Ótrúlega þung á mér...

Ég er nokkurn veginn búin að ná mér eftir maraþonið... ótrúlega sárt að fá sinadrætti framan í sköflungana. Það er upp undir ár síðan ég hef fengið svona sinadrætti.

Í dag ákvað ég að fara rólegan og stuttan hring til að prufukeyra mig... af því að innleggin mín voru enn í léttu, þunnbotna skónum frá því í maraþoninu þá hljóp ég í þeim í dag... Í stuttu máli sagt þá eru þetta ekki skór fyrir mig - tábergssigið mitt þolir ekki svona þunna botna og ég var farin að vinda upp á fæturna í skónum - sem er auðvitað skýring á sinadráttum síðustu helgar.

Ég var ótrúlega þung á mér og hökti einhvern hring um hverfið, fór í sturtu og hjólaði út í Víðistaðakirkju til að taka þátt í fermingarfræðslu þessa árgangs.  Var enn  á lífi eftir 3 tíma þar og hjólaði heim... ÓBOY

stuttur þunnbotna hringur, skokk 7,5 km og 9 km á hjóli :/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband