða saman... en þau voru öll svo upptekin í skoðunarferðum í stuttri Íslandsferð að þau rétt hlupu inn og sóttu gögnin og slepptu pastanu. Ég hitti samt Steve og Paula Boone, forkólfa 50 States Marathon Club í andyrinu á leiðinni heim.

Sonurinn sem fór 10 km sleppti líka pastanu. 

Tvíburarnir Ásbjörn og Þorvarður

Það verður að segjast eins og er að æfingar fyrir þetta hafa ekki verið í takt við vegalengdina sem á að hlaupa. Kannski hafði ég áhyggjur af því, því ég svaf ekki dúr í nótt. 

Við Lúlli vorum mætt rétt fyrir kl 8 í Lækjargötuna, og okkur mætti eins og venjulega kunnugleg andlit bræðranna, Hjalta og fleiri. Ég var í Maniac-bolnum, enda var ég búin að pósta myndatöku í tröppunum við MR kl 8:15... Steve, Paula, ónefnd kona og kúrekinn mættu.

Reykjavíkurmaraþon 2012

Það var frekar snubbótt ræsing á maraþoninu... bara eitt BÚMM og hlaupið af stað. Útlendingarnir spurðu mig hvort það væri ekki hefð fyrir að syngja þjóðsönginn? Nei, svaraði ég og næsta spurning var: Hvers vegna?

Maraþonið var ræst 8:40... Það var köld þoka yfir... ég fór of hratt af stað og má segja að ég hafi sprungið eftir 15 km... Það glaðnaði þó til en kom svo aftur köld þoka þegar ég hljóp með ströndinni út á Seltjarnarnes í seinna skiptið. Starfsfólk maraþonsins var allt til sóma en það má fjölga drykkjarstöðvum... yfirleitt voru 4 km á milli þeirra en í eitt sinn voru 5 km og í annað sinn 6 km á milli drykkjarstöðva. 
- ÞAÐ ER ALLT OF LANGT-  

Reykjavík 2012

Lúlli hitti mig á 30 km svæðinu með orkudrykk og bjargaði mér þar, og hann hjólaði með mér restina. Þá var ég farin að þurfa að vanda mig hvernig ég beitti fótunum til að fá ekki sinadrætti. Ég lifði þannig alveg að mottunni í markinu, þá gleymdi ég mér og báðir fætur frusu fastir... ég hef ekki upplifað annað eins... ástæðan er að mínu mati æfingaleysi og vökvaskortur...

Reykjavíkurmaraþon er 146 maraþonið mitt,
Garmurinn mældi það 42,7 km og tímann 5:35:57 

Ég hljóp til styrktar CCU og vil ég þakka fyrir áheitin og stuðinginn :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum Reykjavíkurmaraþons var flögutíminn þessi:

5:35:59) Bryndís Svavarsdóttir, 1956 50 - 59 ára IS220

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.8.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband